Kommúnistinn við völd

Það er ótrúlegt hverslags fasistaríki er Evrópusambandið orðið. Nú má fólk ekki hafa meira en 62 milljónir í árslaun. Það sem er merkilegt við þetta að góður stjórnandi getur skapað fyrirtækjum tugi milljarða í verðmætum með hæfileikum sínum og skorið úr um hvort fyrirtæki fari á hausinn eða ekki.

Ef það á að setja launaþak á forstjóralaun þá er þess virði að skoða hvort það eigi ekki að setja launaþak á fleiri s.s. íþrótta- og tónlistarfólk og að ég tali nú ekki um leikara.

Ég býð bara eftir því hverju þeir vilja stjórna næst. Kannski þeir vilji setja lög um það hvað hver hlutur á að kosta og hversu mikið magn af hverjum hlut maður má kaupa. Ég verð að segja að þetta er farið að minna svolítið á gamlar kommúnistareglur sem ég hélt að flestir væru farnir að sjá að gerðu evrópu ekki gott.


mbl.is ESB ræðst til atlögu við ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: braveheart

Þetta er bara alveg kórrétt hjá þér.  Þetta evrópusambandsbákn er farið að vera til vandræða.  Það er of mikill miðstýringarbragur á þessu apparati.  Það má segja að kommunisminn sé að endurfæðast í evrópusambandinu.  Það þarf að gjörbreyta pólitík evrópusambandsins til þess að virkni svona unita verði fólki og frelsi þess til bóta.  Þetta er stórhættuleg þróun sem á sér stað hjá sambandinu um þessar mundir.  Það er vonandi að Evrópa vakni af þessum óværa draumi sem evrópusambandið er.

braveheart, 14.5.2008 kl. 19:47

2 identicon

Ef þú lest fréttina vel þá sérð þú að þeir hafa ruglast á evrum og krónum, þeir tala um hálfan miljarð evra eða 62 milljónir króna þegar þetta á að vera öfugt, 62 milljónir evra er nefnilega hálfur miljarður. Reyndar eru 62 milljónir evra 768 milljónir ísk.

Það getur verið mjög erfitt að réttlæta það að maður fái hálfan milljarð í laun, held að þeir séu ekki margir sem eiga það skilið sem fá svona há laun.Kannski einn eða tveir í evrópu á ári.

Svo er þetta orðið þannig að stórir hluthafar eru að ráða vini sína sem forstjóra og eru að borga þeim himinhá laun og kemur það mest niður á minni hluthöfum, við þekkjum þetta frá Íslandi. Á síðasta ári voru t.d. mörg dæmi þess að menn væru að fá fáránlegar upphæðir(milljarða) í bónusgreiðslur á meðan fyrirtækin þeirra voru að skila tapi.  

Ég er hlynntur því að menn fái vel borgað fyrir vinnuna sína og enn betur ef þeir standa sig vel en undanfarin ár hefur þetta verið vitleysa hvernig laun forstjóra(sérstaklega í fjármálageiranum) eru metin og bónusgreiðslur, það sér það heilvita maður og mér finnst allt í lagi að sporna við þessari þróun.

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég get tekið undir með þér að þessar upphæðir sem við höfum séð undanfarið hafa stundum setið í manni og hægt að tala um ákveðnar öfgar.

Tek líka undir með þér að bónusgreiðslur eru ekki bónusgreiðslur nema um bónusgreiðslur er að ræða þ.e. að hann tengist árangri fyrirtækisins.

Ef þetta er rétt með ruglinginn þá breytir það fréttinni töluvert enda er hitt afar ótrúlegt.

Steinn Hafliðason, 14.5.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband