Ætli samfylkingin flaggi þessu í umræðunni?

Þvílík einstefna í einni umræðu hef ég sjaldan orðið vitni að. Umræðan um evruna hefur nánast bara verið á eina leið, hún er lausn allra okkar vandamála. Það er í raun umhugsunarvert að "ábyrgur" stjórnmálaflokkur skuli hamra á evru og evrópusambandsaðild en fría sig frá ábyrgri umræðu um kosti og galla þess. Hingað til hef ég einungis heyrt þá gjamma hversu dásamlegt það er. Þetta er kannski dæmigert fyrir stjórnálaumræðuna að þegar einhver er búinn að ákveða eitthvað þá heyrir maður bara eina hlið á málinu og hin hliðin er þögguð niður. Hvert tækifæri er notað til að réttlæta skoðun sína og Sigurður Kári var t.a.m. fljótur að notfæra sér nýja sunnlenska bjórinn sínu máli til framdráttar hér.

Það er nú svo komið að ég hef enga ástæðu til að hlusta alvarlega á stjórnmálamenn því ég veit að ég fæ einungis einhliða áróður en ekki hlutlausa umræðu. Meira að segja þáttastjórnendur RÚV taka þátt í þessu rugli eins og Bjarni Harðar bendir á hér. Traust mitt á fjölmiðla og stjórnmálamenn hefur því miður minnkað svo mikið að það er nánast ekki neitt. Þar sem ég hef sjaldnast þann fræðilega bakgrunn til að meta málefnin út frá hlutleysi þá get ég ekki annað en skellt skollaeyrum gagnvart pólitísku gjammi og stillt sjónvarpið á Skjá 1.


mbl.is Írskir bankar þjóðnýttir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband