Færsluflokkur: Bloggar

Er hagvöxtur það eina sem skiptir máli?

Rakst á frétt í Blaðinu í dag þar sem prófessor Paedar Kirby talar um misskiptingu auðs á Írlandi og félagslegar afleiðingar þess.

Það sem hann er í raun að segja er að hagvöxtur er einungis hluti af þjóðfélaginu en ekki forsenda þess. Rannsóknir hafa sýnt að ríkidæmi skapar ekki hamingjuna, það eru aðrir þættir s.s. góð heilsa, andleg og líkamleg, gott sjálfstraust, öryggi o.fl. Þessir þættir hanga óneitanlega saman t.d. heilsa og fjárhagur. Allir þessir þættir spila saman á flókinn hátt og mynda það þjóðfélag sem við lifum í. Það má eiginlega segja að hlutverk þingmanna og ráðherra sé að hámarka hamingju þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.

Við verðum samt að fara eftir lögmálum hagfræðinnar m.a. til að hafa sterkan efnahag í landinu en það er einn af (ekki sá eini) grunnþáttum þjóðfélagsins. Hagfræðin byggir samt á stærðfræðilegum módelum framboðar og eftirspurnar. Kirby bendir á að aukin misskipting í þjóðfélaginu komi m.a. fram í aukinni notkun fíkniefna, aukinni tíðni sjálfsvíga og fleira.

Ætli við Íslendingar séum á sömu villigötum og írar? Að við séum svo upptekin af efnahag okkar að öfund og sjálfsýmind meðaljónsins og þeirra verst settu séu farnir að draga úr þjóðfélagslegu heilbrigði okkar.

Okkur hættir við að gleyma því að við lifum ekki í fullkomnum heimi. Það er oftast mikill munur milli heimsins eins og við viljum að hann sé og hvernig hann er. Líf okkar byggist á tilfinningum og við högum okkur samkvæmt því. Það er nú þannig að öðru hverju öfundumst við út í náungann þó að fæsti vilja viðurkenna það. Af hverju eru jú flestir að keppa við nágrannan um efnahagsleg gæði hér á íslandi? Öfund og afprýðisemi er hluti af þjóðfélaginu hvort sem við viljum eða ekki og þingmenn verða að taka tillit til þess þegar efnahagslegar ákvarðanir eru teknar.


Selfoss - KR

Það verður gaman að fylgjast með Selfyssingum taka á móti KR næsta sumar
mbl.is Tekið á móti Selfossliðinu á Ölfusárbrú í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust væl

Alltaf skal einhver væla út af landsleikjum. Það er rétt hjá Jol að það sitja allir nokkurn vegin við sama borð. Flestir í ensku deildinni eru landsliðamenn og það vita stjórarnir þegar þeir ráða þá til liðsins að þeir fá ekki góða menn nema þeir séu einhvers staðar í landsliði. Það mætti halda að landsleikir séu eitthvað sem koma stjórunum á óvart í hvert sinn sem það er landsleikjahrina. Í þessu tilviki ætti Liverpool og Portsmouth að standa jafnfætis gangvart landsleikjum sinna manna.


mbl.is Benítez kvartar yfir landsleikjum en Jol hefur ekki áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ballið er byrjað

Þá er ballið byrjað, hófst formlega með partýinu um helgina. Núna er bara 100% vinna í nýju vinnunni og 100% skóli. Ekkert nema afburðaárangur kemur til greina í vetur á báðum stöðum.

Svo má ekki gleyma að reyna eftir mætti að vera 100% pabbi og eiginmaður þó að það sé mikið að gera. Þá er ég í samningaviðræðum við líkamsræktina og verði vonandi kominn í það líkamlega form sem ég er búinn að reyna af veikum mætti að koma mér í.

Jebbs, ég reikna því miður með því að bloggið komi til með að mæta afgangi á köflum.


Skyldi íslenski birginn hafa eitthvað með gjaldheimtuna að gera

Ég hef starfað við innflutning á vörum til landsins og mér finnst þetta mjög undarlegt og hátt gjald. Ég velti því fyrir mér hvort íslenski birginn  sem flytur inn þessar töskur (sem ég veit ekki hver er)hafi eitthvað með þessa gjaldheimtu að gera til að koma í veg fyrir samkeppni?


mbl.is 8000 krónum skellt ofan á verð á skólatöskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofinn persónuleiki

Ég er búinn að komast að því að ég er með þrjá persónuleika (að minnsta kosti).

Fyrsti persónuleikinn er alger stjórnleysingi þar sem ég hef mikla hneigð til að brjóta allar reglur, mæta seint alls staðar og vera á móti skoðunum annara bara til að vera á móti þeim. Ég breyti alltaf öllum verkferlum þar sem ég er að vinna og þarf að gera hlutina öðruvísi en hinir.

Þessi persónuleiki er sérstaklega ríkjandi á morgnana og þegar yfirmaðurinn minn biður mig um að gera eitthvað.

Persónuleiki nr 2 er andstæða númer 1. Þ.e. hann elskar formfestu og reglur. Þegar persónuleiki 1 er búinn að rústa öllum reglum og verkferlum í vinnunni hjá mér kemur að því að persónuleiki 2 þarf að taka til aftur og koma á röð og reglu á nújan leik. Þessir tveir persónuleikar takast mikið á í vinnunni hjá mér.

Þetta hefur þau áhrif að ég veit eiginlega aldrei hvað ég á að gera í vinnunni, ég er ýmist að brjóta niður hefðir eða byggja þær upp. Þannig hefst ég handa við að gera eitthvað og ef ég er ekki nógu snöggur hætti ég áður en verkið er klárað og því gerist nánast ekki neitt.

Persónuleiki 2 er helst ríkjandi þegar ég hugsa um fjármálin mín. Það er sennilega það eina sem er á hreinu hjá mér.

Þegar ég kem heim eftir vinnu og um helgar er þriðji persónuleikinn ríkjandi. Það er barnalegi persónuleikinn. Þá notfæri ég mér að ég á 4 ára gamlan son sem á fullt af leikföngum. Það er auðvelt að leika sér og bera því við að ég sé með hag barnsins í huga.

Ef ég tek þetta saman lýtur dagurinn svona út:

Ég vakna seint og mæti of seint í vinnuna (persóna 1)

Í vinnunni klára ég ekki neitt (persóna 1+2)

Þegar ég kem heim er fer ég að leika mér með kubba og traktora (persóna 3)


Í dag (4.sept) varð ég 30 ára

1/3 af systkinum mínum (og ein mágkona mín) buðu mér til hamingju með afmælið. Um helmingur vinnufélaga minna sem ég hitti óskuðu mér til hamingju og þetta var bara 2.dagurinn minn í nýrri vinnu. 2 vinir mínir höfðu sérstaklega samband við mig og tveir skrifuðu á heimasíðiuna til að óska mér til hamingju með afmælið. Annar þeirra sem hafði samband er ég ekki búinn að hitta í ca 7 ár. Allir nema einn í tengdafjölskyldunni óskuðu mér til hamingju með afmælið.

Ef ég skoða á móti hverjum ég óska til hamingju með afmælið þá er hlutfallið ca svona síðustu 12 mánuði:

Ég óskaði held ég 7/8 af systkinum mínum til hamingju með afmælið. Ég hringdi í báða foreldra mína og óskaði til hamingju. Ætli ég hafi ekki óskað tveimur vinum mínum til hamingju og þar af engum þeirra sem óskuðu mér til hamingjuCrying Allri tengdafjölskyldunni og einum vinnufélaga óskaði ég til hamingju.

Hlutfallið er því nokkurn veginn það sama svo ætli ég geti ekki verið sáttur við mitt.

Ég þakka samt öllum sem mundu eftir afmælinu mínu kærlega fyrir að muna eftir mérWizard


10 kílómetrarnir

Þá er ég búinn að sanna það. Ég get hlaupið 10km hlaup. Tók þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi í dag og mér tókst að komast í mark.

Ég mætti reyndar í seinna lagi, 10 mínútur fyrir ræsingu en keppnisgögn voru afhent í 10 mínútna fjarlægð frá ræsingarstaðnum. Ég kom því lafmóður á ræsingarstaðinn og þurfti í þokkabót að pissa en ég mátti ekki vera að því og kunni ekki við að míga út í móa umkringdur ca 700 manns. Mér var því mál að míga alla 10 kílómetrana.

Um leið og hlaupið hófst fór ég að finna fyrir eymslum í öðrum fætinum sem entist mér hálfa leiðina. Þá tók hinn fóturinn við og á endanum emjuðu þeir báðir af sársauka. Á endanum neyddist ég til að ganga smá spotta og þá fór hlauparinn fram úr mér sem mér hafði tekist lafmóður að taka fram úr. Á endanum beit ég á jaxlinn og hljóp næstu tvo kílómetra stiku fyrir stiku. Hver stika á þessum tímapunkti var stórsigur og er ég ekki viss um hvað vegfarendur héldu um hlauparann sem fagnaði í sífellu þó með þeim síðustu væri.

Þegar einn kílómetri fór einn eftirlitsmaðurinn að hlaupa á eftir mér. Ég var ekki viss um hvort ég hefði tekið ranga beygju eða hvað fyrr en allt í einu að hann fór að hvetja mig áfram. Sennilega hefur hann ákveðið að hlaupa í skjól því það kom úrhellisrigning og rok beint í fangið á mér. En þessi frábæri maður hvatti mig áfram og þá uppgötvaði ég að ég átti bara nóg eftir. Ég tók endasprettinn samt aðeins of snemma því ég varð bensínlaus þegar það voru 100metrar eftir í mark og fólki hefur líklega haldið að ég hefði svindlað því miðað við hraðann sem ég kom á í mark hefði ég ekki átt að koma fyrr en eftir að dagskráin var búin.

Að lokum kom ég þó í mark hálfgrátandi af sársauka og gleði. Þetta var líklega eins og ég hefði verið að sigra heimsmeistaramótið óvænt. En sigurinn er minn, ég fór alla leið og það er eitthvað sem ég átti nú ekki von á því ég er ekkert búinn að æfa og er 10kg þyngri en ég á að mér að vera.

 Ég þakka Brieti kærlega fyrir að hvetja mig til að taka þátt og öllum sem hvöttu mig áfram meðan á hlaupinu stóð, sérstaklega þeim sem hljóp með mér en ég fékk því miður ekki tækifæri til að þakka honum fyrir á staðnum.


Þá er skólinn byrjaður

Seinni veturinn byrjaði á fimmtudaginn með því að kennarar námsins fóru yfir hvert námskeið fyrir sig og hvaða valfög verða í boði. Ég er afar spenntur fyrir þessum vetri því það eru mörg skemmtileg námskeið s.s. fjármál og vöruþróun.

Í vor verð ég svo vonandi í öðrum árgangi sem útskrifast með meistarapróf í verkefnastjórnun.


Þögn er sama og samþykki

Þetta er svo dæmigert fyrir Bandaríkjamenn. Þeir vilja draga alla fyrir rétt og kenna ávallt öðrum um eigin hrakfarir. En ef þeirra menn gera eitthvað af sér þá er slegin skjaldborg um þá og þeim neitað að tjá sig jafnvel gagnvart réttmætum rannsóknaraðilum. Þetta er einungis eitt dæmi af mörgum og það má alveg lýta á það að neita samherjum sínum um rannsókn á slysi í stríði sé sama og samþykki á sök þeirra.


mbl.is Bandarískir hermenn fá ekki að koma fyrir breska rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband