Geðvonska

Ég er svo geðvondur núna að hálfa væri nóg af eftirfarandi ástæðum:Angry

  • Ég sé fram á að fara ekki á íþróttaæfingu á morgun.
  • Ég er ekki búinn að sofa nægilea í vikunni.
  • Ég fann villu í vinnunni minni sem er óþolandi
  • Ég borðaði yfir mig í hádeginu (eins gott að maturinn var góður)
  • Ég náði ekki að klára vinnuna mína áður en ég fór í skólann
  • Ég stalst til að fá mér ís þegar ég ætlaði ALLS EKKI AÐ BORÐA NEITT ÓHOLLT
  • Skólinn var afspyrnu tilgangslaus og leiðinlegur í kvöld. Jafnan er hann mjög vandaður og ég læri mjög mikið í honum.
  • Horfið á svía mala íslendinga í handbolta í hundraðasta sinn
  • Var með störu eftir leikinn og horfið á eitthvað leiðinlegt sem ég veit ekki hvað var
  • Ég er ekki farinn að sofa
  • Mér leiðist að skafa snjó af bílnum
  • Tímaáætlunin breyttist í vor í skólanum og eyðileggur utanlandsferðarplanið mitt í vor
  • Ég náði ekki að lesa nægilega mikið fyrir morgundaginn
  • Pítan mín rifnaði og innihaldið lak á gólfið yfir svíaleiknum
  • Mér finnst heimurinn vera bjánalegur
  • Mig langar í nammi og kók
  • Stundum er ég bara geðvondur af engri ástæðu

Af þessum ástæðum er ég búinn að skammast, nöldra, snúa út úr og bulla út um allan bloggheim í geðvonskunni. Ef ykkur finnst ég hafa verið ósanngjarn megið þið velja eina af ástæðunum hér að ofan sem ykkur finnst best viðeigandi til að afsaka skrifin mín hjá ykkur eða ef bloggið mitt ofbýður ykkurBandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Þú mátt alveg vera geðvondur... mér þykir samt vænt um þig

Anna Sigga, 18.1.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ó takk Anna Sigga

Steinn Hafliðason, 18.1.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband