Meiri hætta

Þetta frumvarp ótrúlega afturför enda hafa íslendingar blessunarlega verið lausir við ýmsa lífshættulega sjúkdóma úr landbúnaðarafurðum sínum s.s. tríkínur (sem er lífshættulegt sníkjudýr), klaufaveiki og svínapest. Ég ætla líka að minna á að reglulega koma upp fuglaflensutilvik í evrópu. Eftirlit með hráefni til landbúnaðarframleiðslu og heilbrigði íslensks landbúnaðar er gríðarlegt og hefur gert okkur kleift að vera áhyggjulaus þegar við setjum kjúkling og svínakjöt á grillið. Þetta hefur tekist m.a. vegna þess að innflutningur á hráu kjöti hefur ekki verið leyfður.

Halldór Runólfsson segir að það séu ekki miklar líkur á aukinni hættu heilsufari íslendinga. Auðvitað er aukin hætta á sjúkdómum. Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað við erum heppin að vera laus við þessa sjúkdóma.

Dýraheilbrigðiskerfið hjá ESB er heldur ekki eins saklaust og það vill vera að láta. Fuglaflensutilvik koma upp reglulega, salmonella er stórt vandamál og hafa sérfróðir evrópumenn varla trúað því þeim árangri sem íslendingar hafa náð í þeim efnum og láta sig ekki einu sinni dreyma um slíkan árangur. Þá minntist ég á sníkjudýrið tríkínur sem getur leitt fólk til dauða. Það ættu allir að muna eftir gin og klaufaveikinni sem tröllreið Bretlandseyjum fyrir nokkrum árum. Gin og klaufaveiki kemur upp reglulega um alla evrópu en ekki er vitað til að slíkur sjúkdómur hafi nokkurn tíman borist til Íslands. Fyrir utan að vera bráðsmitandi og myndi væntanlega leggja íslenskan landbúnað á hliðina þá smitast bæði rottur og hreindýr. Viðbrögð breta við þessum sjúkdómi segir allt sem segja þarf hversu alvarlegt það er þegar sjúkdómnum verður vart og hversu erfitt er að komast fyrir hann.

Þá er ég minnugur umfjöllun sem ég las um landbúnaðarmafíuna sem er kennd við Belgíu og þegar eftirlitsmaður landbúnaðarins var einfaldlega drepinn þegar taka átti á eftirliti með ákveðnum svæðum.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið álit á dýraheilbrigðismálum evrópusambandsins einfaldlega af því að þar grassera sjúkdómar sem við Íslendingar erum blessunarlega laus við og ég vona að við verðum áfram laus við.


mbl.is Vill að frumvarpið verði fellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Góð færsla.  Alveg sammála..

Skákfélagið Goðinn, 16.5.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband