Fagleg framkoma á fagráðstefnu

Er þetta sama fólkið og er með mun lægri kennsluskyldu en kollegar sínir í evrópu og saka svo aðra um ómálefnalega umræðu ef bent er á þá staðreynd. Hefur einhver þorað að varpa fram þeirri spurningu að auka kennsluskyldu og ná þannig fram sparnaði? Hefur einhver þorað að setja hina lágu kennsluskyldu í samhengi við gríðarlegan kostnað íslenska menntakerfisins.

Ég velti því fyrir mér og hef velt því fyrir mér síðan ég var í gaggó hvort kennarar séu undanskyldir eðlilegri umræðu um menntakerfið og eigin störf. Þessi gjörningur eykur enn á þær áhyggjur mínar að umræða um störf kennara fari fram með miklum ofsa og þá eru kennarar sjálfir ekki undanskyldir.

Hvað kennarar eru að reyna að fá fram með þessum óljósu mótmælum er mér ekki ljóst en ekki þykir mér þetta mjög fagleg framkoma á fagráðstefnu.


mbl.is Gengu út þegar Oddný kom í ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kennsluskylda kennara á Íslandi er 28 stundir á viku og þá er eftir undirbúninur og eftirvinna (yfirfara verkefni og slíkt), þannig að kennskuskylda í Evrópu getur einfaldlega ekki verið mun hærri. Hins vegar eru laun mun hærri í Evrópu.

Í síðustu kjarasamningum var kennsluskylda kennara minnkuð hér, í stað þess að hækka launin. Heldur þú að það hafi verið að frumkvæði kennara?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 18:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Smá leiðrétting... kennsluskyldan er 26 stundir og var lækkuð úr 28.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 18:29

3 identicon

Sem kennari í grunnskóla langar mig að eftirfarandi leiðréttist hér með. Við vinnum ekki minna en félagar okkar í nágrannalöndunum, við vinnum meira. Það segja líka þeir íslensku kennarar sem hafa flutt til hinna Norðurlandanna. Þessi ummæli formanns sveitastjórna dæma sig sjálf og lýsa honum meira en starfsumhverfi okkar. Eftir kennslu bíður okkar svo margt sem að menntakerfið hefur klínt á kennara á undanförnum árum að vinnutími okkar eru mun lengri en við fáum borgað fyrir. Skólar á Íslandi eru án aðgreiningar, sem þýðir að inn í bekk hjá okkur eru börn sem þurfa mikla aðstoð og oft fleiri en eitt eða tvö og þeim fylgja engir auka starfsmenn. Skólar bjóða líka upp á einstaklingsmiðað nám, sem þýðir að inn í hverjum bekk þarf að mæta krökkum þar sem þau standa. Þetta þýðir mikla undirbúningsvinnu af hendi kennarans.  Sem umsjónakennarar þurfum við að vera í miklum og oft erfiðum samskiptum við heimili barnanna og förum á fundi hjá þjónustumiðstöðvum og jafnvel á BUGL fyrir utan vinnutíma okkar. Umsjónarkennari sér líka um lífsleiknikennslu bekkjarins sem þarfnast auðvitað undirbúnings eins og önnur kennsla.  Innan skólanna eru símenntunartímar, starfsmanna-, teymis-, kennara- og árgangafundir vikulega, auk þess sem við vinnum skv. uppeldisstefnum eins og PPS eða Uppeldi til ábyrgðar. Svo eigum við líka að taka á öllum eineltismálum skv. stefnu Olweusar og sjá til þess að börn sem fylgja ekki eðlilegum námshraða fái viðeigandi greiningar eða hjálp. Auk alls þessa eigum við að hanna kennsluefni sem nær til drengja sérstaklega og við eigum að fylgjast vel með í öllu sem við kemur tölvuþróun og nýjungum sem nýtist í kennslu.  Það er margt annað sem við kennarar gerum og við uppfyllum þær kröfur sem á okkur eru settar. Ég kenni 150 börnum og það getur hver hálfviti séð að það tekur mikinn tíma að sinna öllum þessum börnum sem eru stödd á mismunandi þroskastigum, hafa mismunandi getu og þurfa mismikla hjálp.  Væru skólarnir þannig að eingöngu foreldrar bæru ábyrgð á hegðun, námi og vellíðan barnanna, er lítið mál að leggja meiri kennsluskyldu á kennara. Ég væri sko meira en til í að kenna meira, kenna eingöngu börnum sem þurfa ekki sértæka aðstoð og sleppa öllu hinu, en það er ekki í boði og örugglega ekki það sem samfélagið vill bjóða börnunum okkar.  

Anna María Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 19:02

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þakka ykkur fyrir greinagóð comment. Gunnar ég er að sjálfsögðu fylgjandi því að kennarar fái hærri laun.

Annar María, ég veit að starf kennara er krefjandi starf. Ég reikna þó með því að kollegar þínir erlendis sinni sumu af því sem þú telur upp og sumu ekki.

Þekking mín á störfum kennara koma aðallega í gegnum samskipti við kennara barnanna minna og úr fréttum. Öll umræða í fjölmiðlum og á netinu hefur hins vegar oft verið ofsafengin og erfitt að greina hvað er rétt í þeim efnum. Fjölmiðlar eru hins vegar megin uppspretta af þeim upplýsingum sem almenningur hefur um störf kennara.

Ég fagna allri umræðu um störf kennara sem eru á yfirveguðum og upplýsandi nótum því störf kennara eru okkur öllum mikilvæg.

Steinn Hafliðason, 9.3.2011 kl. 19:22

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það eru alltof margir tilbúnir að dæma kennara án þess að hafa réttar upplýsingar. Fólk sem ekki hefur kynnt sér málavöxtu ætti bæði að kynna sér málin og hafa umræðuna yfirvegaðri og án dómhörku og sleggjudóma.

Síðast þegar ég vissi þá fengu kennarar greitt fyrir eftirvinnu vetrarins þegar þeir tóku sumarfrí, sem var þyrnir í augum fjölda manns sem voru tilbúnir að dæma en hefðu aldrei sætt sig við að fá greitt fyrir eftirvinnu sína mörgum mánuðum eftir að þeir skiluðu henni.

Marta Gunnarsdóttir, 9.3.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband