Á Ísland að vera eitt kjördæmi

Á Íslandi ríkir ráðherraræði á kostnað þingræðis. Það eru því ráðherrarnir sem setja leikreglurnar í stað alþingis. Það staðfestir fjöldi samþykktra frumvarpa sem koma frá ráðherrum.

Í kosningum eru þessir aðilar sem verða ráðherrar yfirleitt efstir á listum flokkanna. Eftir því sem fleiri þingmenn eru í hverju kjördæmi fjarlægjast kjósendur þá sem eru ráðherraefni flokksins þ.s. þeir eru með “örugg” þingsæti. Í mínu kjördæmi, Reykjavík Norður þurfa stærstu flokkarnir væntanlega að fara niður fyrir 5% til að ráðherraefni þeirra lista detti út af þingi en ég sé það ekki gerast hjá stærstu flokkunum Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Ég er því ekki að kjósa um þá sem stjórna landinu í raun heldur óbreytta þingmenn sem sitja eins og unglingar á kassa í stórmarkaði og afgreiða þegjandi og hljóðalaust það sem fyrir þau er lagt.

Ég legg því til að fjölga eigi kjördæmunum í staðinn fyrir að fækka þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband