Færsluflokkur: Bloggar
12.10.2007 | 21:49
Vélkennarar
Námið var með kokteil fyrir námshópinn. Skemmtilegt að hitta kennarana og samnemendur utan námsins og kynnast þeim á annan hátt. Kennararnir verða stundum eins og dómarar í knattspyrnu, maður lýtur ekki á þá sem manneskjur heldur frekar sem vélar sem eru bara þarna og sinna sínu hlutverki eins og til er ætlast. Svo kemst maður að því að þetta fólk hefur kannski sömu áhugamál, þekkir sama fólkið eða eitthvað þess háttar. Það er miklu skemmtilegra að vera í tíma hjá kennara sem er manneskja en ekki bara "kennari".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2007 | 00:22
Verðgildi konunnar eykst
Þessi fáfróði bankamaður hefur greinilega ekki miklar reynslu. Konur eru eins og wiský, þær verða fallegri og fágaðri með árunum. Og eins og einhver benti á sem bloggaði um sömu frétt þá mun hún verða móðir barna hans og þau munu sjá um hann í ellinni og barnabörnin verða honum eins og kertaljós á fögru jólakveldi.
Það sem bankamaðurinn áttar sig heldur ekki á er að hann er sjálfur afar yfirborðskenndur. Ef það skiptir hann meira máli að vera með tískudrottningu upp á arminn til sýnis fyrir vinina eins og um væri að ræða gullúr eða armani jakkaföt þá missir hann af uppsprettu hamingju sem felast í hamingjusömum samskiptum við sína nánustu. Sennilega stýrist hann af hroka eða minnimáttarkennd því sá sem þarf að sýnast hefur eitthvað að fela.
Bankamaðurinn er því ekki í eins góðri samningsstöðu eins og hann vill vera að láta því konan getur gefið honum eitthvað sem hann ekki hefur. Líklegt þykir mér þó á svari hans að honum þykir mikilvægara fögur kona heldur en góð kona og er því að missa af kjarna málsins. Sennilega eru þau bæði að missa af einhverju því þau eru að verðleggja sambandið í peningum en gleyma hamingjunni sem verður ekki keypt.
Ég myndi þó hafna þessari konu en á öðrum forsendum og kannski gerir bankamaðurinn það líka og hefur kannski ekki gefið upp hina raunverulegu ástæðu. Ég myndi aldrei selja sál mína konu sem vantar aðeins peningana mína. Mér þætti ekki góð staða að þurfa sífellt að nota veskið sem gulrót fyrir framan asnann til þess eins að eiga mér fallega konu.
En það er kannski auðvelt fyrir mig að tala svona. Ég þarf ekki pening til að komast í samband við fallegan kvenmann því ég er nú þegar hamingjsamlega giftur fallegri og góðri konu.
![]() |
"Hvar er ríku og ókvæntu mennina að finna?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2007 | 21:20
Tónlist og tilfinningar
Það er merkilegt hvað tónlist og tilfinningar eru nátengd. Sum tónlist kallar fram ákveðnar tilfinningar hjá manni. Ég á mér til dæmis rigningardagatónlist, sem ég spila oft þegar það er rigning úti og mig langar að vera einn með sjálfum mér og íhuga. Það er eins ákveðin tónlist sem ég spila þegar ég vil slaka á og enn önnur þegar ég vil fara í djúpar pælingar með líf mitt.
Það var þannig um daginn að Briet, konan mín, var ekki heima. Þá setti ég Sigurrós á ferðaspilarann og heyrnatækin í eyrun þannig að ég yrði ekki fyrir neinu áreiti af umhverfinu. Síðan lagðist ég í djúpar pælingar varðandi fólkið í lífi mínu, fjölskyldan og hvernig ég vildi að líf mitt lyti út. Þetta er eins konar persónuleg stefnumótun og tilfinningaleg útrás á sama tíma. Það er ekkert alltaf auðveldar tilfinningar sem koma fram en eftir þetta ferli þykir mér alltaf miklu vænna um sjálfan mig og fjölskylduna mína og ég er meðvitaðri í hvað ég ætla að eyða tíma mínum í.
Ég mæli með því fyrir alla að eiga svona góða stund með sjálfum sér, það er mjög styrkjandi í því kröfuharða umhverfi sem við lifum í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 12:35
Kannski helst til afkastalítið
![]() |
Pöddur nýjustu burðardýrin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 11:58
Það er eitt að kjósa flokk og annað að styðja ríkisstjórn
það er ekki það sama að kjósa flokk og að styðja hann í ríkisstjórn með hverjum sem er. Ég gæti t.d. trúað því að margir samfylkingarkjósendur hugnist frekar vinstri stjórn en stjórn þeirra með sjálfstæðisflokknum.
Þetta hefur oft komið fram í skoðanakönnunum. Sú ríkisstjórn sem var síðast við líði var stundum með meira kjörfylgi en þeir sem viðurkenndu að myndi styðja hana. Þá er oft fólk úr flokkum sem eiga ekki aðilda að stjórnarsamstarfinu sem styðja ríkisstjórnina en myndu kjósa annan flokk.
![]() |
Fylgi ríkisstjórnarinnar 70% samkvæmt nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 19:57
Herra viðutan
Stundum koma dagar þegar maður hefði bara átt að sofa aðeins lengur. Í vikunni var einn svoleiðis dagur þar sem ég var ofur utanvið mig.
Dagurinn byrjaði á því að ég keyrði framhjá bílastæðinu í vinnunni og þurfti því að keyra dágóðan spotta til að komast til baka.
Þegar ég ætlaði niður lyftuna seinna um daginn stóð ég dágóða stund, hugsandi um það sem ég var að fara að gera áður en ég fór að undrast hvað lyftan væri lengi á leiðinni niður. Þá hafði ég bara gleymt að ýta á takkann sem sagði lyftunni að fara eitthvað.
Svo dottaði ég í kennslustund með skjalaverðinum og ég varð að biðjast afsökunar á því. Við vorum bara tveir á fyrirlestrinum sem vorum að hlusta.
Þegar ég kom svo úr fyrirlestrinum tók ekki betra við. Guðrún í innkaupadeildinni átti afmæli og hafði komið með köku í tilefni af því. Þar sem ég var svo þreyttur tók ég mér kaffibolla í hönd og ætlaði að fá mér kaffi með kökunni svo ég myndi vakna aðeins. En á leiðinni að kaffivélinni ákvað ég að fá mér frekar kökuna fyrst en hún rataði auðvitað í kaffibollann þangað sem kaffið átti að fara.
Að lokum sullaði ég niður á mig í hádegi þannig að hvíta skyrtan mín varð skítug og ég tók ekki eftir því fyrr en ég fór heim.
Þetta var sem sagt frábær dagur sem ég vil bara gleyma sem fyrst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 12:52
Allt Framsókn að kenna
Þegar haft var samband við neytendasamtökin voru svörin skýr. Innflutningstollar á grænmeti og aðrar landbúnaðarvörur er klárlega sökin fyrir háu lyfjaverði sem og háu verði á öðrum vörum og þjónustu á íslandi.
Samfylkingarfólk sem var rætt við voru öll sammála um það að ef við myndum ganga í evrópusambandið myndu íslendingar flykkjast í að stofna fyrirtæki af því að þeir myndu átta sig á því að vörur eru miklu ódýrari erlendis og þannig myndi samkeppnin aukast og verðið lækka til neytenda.
Þá var leytað álita forkólfa verkalýðshreyfingarinnar og þar voru svörin á þá leið að ofurlaun bankamanna að hafa slæm sálræn áhrif þannig að hinn almenni neytandi þarf að auka neyslu sína á lyfjum sem gerir hann enn háðari lyfjarisunum sem eru vondir við fólkið.
Það þarf ekki að taka fram að allir aðilar, voru sammála um það að þetta væri samsæri Framsóknarflokksins og hann væri enn við völd á bakvið tjöldin.
![]() |
70% verðmunur á lyfi í Danmörku og Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 10:53
Hvaðan komu þessar upplýsingar?
Ætli Guð hafi hvíslað þessum upplýsingum að Bush meðan hann grét á öxl Guðs?
![]() |
Bush forspár? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 21:48
Hvað kemur prestum þetta við?
Ég skil nú ekki lætin yfir þessari hefð. Ég og konan mín giftum okkur fyrir ári síðan og fórum við ótroðnar slóðir að mörgu leyti og þótti okkur og okkar fólkið það bara gaman. Ég er hræddur um að ég hefði brugðist illur við ef presturinn hefði verið að leggja okkur línurnar um það hvernig við myndum hafa athöfnina utan það sem kemur kirkjunni við. Þetta er ekki eitt af hennar málum hver leiðir brúðurina upp að altarinu. Þetta minnir mann á ofsóknir kirkjunnar manna á venjulegt fólk í gegnum aldirnar bæði í evrópu og hér heima þar sem kirkjan hafði nánast alræði yfir fólkinu.
Eitt af því sem við gerðum var að tengdapabbi leiddi dóttir sína að altarinu. Það er þó bara hefð eins og annað og ég held að fólk eigi bara að ráða þessu sjálft og vera óhrætt við það. Ef konan mín hefði þótt hann karlrembulegur þá hefðum við bara haft það öðruvísi eins og annað sem var ekki hefðbundið hjá okkur.
Þá þykir mér þetta frekar dulin kvenremba ef banna á meinlausa siði eins og þenna í nafni jafnréttis. Það má ýmislegt réttlæta í hennar nafni orðið. Ég velti því fyrir mér hvenær taflborðinu verði breytt. Þar er jú kóngur og drottning sem skipa ólík hlutverk en fljótlega hlýtur það að verða bannað í nafni jafnréttis, kóngurinn og drottningin eiga jú að vera jafnrétthá.
Víst verður jólasveinninn líka bannaður því hann er karlkyns og það gengur ekki. Ætli við fáum ekki bara hreindýrin hans í heimsókn eða að storkurinn komi með jólagjafirnar eins og hann kom með börnin forðum.
Græni kallinn á umferðarljósunum hefur verið mikið í umræðunni að undanförðu. Það þykir hörðustu feministum ekkert tiltökumál að setja á hann brjóst, sítt hár og pils. En þá er búið að klæða allar konur í einn búning. Það getur nú ekki kallast mjög feminískt þar sem allar konur eiga að hafa val og staðalýmindir eru bannaðar. Ætli við fáum ekki blindrahund á ljósin eða kött. Sennilega verða það á endanum börn sem verða á ljósunum. En bíddu, kannski er þetta bara barna sem er á ljósunum. Hver veit hvort græni og rauði kallinn er brjóstalítil, stutthærð kona í gallabuxun, grannur karl eða bara barn. Það væri e.t.v. hægt að hafa bara broskall og fýlukall. Allavega, ég hef aldrei pælt í kyni umferðaljósa fyrr en feministar, að mig minnir á Spáni fóru að fjalla um þetta fyrir stuttu.
Við eigum svo eftir að lenda í fleiri vandræðum með kynbundin fyrirbæri í framtýðinni sem við samþykkjum í dag. Móðir náttúra verður sennilega lagt niður, heilladísir, galdrakarlar, Hrói Höttur, faðir þekkarinnar og jafnvel Lion King.
Að öllu gamni slepptu þá finnst mér ekki hægt að réttlæta að prestar séu að skipta sér af því hverjir fylgi brúðurinni upp að altarinu. Það má mín vegna vera hennar fyrrverandi eða viðhaldið hennar ef fólk vill það. Feministi á rétt á sér án öfga og auðvitað á að ríkja kvenfrelsi og jafnrétti en það er ekki hægt að réttlæta alla vitleysu í nafni kvenréttinda.
![]() |
Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2007 | 15:58
Af hverju voru þau að skilja?
![]() |
Daður á netinu endar með skilnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)