Færsluflokkur: Bloggar
2.2.2008 | 08:42
Léleg afsökun
Það þarf ekki mikla kunnáttu til að gera sér grein fyrir að þú þarft að borga af lánunum þínum. Þetta kallast agaleysi í mörgum tilvikum.
Auðvitað kemur það fyrri og ég þekki dæmi þess þar sem áföll og veikindi, breyttar aðstæður o.s.frv. hafa farið illa með fjárhag heimilins en það fellur væntanlega ekki undir vankunnáttu.
Það að spenna bogann eins hátt og hægt er að komast er einfaldlega ekki skynsamlegt. Þá gæti einhver sagt að það sé bara ekki hægt að kaupa sér íbúð í dag án þess að spenna bogann. Rétt er það að íbúðir eru dýrar. En það hefur alltaf verið erfitt að byrja að búa ég þekki það alveg sjálfur af eigin raun. En það er alltaf til ódýrari íbúðir á markaðnum en almennt verð segir til um. Það að eyða góðum tíma í að leyta að ódýrari íbúð getur orðið langbesta tímakaup sem viðkomandi getur nokkurn tíman fengið um ævina. Félagi minn eyddi 3 mánuðum í að kaupa sér íbúð og sparaði sér 3 milljónir með því að finna á endanum ódýrari íbúð. Hann hefur þannig verið að spara sér 1 milljón á mánuði sem er ágætis launauppbót.
Ein af ástæðunum fyrir því að íbúðarverð hefur hækkað svona er að fólk tekur verðinu eins og það sé óhagganlegur sannleikur. Í staðinn fyrir að bjóða lægra verð en því er boðið og halda áfram að leyta er einfaldlega borgað uppsett verð. Það að fá ekki samþykkt tilboð í einhverja íbúð þýðir ekki að maður sé að missa eitthvað. Maður heldur bara áfram að finna góða íbúð sem er verðlögð undir meðalverði markaðarins. Ekki skemmtileg vinna en hún er mjög vel borguð.
![]() |
Með marga tugi milljóna á bakinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2008 | 01:25
Sorry ég trúi þér ekki...
...þú hefur orðið svo oft uppvís að lygi að það er ekki hægt að trúa einu orði sem þú segir. Synd, þú hefur eflaust einhvern tíman rétt fyrir þér, leitt að vita ekki hvenær.
![]() |
Bush segir fjölgun í hernum í Írak hafa borið árangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2008 | 19:06
Góð grein
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2008 | 15:02
Hrópandi mótsögn
![]() |
Vesturveldin hvött til undirbúnings kjarnorkuárása |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.1.2008 | 16:38
Enda er geðvonska og leti allsráðandi
Ég held að þetta sé rétt.
- Kíkti á heimabankann og eyddi nánast því sem ég á eftir fyrir þennan mánuð
- Vaknaði klukkan þrjú í nótt og gat ekki sofnað aftur
- Letin er að drepa mig og ég nenni alls ekki á æfingu á eftir
- Hlutabréfin og krónan hrundu sem aldrei fyrr
- Veðurfréttirnar eru leiðinlegar
- Ég er í þunglyndi út af handboltaliðinu okkar
- Ég sagði kennaranum mínum til syndanna í tölvupósti (sem maður á ALDREI að gera)
- Það var keyrt á bílinn minn
En sem betur fer er þetta svona "venjuleg" leiðindi. Ekkert sem lagast ekki með góðri tónlist eða góðum félagsskap
![]() |
Versti dagur ársins í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2008 | 00:36
Geðvonska
Ég er svo geðvondur núna að hálfa væri nóg af eftirfarandi ástæðum:
- Ég sé fram á að fara ekki á íþróttaæfingu á morgun.
- Ég er ekki búinn að sofa nægilea í vikunni.
- Ég fann villu í vinnunni minni sem er óþolandi
- Ég borðaði yfir mig í hádeginu (eins gott að maturinn var góður)
- Ég náði ekki að klára vinnuna mína áður en ég fór í skólann
- Ég stalst til að fá mér ís þegar ég ætlaði ALLS EKKI AÐ BORÐA NEITT ÓHOLLT
- Skólinn var afspyrnu tilgangslaus og leiðinlegur í kvöld. Jafnan er hann mjög vandaður og ég læri mjög mikið í honum.
- Horfið á svía mala íslendinga í handbolta í hundraðasta sinn
- Var með störu eftir leikinn og horfið á eitthvað leiðinlegt sem ég veit ekki hvað var
- Ég er ekki farinn að sofa
- Mér leiðist að skafa snjó af bílnum
- Tímaáætlunin breyttist í vor í skólanum og eyðileggur utanlandsferðarplanið mitt í vor
- Ég náði ekki að lesa nægilega mikið fyrir morgundaginn
- Pítan mín rifnaði og innihaldið lak á gólfið yfir svíaleiknum
- Mér finnst heimurinn vera bjánalegur
- Mig langar í nammi og kók
- Stundum er ég bara geðvondur af engri ástæðu
Af þessum ástæðum er ég búinn að skammast, nöldra, snúa út úr og bulla út um allan bloggheim í geðvonskunni. Ef ykkur finnst ég hafa verið ósanngjarn megið þið velja eina af ástæðunum hér að ofan sem ykkur finnst best viðeigandi til að afsaka skrifin mín hjá ykkur eða ef bloggið mitt ofbýður ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2008 | 23:51
Aldrei fundist jólasveinninn skemmtilegur
Einhverjir gaurar sem láta eins og fífl. Eins og það að haga sér eins og nógu mikill vitleysingur sé eitthvað fyndið. Svo eru einmitt sumir krakkar einfaldlega hræddir við þá. Ég hef reyndar aldrei verið það en ég hef séð krakka umturnast af hræðslu. Botninn tók úr þegar ég fór á selfoss á þrettándanum fyrir nokkrum árum og sá þessa bjána vera hangandi utaná bílum og hagandi sé eins og maður væri í einhverjum apabæ.
Þeim til varnar verð ég þó að taka fram að á jólaskemmtuninni í vinnunni núna um jólin komu mjög sniðugir jólasveinar. Þeir voru greinilega búnir að æfa sig og voru með skemmtiatriði og fengu krakkana og fullorðna alveg með sér. Sýndu töfrabrögð, sungu og sögðu brandara. Ég var mjög ánægður með þá. En ég er ekki ánægður með jólasveina þar sem aðalskemmtunin er að vera nógu vitlaus og klunnalegur.
![]() |
Börn eru hrædd við trúða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2008 | 15:01
Hverju skiptir það?
![]() |
Chelsea sektað um rúmar 5 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2008 | 22:57
Það eru auðvelt að lofa...
![]() |
Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 20:27
Hefðum ekki átt að ráðast á Írak
Ætli einhver eftirmaður Bush eigi ekki eftir að láta þetta út úr sér opinberlega til að leiðrétta mistök hans.
![]() |
Áttum að sprengja Auschwitz |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)