Má hvað sem er 17.júní?

Hátíðin 17.júní erum við að fagna og minna okkur á sjálfstæði okkar sem þjóðar og rétt borgaranna til að neyta atkvæðis okkar um stjórn landsins. Dagurinn er því ekki hátíð stjórnmálamanna, hagsmunahópa eða verkalýðsfulltrúa heldur þjóðarinnar allrar, smárra sem stórra.

Ekki ætla ég að gera lítið úr rétti fólks til að mótmæla en ég er hugsi yfir því hvort við berum orðið svo litla virðingu fyrir sjálfum okkur að við gleymum því sem við höfum. Svífumst við einskis í hagsmunapoti okkar að við erum tilbúin að skemma gleðina fyrir öðrum á hátíðisdögum. Mun sá tími kannski koma að við sjáum Svarthöfða ganga í kirkju á sjálfum jólunum til þess að gera grín að friðarboðskapnum? Lítum við kannski ekki á 17.júní sem sigur þjóðar og lýðs. Er óþarfi að minnast þess þegar þjóðin sigraði heiminn og við urðum svo gæfuleg að hlotnast lýðræði?

Mér finnst þessi skrípalæti á þessum helga dag þjóðarinnar vanhelga þann áfanga sem forfeður okkar börðust fyrir og náðu en stærstur hluti mannkyns fer á mis við.


mbl.is Meintum mannréttindabrotum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég myndi nú fremur hafa áhyggjur af ríkisstjórn sem sendir siðblint og hrokafullt svar til Mannréttindanefndar SÞ en kurteislegum mótmælum manna sem brotið hefur verið á.

Sigurjón Þórðarson, 18.6.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég tek undir með þér Sigurjón með áhyggjur af ríkisstjórninni en þökk sé lýðræðinu fáum við að kjósa um ríkisstjórnina í næstu kosningum.

Steinn Hafliðason, 18.6.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband