Réttlætir vísindablekkingar

Ef það kemur í ljós að þau gögn sem starf þitt byggir á eru fölsuð eða í besta falli ýkt hvað áttu að gera? Rannsaka þann sem kemur upp um falsið eða þann sem falsaði gögnin? Þessi maður er auðvitað að skjóta sendiboðann og virðist ætla að réttlæta falsanir og svik vísindamanna. Það er glæpsamlegt í sjálfu sér og gildir engu hversu góður málstaður loftslagsmál eru. Þessi orð grafa meira undan trúverðugleika vísindastarfi loftslags- og umhverfismála heldur en falsanirnar. Skilaboð þessa manns sem er einn af æðstu talsmönnum loftslagsmála í heiminum er að falsanir séu í lagi og þeir sem koma upp um þær séu skúrkar.


mbl.is Pachauri gagnrýnir tölvuþrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drepum dýrin

Það væri auðvitað stórkostlegt fyrir loftslagið að við gerðumst öll grænmetisætur og dræpum húsdýrin. Það myndi verða þess valdandi að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 10-15% skv þessari frétt. En af hverju borðum við ekki bara grænmeti fyrst það er svona skynsamlegt? Jú það er af því að við erum alætur og borðum kjöt eins og annan mat og ólíklegt að við eigum eftir að þróast svo hratt að okkur hætti að langa í kjöt á næstu árum.

Það væri miklu nær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nýta úrgang frá matvælaframleiðslu t.d. losun metans í eldsneyti á bíla. Ekki aðeins myndi það draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði heldur myndi það draga úr notkun jarðefnaeldsneytis sem blessaður kallinn notar á einkaþotuna sína.

Að lokum legg ég til að bítillinn haldi tónleikana heima hjá sér og sendi þá út á netinu eða í sjónvarpi, það myndi spara eldsneytið á einkaþotunni og akstur tónleikagestanna þar sem þeir gætu horft á tónleikana heima í stofu.


mbl.is Vill að fólk sleppi kjöti einu sinni í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríki í ríkinu

Það hlýtur að vera óeðlilegt í sjálfu sér að borgaralegir dómsstólar eigi ekki að ná til félagasamtaka. Reglur FIFA þess efnis er til þess fallið að þrýsta á um að óháðir dómstólar fjalli ekki um knattspyrnuhreyfinguna en þetta lið telur greinilega að knattspyrnuhreyfingin fari á svig við lög. Að mati FIFA þolir það ekki skoðun og telur sig vera hafin yfir lög hvers lands. Það út af fyrir sig ætti að vera lögbrot. Myndi einhver sætta sig við að íþróttafélög á Íslandi mættu ekki leyta til dómstóla ef uppi er óeðlileg starfsemi innan íþróttasambandsins. Það er kannski bara þannig að íþróttafélög geti ekki leytað til dómstóla, spyr sá sem ekki veit.


mbl.is FIFA hótar að reka Chile úr HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferguson getur verið mjög óhress

Dómarinn hefði átt að dæma Evans í skammakrókinn til áramóta fyrir eitt glórulausasta kung fu spark í seinni tíð sem hefur sést á vellinum. Ef Ferguson er samkvæmur sjálfum sér ætti hann að fordæma eigin leikmann.
mbl.is Ferguson óhress með dómarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbossa

Þessi mynd minnir mig nú meira á Barbossa í myndinni Pirates of the Caribbean heldur en Jesú. Ekki að ég hafi hitt Jesú eða séð raunverulega mynd af honum, ekki frekar en aðrir. En líklega er þessi della til af því að fólk sér það sem það vill sjá. Á slæmum degi gæti ég örugglega séð spegilmyndina mína út úr þessari klósetthurð.
mbl.is „Jesú“ á salernishurð í Ikea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er mikil misskipting auðs?

Í kjölfar hrunsins hef ég velt því fyrir mér hvað er misskipting auðs. Þegar góðærið stóð sem hæst var ýmislegt talið sjálfsögð mannréttindi sem afar okkar og ömmur áttu vart möguleika á að leyfa sér. Dýrar utanlandsferðir og að eiga bíl þóttu sjálfsögð mannréttindi enda gátu flestir leyft sér þann munað. Þá var talað um að misskipting auðs væri helsta vandamál þjóðarinnar og það væri svo slæmt að til væri ríkt fólk. Ef við skoðum málið nánar segja krónutölur ekki alla söguna.

Tökum dæmi um 3 menn sem allir hafa litlar tekjur. Þeir eru staddir á lítilli óþekktri eyju þar sem jöfnuður er mjög mikill. Munurinn á hæst launaðasta og lægst launaðasta eru 10þús og meðaltekjur eru 100þús. Í þessu landi kostar lágmarksframfærsla þ.e. matur og húsaskjól einmitt 100þúsund. Sá sem hefur minna en það í tekjur hefur annað hvort ekki hús eða verður að svelta einhverja daga í hverjum mánuði. Nú er munurinn á þeim sem lægstar hafa tekjurna og meðaltekjum ekki nema 5% en raunverulegur munur í lífsgæðum gríðarlegur. Sá sem er með meðaltekjur lifir fullnægjandi lífi, fær nóg að borða og hefur húsaskjól. Sá sem er með aðeins minni tekjur er farinn að svelta (en lifir). Ef við tökum svo þann þriðja sem er með 105þús á mánuði og getur því leyft sér ýmislegt umfram aðra í þjófélaginu og berum þá saman við hina tvo getum við verið sammála um að það er meiri munur á lífsgæðum þess sem er með minnstu tekjurnar borið saman við meðaltekjufólk en milli meðaltekjufólks og þess sem er með hæstu tekjurnar. Þó svo að hátekjumaðurinn gæti keypt sér bíl eða farið í utanlandsferð væri munurinn samt meiri milli lægstu og meðaltekjufólks heldur en meðaltekju og hátekjufólksins þar sem sá er hefur lítinn mat verður fyrir mjög skertum lífsgæðum.

Í umræðunni er mest einblínt á krónutölur þegar talað er um misskiptingu í þjóðfélaginu en í raun segja þær tölur afar lítið ef hluti þjóðarinnar er það illa staddur að grunnlífsskilyrði þeirra eru skert. Það skiptir fólk sem er í þeim aðstæðum litlu hvort aðrir eru lítið eða mikið hærri launaðri. Það myndi hins vegar skipta fólki miklu meira máli að grunnnet velferðarþjóðfélagsins sé þannig úr garði gert að undir því sé sterkt öryggisnet ef það af einhverjum ástæðum verður fyrir áfalli heldur en hvort hæst launuðu séu með 5% eða 500% hærri tekjur.


mbl.is Óráðsía en ekki hagsæld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara einn glæpamaður í þessu máli

Hvaða refsingu fá saksóknararnir sem skafelldu rangan mann með því að skjóta undan sönnunargögnum?
mbl.is Sleppt af dauðadeild - lést í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kálhausar

Hvaðan haldið þið að maturinn komi? Úr verksmiðjum, dósum eða verði til í hillum verslana? Flestum þykir hinn eðlilegasti hluti að borða mat eins og kjöt, grænmeti og fiski, ekki lifum við á plasti og gerviefnum. En auðvitað verður þessi vara einhvers staðar til og það verður ekkert til úr engu.

Meira að segja þeir sem lifa eingöngu á káli og banönum verða þess valdandi að fullt af gróðri og dýrum verður fórnað til að fólk geti fengið að borða. Það er bara gangur náttúrunnar að dýr og menn lifi á gróðri og öðrum dýrum.

Ég legg til að þetta ágæta fólk leggi sér einungis kálhausa til munns, blessað fólkið fengi líklega áfall ef það gerði sér grein fyrir að maturinn á sér uppruna einhversstaðar.


mbl.is Börnin vildu slátra lambinu Markúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru kommúnistar rót hins illa?

Þegar ég heyri rökstuðning stjórnmálamanna á þann veg að allt sé kommúnistum að kenna finnst mér ástæða til að staldra við.

Það er margnotað og misnotað trikk í stjórnmálum að finna einhvern sökudólg og beina athyglinni frá eigin óreiðu að öðrum. Hræðsluáróðurinn, þið ættuð frekar að ráðast á vondu kallana er bara sorglegt dæmi um örvæntingafullan málatilbúnað og rökleysu.

Þegar stjórnmálamenn benda frekar á einhvern annan í stað þess að svara gagnrýni finnst mér það jaðra við játningu á þá gagnrýni sem að honum stendur.


mbl.is Ítalir vilja vera eins og ég
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýrið úti eða upphafið að einhverju meiru

Eftir að hafa horft á stelpurnar okkar tapa öllum sínum leikjum í evrópukeppni landsliða ætti maður að vera dapur í bragði. En það er eitthvað sem segir manni að þetta sé ekki endalok ævintýrisins heldur einungis upphafið að einhverju enn stærra.

Það þurfti hvorki meira né minna en dauðariðil handa stelpunum til að slá þær úr keppninni. Liðin sem þær (við íslenska þjóðin) vorum að keppa við voru allar á topp 10 yfir sterkustu þjóðir heims í kvennaknattspyrnunni. Það væri eins og karlaliðið myndi lenda í riðli með Holandi, Argentínu og Króatíu. Reynsluleysið hefur örugglega hrjáð okkur þar sem það er engin hefð fyrir stórmótum í knattspyrnu íslendinga hvorki í kvenna né karla. Ekki er heldur hægt að segja að margar landsliðskonur hafi verið í atvinnumennsku þangað til á síðustu leiktíð eftir að landsliðið fór að vekja athygli fyrir góðan árangur.

Dómarinn var okkur heldur ekki hliðhollur þó að það sé engin afsökun. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir en engu að síður féllu dómarnir ekki okkar megin. Það virtist þó ekki hafa áhrif á stelpurnar okkar nema í fyrsta leik þar sem ég tel að dómarinn hafi haft verulega áhrif á úrslit leiksins.

Hafa ber í huga að á tímabili hafa ekki verið nema örfá lið sem hafa haft kvennalið á sínum snærum. Fjöldinn allur af efnilegum stelpum hafa hætt knattspyrnuiðkun einfaldlega af því að það er ekkert lið til að spila með. Ekki einungis erum við smáþjóð heldur höfum við aðeins brot úr þeim áhugasömu stelpum sem vildu vera að spila knattspyrnu til að velja úr. Áhugi á íslenskri kvennaknattspyrnu hefur þó verið að glæðast á síðustu árum og sum félög að endurvekja kvennaflokkinn. Mótið núna mun eflaust hvetja fleiri stelpur til að stunda þessa íþrótt sem skilar sér í sterkari hóp síðar meir.

Það er því trú mín að þetta fyrsta evrópumót meistaraflokks í knattspyrnu verði upphafið að meiri árangri í framtíðinni og við getum verið stolt af stelpunum okkar.


mbl.is Eins marks tap gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband