Færsluflokkur: Bloggar

Hamingjusamari pabbar

Og pabbar eru örugglega hamingjusamari ef þeir umgangast börnin sín.
mbl.is Pabbar auka hamingjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þversögn

Þeir geta reiknað nákvæmlega út geimferð til mars og þeir geta reiknað nákvæmlega út hvenær það veðrur aftur sólmyrkvi. En þeir geta ekki reiknað út hvar gervitunglið kemur inn í gufuhvolfið...EN þeir geta reiknað út hvar á að skjóta það svo brakið lendi í sjónum.

Þetta hljómar þversagnarkennt fyrir mér og mestu áhyggjurnar hjá þeim er að hann lendi á eldsneytisleiðslum en ekki á íbúðabyggð, flugeldaverksmiðju, flugvél eða kjarnorkuveri.

Kannski eru þeir að spila á afsökun til að prófa eldflaugakerfið hjá sér (eins og Rússar halda fram).


mbl.is Reyna að skjóta niður stjórnlaust gervitungl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilistækin

Mikið er gott að hafa vinnufólk út um allt hús. Vinnufólk sem þvær þvott, vaskar upp og þurrkar. Það er dásamlegt að heyra hljóðin í heimilistækjunum vinna meðan maður getur bara hallað sér aftur og horftu upp í loftið.

Sveitin

Stundum finn ég fyrir leiða eftir að hafa átt samskipti við vini mína sem eru bændur. Leiða vegna þess að ég er alinn upp á bóndabæ og hafði mjög gaman af búskapnum. Það fór þó ekki þannig að ég gerðist bóndi, ég tók meðvitaða ákvörðun um það sjálfur á sínum tíma. En engu að síður þá hugsa ég oft um það núna hvernig lífið væri ef ég hefði látið slag standa. Ég hugsa oft um föður minn sem unni búskapnum svo mikið. Þar sem það var enginn til að taka við er núna búið að selja kvótann og skepnurnar.

kyrÞað verður aldrei eins því dýrin og náttúran er órjúfanlegur hluti æsku minnar. Núna horfi ég á vini mína taka við búum foreldra sinna og ég öfunda þau öll í hvert skipti sem ég hugsa til þess. Ég sakna þess að bóndast í sveitinni.


Ekki gott að gleyma leyniorðinu

...eða fjarstýringunni þegar á þarf að halda.
mbl.is Fjarstýrðar sáðfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er góð breyting

Það að breyta tekjuviðmiðinu þannig að það sé miðað við ákveðinn mánaðarfjölda í stað tekjuára og því ljúki 6 mánuðum fyrir fæðingu barnsins er mjög gott mál.

Margar konur hafa þurft að minnka verulega og jafnvel hætta að vinna löngu fyrir fæðingu barns síns. Ef þannig hefur háttað til og barnið fæðist síðan rétt eftir áramót hefur móðirin misst úr marga mánuði í tekjum sem er tekið inn í fæðíngarorlofsútreikningana. Þessar mæður hafa þannig misst verulegar tekjur við að taka sér fæðingarorlof.


mbl.is Leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I love it

Hvað er betra en rok og rigning að vetri tilCool
mbl.is Stormi og mikilli rigningu spáð seint í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andsettnir mótmælendur

Búinn að heyra alls konar sunnudagssiðmenningarblogg gegn mótmælendunum í Ráðhúsinu fyrir nokkrum vikum. Margir af prúðasta fólki landsins rassskelltu mótmælendurna með bloggvendi sínum, þvoði það svo upp úr siðvendisuppskriftum og predikaði svo yfir þeim um að haga sér vel og virða lýðræðið.

Ætli þau hafi kannski verið andsetin?


mbl.is Andsetnir nemendur í Úganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolludagurinn...

...er einn af fáránlegustu dögum ársins. Þá hamast fólk við að setja ofaní sig ógeðslega óhollan mat sem er gerður úr smjörlíki, eggjum og rjóma. Síðan smjattar fólk á þessum viðbjóði með rjóma og glassúr út um allt andlit.

Ég hef óbeit á svona átdögum. Ég er hvorki með lystarstol né heldur þjáist ég af offitu og hef aldrei gert. Hins vegar vekur þetta upp í mér hroll yfir þeirri ofboðslegu ofneyslu sem hinn vestræni heimur þjáist afSick

P.s. Sorry ef ég hef eyðilagt daginn fyrir einhverjum, ég vil alveg leyfa þeim að njóta sem vilja.


Stundum...

...er einfaldlega gott að setja á sig heyrnartólin, slaka á upp í sófa og hækka í botn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband