Aldrei fundist jólasveinninn skemmtilegur

Einhverjir gaurar sem láta eins og fífl. Eins og það að haga sér eins og nógu mikill vitleysingur sé eitthvað fyndið. Svo eru einmitt sumir krakkar einfaldlega hræddir við þá. Ég hef reyndar aldrei verið það en ég hef séð krakka umturnast af hræðslu. Botninn tók úr þegar ég fór á selfoss á þrettándanum fyrir nokkrum árum og sá þessa bjána vera hangandi utaná bílum og hagandi sé eins og maður væri í einhverjum apabæ.

Þeim til varnar verð ég þó að taka fram að á jólaskemmtuninni í vinnunni núna um jólin komu mjög sniðugir jólasveinar. Þeir voru greinilega búnir að æfa sig og voru með skemmtiatriði og fengu krakkana og fullorðna alveg með sér. Sýndu töfrabrögð, sungu og sögðu brandara. Ég var mjög ánægður með þá. En ég er ekki ánægður með jólasveina þar sem aðalskemmtunin er að vera nógu vitlaus og klunnalegur.


mbl.is Börn eru hrædd við trúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson


Ha!!!!! það getur nú varla verið satt hjá þér að þú hafir séð slíkan bjánaskap á Selfossi.

Eiríkur Harðarson, 17.1.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Jú og ég er yfir mig hneykslaður he he

Steinn Hafliðason, 18.1.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: María Magnúsdóttir

Heyrðu.. sumu á maður bara að halda fyrir sjálfa sig.. híhíhíhí 

María Magnúsdóttir, 18.1.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband