Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2008 | 12:20
Meira bullið
Hverjum er ekki sama um fjölda heimsmeistaramóta. Svo lengi sem greinin er viðurkennd meðal annars kynsins þá er alveg fáránlegt að hindra hitt kynið í að keppa á slíkum forsendum.
Þetta væri annað ef þetta væri einhver ný íþrótt eða að það væri ekki venja fyrir skíðastökki á ólympíuleikunum yfir höfuð. Skíðastökk karla og kvenna er sama íþróttin bara sitthvort kynið að keppa innbyrðis.
![]() |
Skíðastökk kvenna úti í kuldanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 12:41
Til hamingju sunnlendingar
Það veit ég að Örlygur á eftir að leysa þetta verkefni vel af hólmi. Hann er búinn að vera aðstoðarskólameistari í fjölda ára og leyst hlutverk sitt af mikilli snilld. Það veit ég sjálfur þar sem ég var nemandi í FSu.
Hef heyrt að við þessa ráðningu hafi draumur starfsfólksins orðið að veruleika og starfsandinn þar sé mjög góður.
Til hamingju sunnlendingar
![]() |
Skipaður skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.12.2007 | 09:31
Hlutverk ríkisins
![]() |
Samið við sálfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 01:30
Gleðileg jól
Ég óska öllum kærleika og friðar um jólin og um ókomna framtíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 15:34
Ótrúlega fyndin fyrirsögn
Þetta er alveg ótrúlega fyndin fyrirsögn. Þetta er eins og Angólamenn séu einhver minnihlutahópur sem eru settir útundan í heimsþjóðfélaginu eða svo lélegir í fótbolta að það sé fréttnæmt að þeir séu í góðum liðum.
Ekki vildi ég heyra frétt sem hljóðaði eins og fyrsti karlmaðurinn/íslendingurinn/hvíti maðurinn/rauðhærði eða eitthvað álíka þegar ég er ráðinn eitthvað. Það er frekar niðurlægjandi.
![]() |
Fyrsti Angólamaðurinn til Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 15:21
Ofneysla
Búinn að sjá auglýsingu ónefnds stórmarkaðar þar sem kona ein kaupir "borð með öllu". Þar er sett svo ótrúlega mikið af mat og vörum að það nægir mörgum fjölskyldum. Starfsmaður segir við hana í spurngingartón að hún ætli væntanlega að fá allt þetta.
Mér finnst þessi auglýsing vera ógeðsleg. Það er verið að setja á svið tryllingslega ofneyslu og græðgi eins og um sjálfsagðan hlut væri að ræða. Í mínum huga er þessi auglýsing andi græðgishyggju verslunar og gjaldþrotagræðgi neytandans. Hvoru tveggja er vandamál í efnishyggjusjúku þjóðfélagi.
Þó að það sé algerlega eigið mál fólks hvort það leggi mikla fjármuni í jólahald eða ekki þá vakna upp klígjutilfinningar þegar ég sé umrædda auglýsingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 22:19
Allt reyna konurnar...

![]() |
Kynþokkafullur fangi í dótabúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 11:25
Borgarumferð framtíðarinnar
Þetta er eitthvað sem á eftir að verða hluti af hverri borg. Í staðinn fyrir strætó og hefðbundna bíla áttu eftir að panta þér bíl í götuna þína í líkingu við þennan. Þú smellir svo bara á staðinn sem þú vilt fara á og smellir debetkortinu í.
Bílarnir verða að sjálfsögðu tölvustýrðir þannig að það verður enginn hraðakstur og engir árekstrar. Umferðaræðarnar ná hámarksafköstum á álagstíma.
Engir einkabílar og engin umferðarslys. Þú getur meira að segja lagt þig meðan bílinn brunar á áfangastað.
![]() |
Á flugvöllinn í fjarstýrðu hylki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 10:09
Þegar trúin hittir sjálfa sig
Þegar heimskum manni eru kenndir heimskulegir hlutir fremur hann heimskupör.
![]() |
Stálu fæti af helgum manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2007 | 13:24
Farinn að sofa
![]() |
Nætursvefn gefur hærri einkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)