Hvað kemur prestum þetta við?

Ég skil nú ekki lætin yfir þessari hefð. Ég og konan mín giftum okkur fyrir ári síðan og fórum við ótroðnar slóðir að mörgu leyti og þótti okkur og okkar fólkið það bara gaman. Ég er hræddur um að ég hefði brugðist illur við ef presturinn hefði verið að leggja okkur línurnar um það hvernig við myndum hafa athöfnina utan það sem kemur kirkjunni við. Þetta er ekki eitt af hennar málum hver leiðir brúðurina upp að altarinu. Þetta minnir mann á ofsóknir kirkjunnar manna á venjulegt fólk í gegnum aldirnar bæði í evrópu og hér heima þar sem kirkjan hafði nánast alræði yfir fólkinu.

Eitt af því sem við gerðum var að tengdapabbi leiddi dóttir sína að altarinu. Það er þó bara hefð eins og annað og ég held að fólk eigi bara að ráða þessu sjálft og vera óhrætt við það. Ef konan mín hefði þótt hann karlrembulegur þá hefðum við bara haft það öðruvísi eins og annað sem var ekki hefðbundið hjá okkur.

Þá þykir mér þetta frekar dulin kvenremba ef banna á meinlausa siði eins og þenna í nafni jafnréttis. Það má ýmislegt réttlæta í hennar nafni orðið. Ég velti því fyrir mér hvenær taflborðinu verði breytt. Þar er jú kóngur og drottning sem skipa ólík hlutverk en fljótlega hlýtur það að verða bannað í nafni jafnréttis, kóngurinn og drottningin eiga jú að vera jafnrétthá.

Víst verður jólasveinninn líka bannaður því hann er karlkyns og það gengur ekki. Ætli við fáum ekki bara hreindýrin hans í heimsókn eða að storkurinn komi með jólagjafirnar eins og hann kom með börnin forðum.

Græni kallinn á umferðarljósunum hefur verið mikið í umræðunni að undanförðu. Það þykir hörðustu feministum ekkert tiltökumál að setja á hann brjóst, sítt hár og pils. En þá er búið að klæða allar konur í einn búning. Það getur nú ekki kallast mjög feminískt þar sem allar konur eiga að hafa val og staðalýmindir eru bannaðar. Ætli við fáum ekki blindrahund á ljósin eða kött. Sennilega verða það á endanum börn sem verða á ljósunum. En bíddu, kannski er þetta bara barna sem er á ljósunum. Hver veit hvort græni og rauði kallinn er brjóstalítil, stutthærð kona í gallabuxun, grannur karl eða bara barn. Það væri e.t.v. hægt að hafa bara broskall og fýlukall. Allavega, ég hef aldrei pælt í kyni umferðaljósa fyrr en feministar, að mig minnir á Spáni fóru að fjalla um þetta fyrir stuttu.

Við eigum svo eftir að lenda í fleiri vandræðum með kynbundin fyrirbæri í framtýðinni sem við samþykkjum í dag. Móðir náttúra verður sennilega lagt niður, heilladísir, galdrakarlar, Hrói Höttur, faðir þekkarinnar og jafnvel Lion King.

Að öllu gamni slepptu þá finnst mér ekki hægt að réttlæta að prestar séu að skipta sér af því hverjir fylgi brúðurinni upp að altarinu. Það má mín vegna vera hennar fyrrverandi eða viðhaldið hennar ef fólk vill það. Feministi á rétt á sér án öfga og auðvitað á að ríkja kvenfrelsi og jafnrétti en það er ekki hægt að réttlæta alla vitleysu í nafni kvenréttinda.


mbl.is Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Sæll kallinn minn.

Skrítið hvað ég fæ slæleg viðbrögð við blogginu mínu,  ég bjóst nú við einhverju verulegu.

Nú þessa dagana sem ég er lasinn  (og etv. pirraður þess vegna) hef ég látið hverja "klausuna" á fætur annari vaða,  einu viðbrögðin eru þau að stjórnendur Mbl.is hlaða inn allskonar fréttum til að bola bloggfréttinni minni út.

Skrifa ég á einhvern þann hátt að aðrir loka sig af?

Skrifin þín eru góð að vanda. 

Guðjón Guðvarðarson, 21.9.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Sæll Guðjón,

Leitt að heyra að þú skulir vera veikur, ég vissi það ekki en var búinn að kíkja á bloggið og kom á óvart hvað þú ert búinn að skrifa mikið undanfarið. Fréttirnar koma hratt á MBL.is enda afkastamesti ritfréttasíðan á landinu um þessar mundir. Þegar fréttirnar eru auk þess krassandi fær maður ekki athygli nema brot úr degi því þá blogga margir.

Annars þakka ég fyrir hólið og óska þér góðs bata.

Steinn Hafliðason, 22.9.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Anna Sigga

 Mér finnst nú að fólk ætti að beina kröftum sínum að e-u örðu en þessum frekar fallega sið (að mínu mati að sjálfsögðu) ætli þetta sé stærsta vandamál Svía þessa daganna!?!

Anna Sigga, 23.9.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband