Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.3.2009 | 20:56
Til hvers erum við að þessu
Um Nýja Ísland ganga fortíðardraugar hrunsins. Ég velti því fyrir mér hvað aðilar sem voru í forystu íslenskra stjórnmála eru að vilja í áframhaldandi forystu. Kannski lýsir það einhvers konar innra sálfræðistríði eða hræðslu við að verða dæmdur að þau hjakka í sama farinu áfram þjóðinni til mikillar ánægju eða þannig.
Varaformaður sjálfstæðisflokksins læðist nú með veggjum framhjá fjölmiðlum í von um að enginn taki eftir henni og stefnir þannig á 1.sætið í kraganum.
Framsóknarmenn eru jafn heimskir og áður, berjast banaspjótum sín á milli og nota til þess aðgerðir til að útiloka frjálsar kosningar innan flokksins. Eru fastir á Sturlungaöld sem endaði undir Noregskonungi.
Ingibjörg Sólrún er búinn að gleyma fyrir löngu fyrir hvað jafnaðarmannaflokkur stendur. Þar eru ekki bræðravíg en enn minna lýðræði en í Framókn. Ingibjörg bara ræður. Hún ætti kannski að skjóta minna á Davíð Oddson, þau eru líkari en hún heldur.
Þetta er nú ekki til þess að blása manni nýja von í hjarta.
Fréttaskýring: Prófkjörskjálftinn í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2009 | 15:39
Á Ísland að vera eitt kjördæmi
Á Íslandi ríkir ráðherraræði á kostnað þingræðis. Það eru því ráðherrarnir sem setja leikreglurnar í stað alþingis. Það staðfestir fjöldi samþykktra frumvarpa sem koma frá ráðherrum.
Í kosningum eru þessir aðilar sem verða ráðherrar yfirleitt efstir á listum flokkanna. Eftir því sem fleiri þingmenn eru í hverju kjördæmi fjarlægjast kjósendur þá sem eru ráðherraefni flokksins þ.s. þeir eru með örugg þingsæti. Í mínu kjördæmi, Reykjavík Norður þurfa stærstu flokkarnir væntanlega að fara niður fyrir 5% til að ráðherraefni þeirra lista detti út af þingi en ég sé það ekki gerast hjá stærstu flokkunum Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Ég er því ekki að kjósa um þá sem stjórna landinu í raun heldur óbreytta þingmenn sem sitja eins og unglingar á kassa í stórmarkaði og afgreiða þegjandi og hljóðalaust það sem fyrir þau er lagt.
Ég legg því til að fjölga eigi kjördæmunum í staðinn fyrir að fækka þeim.
20.1.2009 | 13:18
Formaður VR
Er þetta svona fólk sem fólkið vill í stjórn VR? Takið eftir því hverjir vour í lánanefndinni.
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 15:17
Innbyggður galli í stjórnkerfinu
12.12.2008 | 10:20
Flokkadrættir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 11:06
Hvernig hefði hún átt að getað klúðrað ræðunni
Sérfræðingar repúblikaflokksins eru búnir að liggja yfir þessari ræðu svo hún verði alveg skotheld. Eina sem hún þurfti að gera var að æfa sig fyrir framan spegilinn og setja á sig varalit um morguninn. Ég reikna með að hún sé búin að taka Dale Carnegie og fá leiðsögn hjá JCI í framkomu og ræðumennsku þannig að hún hefði verið algjörlega óhæf ef þetta hefði ekki tekist þokkalega.
Það er naumast að tilfinningarnar flæða eftir þessa ræðu, sem þótti samt ekki glæsileg, að þarna er bara risin stjarna á einni nóttu og McCain kominn með annan fótinn í Hvíta húsið.
Palin fær góða einkunn fyrir ræðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2008 | 16:27
Ekki samkvæmir sjálfum sér
Málflutningur rússa er mjög misjafn eftir því hvaða hagsmuni þeira eiga að gæta. Næsta hérað við Ossetíu er einmitt Tétjénía sem Rússar lögðu í rúst eftir skilnaðarkröfu þeirra frá Rússlandi. Núna e hérað að berjast um aðskilnað frá Georgíu og Rússar aðstoða nú aðskilnaðarsinnana. Þeir eru sem sagt á móti aðskilnaði héraða frá Rússlandi en aðstoða aðra við að skilja sig frá nágrannaríkjum.
Rússar og Georgíumenn berjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2008 | 13:49
Má hvað sem er 17.júní?
Hátíðin 17.júní erum við að fagna og minna okkur á sjálfstæði okkar sem þjóðar og rétt borgaranna til að neyta atkvæðis okkar um stjórn landsins. Dagurinn er því ekki hátíð stjórnmálamanna, hagsmunahópa eða verkalýðsfulltrúa heldur þjóðarinnar allrar, smárra sem stórra.
Ekki ætla ég að gera lítið úr rétti fólks til að mótmæla en ég er hugsi yfir því hvort við berum orðið svo litla virðingu fyrir sjálfum okkur að við gleymum því sem við höfum. Svífumst við einskis í hagsmunapoti okkar að við erum tilbúin að skemma gleðina fyrir öðrum á hátíðisdögum. Mun sá tími kannski koma að við sjáum Svarthöfða ganga í kirkju á sjálfum jólunum til þess að gera grín að friðarboðskapnum? Lítum við kannski ekki á 17.júní sem sigur þjóðar og lýðs. Er óþarfi að minnast þess þegar þjóðin sigraði heiminn og við urðum svo gæfuleg að hlotnast lýðræði?
Mér finnst þessi skrípalæti á þessum helga dag þjóðarinnar vanhelga þann áfanga sem forfeður okkar börðust fyrir og náðu en stærstur hluti mannkyns fer á mis við.
Meintum mannréttindabrotum mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2008 | 09:08
Allt saman til sölu
Betra en fara í felur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2008 | 12:24
Meiri hætta
Þetta frumvarp ótrúlega afturför enda hafa íslendingar blessunarlega verið lausir við ýmsa lífshættulega sjúkdóma úr landbúnaðarafurðum sínum s.s. tríkínur (sem er lífshættulegt sníkjudýr), klaufaveiki og svínapest. Ég ætla líka að minna á að reglulega koma upp fuglaflensutilvik í evrópu. Eftirlit með hráefni til landbúnaðarframleiðslu og heilbrigði íslensks landbúnaðar er gríðarlegt og hefur gert okkur kleift að vera áhyggjulaus þegar við setjum kjúkling og svínakjöt á grillið. Þetta hefur tekist m.a. vegna þess að innflutningur á hráu kjöti hefur ekki verið leyfður.
Halldór Runólfsson segir að það séu ekki miklar líkur á aukinni hættu heilsufari íslendinga. Auðvitað er aukin hætta á sjúkdómum. Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað við erum heppin að vera laus við þessa sjúkdóma.
Dýraheilbrigðiskerfið hjá ESB er heldur ekki eins saklaust og það vill vera að láta. Fuglaflensutilvik koma upp reglulega, salmonella er stórt vandamál og hafa sérfróðir evrópumenn varla trúað því þeim árangri sem íslendingar hafa náð í þeim efnum og láta sig ekki einu sinni dreyma um slíkan árangur. Þá minntist ég á sníkjudýrið tríkínur sem getur leitt fólk til dauða. Það ættu allir að muna eftir gin og klaufaveikinni sem tröllreið Bretlandseyjum fyrir nokkrum árum. Gin og klaufaveiki kemur upp reglulega um alla evrópu en ekki er vitað til að slíkur sjúkdómur hafi nokkurn tíman borist til Íslands. Fyrir utan að vera bráðsmitandi og myndi væntanlega leggja íslenskan landbúnað á hliðina þá smitast bæði rottur og hreindýr. Viðbrögð breta við þessum sjúkdómi segir allt sem segja þarf hversu alvarlegt það er þegar sjúkdómnum verður vart og hversu erfitt er að komast fyrir hann.
Þá er ég minnugur umfjöllun sem ég las um landbúnaðarmafíuna sem er kennd við Belgíu og þegar eftirlitsmaður landbúnaðarins var einfaldlega drepinn þegar taka átti á eftirliti með ákveðnum svæðum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið álit á dýraheilbrigðismálum evrópusambandsins einfaldlega af því að þar grassera sjúkdómar sem við Íslendingar erum blessunarlega laus við og ég vona að við verðum áfram laus við.
Vill að frumvarpið verði fellt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |