Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kommúnistinn við völd

Það er ótrúlegt hverslags fasistaríki er Evrópusambandið orðið. Nú má fólk ekki hafa meira en 62 milljónir í árslaun. Það sem er merkilegt við þetta að góður stjórnandi getur skapað fyrirtækjum tugi milljarða í verðmætum með hæfileikum sínum og skorið úr um hvort fyrirtæki fari á hausinn eða ekki.

Ef það á að setja launaþak á forstjóralaun þá er þess virði að skoða hvort það eigi ekki að setja launaþak á fleiri s.s. íþrótta- og tónlistarfólk og að ég tali nú ekki um leikara.

Ég býð bara eftir því hverju þeir vilja stjórna næst. Kannski þeir vilji setja lög um það hvað hver hlutur á að kosta og hversu mikið magn af hverjum hlut maður má kaupa. Ég verð að segja að þetta er farið að minna svolítið á gamlar kommúnistareglur sem ég hélt að flestir væru farnir að sjá að gerðu evrópu ekki gott.


mbl.is ESB ræðst til atlögu við ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsæl frétt

Mest lesna fréttin á visir.is í morgun var með fyrirsögninni "Friðrik söng á hlýrabol í London". Hvað ætli hafi valdið því að þetta var svona vinsæl frétt?

1. Að þetta hafi verið Friðrik að syngja? Ætli allar fréttir af Friðriki að syngja séu svona vinsælar?

2. Að Friðrik hafi verið að syngja í London. Eru allar fréttir af íslendingum að syngja í stórborgum svona vinsælar eða er það bara þegar Friðrik syngur í stórborgum?

3. Eru vinsældirnar vegna þess að Friðrik söng á hlýrabol? Hvað er merkilegt við að einhver syngi á hlýrabol?

Allavega, ég er ekki búinn að lesa fréttina og er sennilega að missa af miklu.


Af hverju að lækka bensínið?

Ég vildi nú frekar sjá lækkaðan skatt á matvöru en eldsneyti þó að hvoru tveggja væri vel þegið.

Matvara er eitthvað sem ALLIR hagnast á í lægra vöruverði en ekki bara þeir sem eiga bíla. Þeir sem eiga minnstan pening eiga væntanlega færri bíla og hlutfall matarnauðsynja er stærra hlutfall af útgjöldum þeirra en annara. Ef við hugsum um heildarhag neytenda hefur lækkun á skattlagningu matvöru meiri bein áhrif á budduna heldur en eldsneytið.

Þess vegna vil ég frekar þurfa að borga eldsneytisskatt heldur en matarskatt.


mbl.is „Alltof harkalegar aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er verra?

Að lifa  nauðug í einangruðu umhverfi eða í umhverfi þar sem allir tala um mann eins og maður sé hlutur en ekki manneskja og maður fær ekki að hafa sín nánustu einkamál í friði.

Er þessum fjölmiðlum ekkert heilagt að grafa svona viðkvæmar persónu upplýsingar og birta um þessa manneskju sem hefur þurft að þola nóg í gegnum ævina. Þetta er líka æðislegt framtak hjá þeim sem lak þessum upplýsingum. Vona að hann/hún hafi fengið nóg borgað fyrir upplýsingarnar svo hann/hún komist í frí á kostnað Kampusch.

Mér kæmi ekki á óvart þó að það hafi læðst að henni hvort það hafi verið mistök að flýja.


mbl.is Uppnám vegna nýrra upplýsinga um Kampusch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama hvað hann segir

Bush er einn af þeim sem framfylgir þeirri framkomu að neita ávallt öllum ásökunum þangað til það sannast að hann hafi ekki sagt rétt frá (og jafnvel eftir það). Þessi pólitíska framkoma hefur aukist verulega hér á landi upp á síðkastið og er einungis til þess fallandi að draga úr trúverðugleika viðkomandi og allra sem í viðkomandi stétt starfa.

Hér á landi eru nokkur dæmi um slíka framkomu þar sem einstaklingar innan núverandi ríkisstjórnar og borgarstjórnar virðast hafa tekið upp þennan ósið að vestan. Ég ætla ekki að nefna nein ummæli heldur leyfa fólki að velja af löngum lista. Það er mér íhugunarefni að margir hafa orðið uppvísir að álíka töktum undanfarið utan pólitískra afla s.s. stjórn HSÍ og forsvarsmenn RÚV sem telja sig vera að vinna að einkamálum í stað þess að hafa tjöldin opin gagnvart landsmönnum.

Það er mér því ómögulegt að taka þessa aðila trúanlega eftir að hafa fengið löngutöng framan í mig þegar á þessa aðila reynir og finnst mér 9% trú almennings á borgarstjórn vera fullkomlega eðlilegt framhald á slíkri framkomu. Ég tel að fólk taki orðum Bush ekki trúanleg að staðaldri þar sem hann er vanur að segja það sem honum hentar hverju sinni og það skipti ekki máli í því samhengi hvar sannleikurinn liggur.


mbl.is „Bandaríkin og Írak öruggari"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli samfylkingin flaggi þessu í umræðunni?

Þvílík einstefna í einni umræðu hef ég sjaldan orðið vitni að. Umræðan um evruna hefur nánast bara verið á eina leið, hún er lausn allra okkar vandamála. Það er í raun umhugsunarvert að "ábyrgur" stjórnmálaflokkur skuli hamra á evru og evrópusambandsaðild en fría sig frá ábyrgri umræðu um kosti og galla þess. Hingað til hef ég einungis heyrt þá gjamma hversu dásamlegt það er. Þetta er kannski dæmigert fyrir stjórnálaumræðuna að þegar einhver er búinn að ákveða eitthvað þá heyrir maður bara eina hlið á málinu og hin hliðin er þögguð niður. Hvert tækifæri er notað til að réttlæta skoðun sína og Sigurður Kári var t.a.m. fljótur að notfæra sér nýja sunnlenska bjórinn sínu máli til framdráttar hér.

Það er nú svo komið að ég hef enga ástæðu til að hlusta alvarlega á stjórnmálamenn því ég veit að ég fæ einungis einhliða áróður en ekki hlutlausa umræðu. Meira að segja þáttastjórnendur RÚV taka þátt í þessu rugli eins og Bjarni Harðar bendir á hér. Traust mitt á fjölmiðla og stjórnmálamenn hefur því miður minnkað svo mikið að það er nánast ekki neitt. Þar sem ég hef sjaldnast þann fræðilega bakgrunn til að meta málefnin út frá hlutleysi þá get ég ekki annað en skellt skollaeyrum gagnvart pólitísku gjammi og stillt sjónvarpið á Skjá 1.


mbl.is Írskir bankar þjóðnýttir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með hin 1.200 börnin sem eru á biðlista

Samkvæmt frétt á visir.is sem er hægt að nálgast hér eru um 1.200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi. Samkvæmt þessum tveimur fréttum ætlar núverandi meirihluti að fjölga leikskólaplássum um 50 umfram fjölgun barna á næstu þremur árum. Þerra geislabaugur byggist því á að fækka á biðlistanum úr 1.200 börnum í 1.150.

Reykvíkingar hljóta að vera hoppandi ánægðir með þessa stefnu. Skilaboðin eru einfaldlega þau að fólk eigi ekki að eignast fleiri börn nema það vilji sitja heima og fá 13þús krónur í bætur fyrir. Það barn sem kemur undir í dag kemst á leikskólaaldur á líftíma þessarar áætlunar. Reykvíkingar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að hátta.

Af hverju gengur borgarmeirihlutinn ekki bara alla leið og dreifir smokkum og pillum til að fækka barneignum, það væri sennilega ódýrasta leiðin hjá þeim.


mbl.is Horfur á að færri börn verði í nýjum hverfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur & Gísli Marteinn

Ég vænti þess að Össur viti betur en ég hvað gerist bakvið tjöldin þar sem hann lifir og hrærist í pólitíkinni. Mér þætti djarft af honum að skrifa umdeildan pistil sinn ef hann hefur ekkert fyrir sér í þessu máli. Eflaust hefur hann átt erfitt með að sofa en ég hef enga ástæðu til að ætla að hann sé lyginn.

Þarna er ég sammála

Mér er það óskiljanlegt að vesturveldin með BNA í broddi fylkingar séu stanslaust að gagnrýna Pakistan fyrir linkind gegn ofsatrúarmönnum. Málið er að í Pakistan er ein helsta uppspretta öfgahyggju og það er meira en að segja það að berjast við slikt ástand. Á viku hverri heyrast fréttir af bardögum milli hersins og öfgamanna. Það er rétt hjá Musharraf að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir evrópu og BNA ef stríðið í Pakistan tapast. Það þarf ekki annað en að setja smá tenginu við það hvernig ástandið í Afganistan var þegar árásin var gerð á tvíburaturnana 2001 til að skilja afleiðingarnar. Ekki geri ég ráð fyrir að BNA vilji slíkt þjóðfélagsástand í Pakistan.

Þá er mér spurn yfir því hvort Pakistan sé undir það búið að búa við lýðræði. Það gæti alveg eins farið þannig að öfgamenn kæmust til valda eins og gerðist í Palestínu. Hvað ætlar BNA að gera þá? Að mínu mati ættu vestuveldin frekar að reyna að hjálpa til að vinna gegn öfgahreyfingum fremur að ýta undir þau. Sjálfir hafa Bandaríkjamenn ekki náð neitt sérstökum árangri gegn öfgamönnum í Írak þannig að þangað til ættu þeir að segja minna og gera meira.


mbl.is Musharraf aðvarar Vesturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverslags forsætisráðherra erum við með?

Hann er svo ótrúlega upptekinn af því að styggja ekki nokkurn mann að það eina sem maður heyrir frá honum er setningar eins og að hitt og þetta sé gott eða slæmt, farið varlega, haldið ró ykkar, allir saman nú og eitthvað álíka.

Ég persónulega finnst Geir einfaldlega vera hættur að heilla mig og hættur að hneyksla mig nema fyrir það eitt að maður er hættur að heyra nokkurn skapaðan hlut nema hann sé á svo jafn almennum nótum og stefnumótunarplagg nýja meirhlutans í borginni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband