Allt Framsókn að kenna

Þegar haft var samband við neytendasamtökin voru svörin skýr. Innflutningstollar á grænmeti og aðrar landbúnaðarvörur er klárlega sökin fyrir háu lyfjaverði sem og háu verði á öðrum vörum og þjónustu á íslandi.

Samfylkingarfólk sem var rætt við voru öll sammála um það að ef við myndum ganga í evrópusambandið myndu íslendingar flykkjast í að stofna fyrirtæki af því að þeir myndu átta sig á því að vörur eru miklu ódýrari erlendis og þannig myndi samkeppnin aukast og verðið lækka til neytenda.

Þá var leytað álita forkólfa verkalýðshreyfingarinnar og þar voru svörin á þá leið að ofurlaun bankamanna að hafa slæm sálræn áhrif þannig að hinn almenni neytandi þarf að auka neyslu sína á lyfjum sem gerir hann enn háðari lyfjarisunum sem eru vondir við fólkið.

Það þarf ekki að taka fram að allir aðilar, voru sammála um það að þetta væri samsæri Framsóknarflokksins og hann væri enn við völd á bakvið tjöldin.


mbl.is 70% verðmunur á lyfi í Danmörku og Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki allar vörur miklu dýrarai hér, í landi hinnar frjálsu álagningar, en annars staðar. Ég myndi fá mér rauðvínsglas til heilsubótar á hverjum degi, ef það væri jafn ódýrt og á Spáni. Kannski ráðamenn telji sig geta haft allt svona dýrt hér, af því að hér vinni fólk meira og hafi meira á milli handanna.

Stebbi (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

allt er dýara hérna. öll laun eru líka hærri. launakostnaður fyrirtækja hér á landi er 30% hærri en í evrópu. segir það ekki allt sem segja þarf um það hversu gott erlendir verkamenn hafa það.

Fannar frá Rifi, 4.10.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband