Tónlist og tilfinningar

Það er merkilegt hvað tónlist og tilfinningar eru nátengd. Sum tónlist kallar fram ákveðnar tilfinningar hjá manni. Ég á mér til dæmis rigningardagatónlist, sem ég spila oft þegar það er rigning úti og mig langar að vera einn með sjálfum mér og íhuga. Það er eins ákveðin tónlist sem ég spila þegar ég vil slaka á og enn önnur þegar ég vil fara í djúpar pælingar með líf mitt.

Það var þannig um daginn að Briet, konan mín, var ekki heima. Þá setti ég Sigurrós á ferðaspilarann og heyrnatækin í eyrun þannig að ég yrði ekki fyrir neinu áreiti af umhverfinu. Síðan lagðist ég í djúpar pælingar varðandi fólkið í lífi mínu, fjölskyldan og hvernig ég vildi að líf mitt lyti út. Þetta er eins konar persónuleg stefnumótun og tilfinningaleg útrás á sama tíma. Það er ekkert alltaf auðveldar tilfinningar sem koma fram en eftir þetta ferli þykir mér alltaf miklu vænna um sjálfan mig og fjölskylduna mína og ég er meðvitaðri í hvað ég ætla að eyða tíma mínum í.

Ég mæli með því fyrir alla að eiga svona góða stund með sjálfum sér, það er mjög styrkjandi í því kröfuharða umhverfi sem við lifum í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband