Ég kem heim kl hálffimm

Sonur minn er orðinn 6 ára og var að byrja í skóla í morgun. Hann er búinn að vera spenntur í marga dag og vikur.

Í morgun vaknaði hann snemma borðaði morgunmatinn sem aldrei fyrr og skellti sér í nýja Henson gallann. Hann fékk það svo í gegn að fá hanakamb á hausinn. Áður en hann gekk út um dyrnar setti hann á sig Batman úrið og sagðist koma aftur heim kl hálf fimm.


Stærra mál en ég taldi áður

Ég verð að viðurkenna að ef eftirnafn Þórs Saari þýðir Eyja er eitthvað sem kemur Icesave málinu við er hér um að ræða mun flóknara og viðfangsmeira mál en ég hef hingað til haldið. Ég vona að stjórnin nái að komast til botns í þessu nýjasta vandamáli varðandi Icesave sem fyrst.
mbl.is Saari þýðir eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökin eru ekki alltaf þau sömu

Samkvæmt Árna Finnssyni formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands eiga íslendingar að samþykkja Icesave af umhverfisástæðum. Innihald Icesave og afleiðingar þess samnings skiptir ekki öllu máli heldur hvaða pólitísku aðilar eru við völdShocking

Sykur fyrir bjartsýnina

Ekki veitir af að gefa bjartsýni íslendinga smá sykur. Rakst á viðtalið við Paul Bennett í Silfrinu síðan 17.maí. Bennett er einn af eigendum IDEO sem vinnur við að finna lausnir. Mæli með að horfa á þetta viðtal.

Langt síðan síðast

Það er svo langt síðan ég bloggaði að ég ákvað að gera það núna...

 

...mér dettur ekkert í hug til að blogga. Eigið góðan dag.


Hugsum í lausnum

Er ekki kominn tími á að breyta þessari þunglyndis og bölsýnisumræðu í lausnamiðaða umræðu. Hvað finnst þér?

Eitt gleymdist

Hvað er langt síðan þeir komust áfram úr 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar?
mbl.is Markaðsmaskínan Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sykurskattur

Hugtakið að skattleggja óæskilega vöru fyrir þjóðfélag er mjög vel þekkt hugtak í hagfræðinni. Skattlagning á gróðurhúsalofttegundir, áfengi og eldsneyti eru flestir meðvitaðir um. Dæmi eru um skattlagningu sykurs s.s. hjá dönum sem skattleggja sykur til að neyslustýra þeirri óæskilegu hegðun sem felst í miklu sykuráti. Ég trúi því varla að nokkur aðili ætli að halda því fram að meðalsykurneysla íslendinga leiði ekki af sér heilsufarsvandamál.

Ég sé fyrir mér að skattlagning framtíðarinnar hvort sem hún kemur frá hægri eða vinstri felist einmitt í sköttum á óæskilegri hegðun s.s. mengun og vörur sem valda samfélagi kostnaði. Mikil neysla á sætum og feitum mat er mikið heilsufarsvandamál í hinum vestræna heimi og er Ísland þar engin undantekning. Víða er t.d. farið að setja strangari reglur um feitan mat á matseðlum veitingastaða og er það engin furða. Það væri eðlilegt að stýra neyslu þessarar óhollustu, það er ekki eins og að fólk viti ekki að þetta sé óhollt fæði en samt er henni neytt sem aldrei fyrr.

Skattur á óæskilega neyslu er líka sanngjarnari skattur en flatur skattur á alla þar sem fólk hefur yfirleitt val hvort það þurfi að borga óæskilega neysluskattin þ.e. það getur valið á milli vara sem eru skattlagðar og þeirra sem eru ekki skattlagðar s.s. að drekka ávaxtasafi, mjólk eða vatn í staðinn fyrir sykraðan gosdrykk. Þá borga þeir skatt sem valda þjóðfélaginu kostnaði en ekki hinir sem valda ekki kostnaði.


Ég styð Ögmund heilshugar með sykurskatt.


Kalli á MySpace

Frétt dagsins er klárlega á Visir.is þar sem segir frá því að Karl Bretaprins sé nú kominn á MySpace. Þið verðið að fyrirgefa að ég hafi gleymt mér aðeins á netinu yfir þessari frétt.

Heilsuátakið

Ég fór í veðmál við félaga minn hvor okkar myndi halda betur út í óhollustubanni. Bannið byrjaði á miðnætti síðasta sunnudagskvölds og því var brunað út í búð eftir kvöldmat það kvöld og lausafjárskortur búðarinnar leystur í nammi- og íshillum. Vellíðunin um kvöldið var ólýsanleg um leið og ég hlustaði á hjartað pumpa aukaslög í sykurvímunni.

Þar sem ég byrjaði heilsuátakið um morguninn varð mér hugsað til þess þegar ég reyndi að kenna syni mínum þá lexíu hvað myndi gerast ef hann borðaði of mikið af nammi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband