Hverjum er ekki sama hvað hann segir

Bush er einn af þeim sem framfylgir þeirri framkomu að neita ávallt öllum ásökunum þangað til það sannast að hann hafi ekki sagt rétt frá (og jafnvel eftir það). Þessi pólitíska framkoma hefur aukist verulega hér á landi upp á síðkastið og er einungis til þess fallandi að draga úr trúverðugleika viðkomandi og allra sem í viðkomandi stétt starfa.

Hér á landi eru nokkur dæmi um slíka framkomu þar sem einstaklingar innan núverandi ríkisstjórnar og borgarstjórnar virðast hafa tekið upp þennan ósið að vestan. Ég ætla ekki að nefna nein ummæli heldur leyfa fólki að velja af löngum lista. Það er mér íhugunarefni að margir hafa orðið uppvísir að álíka töktum undanfarið utan pólitískra afla s.s. stjórn HSÍ og forsvarsmenn RÚV sem telja sig vera að vinna að einkamálum í stað þess að hafa tjöldin opin gagnvart landsmönnum.

Það er mér því ómögulegt að taka þessa aðila trúanlega eftir að hafa fengið löngutöng framan í mig þegar á þessa aðila reynir og finnst mér 9% trú almennings á borgarstjórn vera fullkomlega eðlilegt framhald á slíkri framkomu. Ég tel að fólk taki orðum Bush ekki trúanleg að staðaldri þar sem hann er vanur að segja það sem honum hentar hverju sinni og það skipti ekki máli í því samhengi hvar sannleikurinn liggur.


mbl.is „Bandaríkin og Írak öruggari"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er líka ekki satt sem hann segir, skrifaði um þetta hér http://nanna.blog.is/blog/nanna/entry/479434

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband