Nú þarf að bretta upp ermar

Nú eru kosningar yfirstaðnar og tími ákvarðana og framkvæmda skammt undan. Hver sem ríkisstjórnin verður og hvernig sem hún ákveður að koma þjóðinni út úr þeim erfiðleikum sem þjóðin er í þá er mikilvægara en nokkurn tíman að hún verði samtaka í því sem hún taki sér fyrir hendur. Ég held að þjóðin ætlist líka til þess að stjórnarandstaðan láti af skítkasti og upphrópunum heldur létti stjórninni og þar með þjóðinni leiðina út úr þeim vandræðum sem íslenska þjóðin er í.

Ömurleg kosningabarátta

Við erum að upplifa eina ömurlegustu kosningabaráttu sem hugsast getur. Lausnir eru fáar og fálmkenndar og engan vegin traustvekjandi. Tengsl viðskiptaífs og stjórnmála virðist samofin þ.s. fyrirtæki virðast kaupa sér málssvara. Hræðsluáróður er alls ráðandi, það verður hrun ef við gerum þetta og líka hrun ef við gerum það ekki. Ef enginn virðist vera búinn að taka eftir því þá erum við í miðju hruni og við erum enn í frjálsu falli. Enginn þorir að tala um hvernig ástandið raunverulega er og í besta falli halda einhverjir í þá von að sérlegir vinir okkar Bretar komi okkur í ESB á einu ári til þess eins að slá á eigið atvinnuleysi með fiskveiðum við Ísland og vinnslu fisksins á Bretlandi.

Af hverju er ekki rætt um að það þarf að brúa 150 milljarða fjárlagahalla næsta ár, fjöldi fyrirækja er á leiðinni á hausinn og við erum nýbúin að setja heimsmet í atvinnuleysisaukningu. Núna virðist uppgjör bankanna verða mun verra en við var búist og er talað um 1.000 milljarða í því sambandi. Á sama tíma eru frambjóðendur að bjóða fólki upp á kosningavíxla hér og kosningavíxla þar. Það væri kannski hægt að byggja jarðgöng eða tónlistarhús ef þið bara kjósið mig.

En ég bara spyr, hver fær ekki læknisþjónustu, félagslega þjónustu eða skólavist meðan við ætlum að efna þessi glæsilegu og nauðsynlegu loforð?


Áhrifin innan ESB

ESB sinnar halda því fram að með því að ganga í ESB höfum við meiri áhrif en núna. Skoðum það aðeins nánar:

1. Augljóst verður að telja að við höfum mikil áhrif á eigin löggjöf.

2. Sem fullvalda þjóð hefur landið ákveðin völd meðal þjóða óháð fólksfjölda. Landfræðilega ráðum við yfir auðlindum og efnahag þess landsvæðis.

3. Fólksfjöldi á Íslandi er í kringum 320þús meðan fólksfjöldi ESB er í kringum 500milljónir. Ef áhrif Íslendinga innan ESB verður í samræmi við fólksfjölda mun vægi okkar vera 0,06%.

Við hefðum ekki neitunarvald yfir hinum 99,94% sem semja löggjöfina fyrir okkur.


Eru fjölmiðlar nú orðnir að greiningardeildum

Ef allt sem birtist í fjölmiðlum er nú satt og rétt þarf ég að fara að hugsa minn gang. Þá væri Írland t.d. farið á hausinn, hundurinn Lúkas væri dauður og Geir og Björgólfsfeðgar hefðu aðeins hist til að ræða almennt um bankakerfið fyrir hrunið á síðasta ári.
mbl.is Ráðgjöfin gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi ESB

Þarna sýnir ESB sitt rétta andlit. Það að standa á sinni skoðun innan ESB er ógn við málfrelsið. Það er líklegt að rödd 300þús Íslendingar heyrist meðan 71 milljóna þjóð getur ekki staðið á sínu.
mbl.is Afstaða Tyrkja skaðar umsókn þeirra um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturför

Hvernig getur það gerst að svona lélegar ákvarðanir eru teknar? Ég tek hjartanlega undir orð Schumacher að það er of lítið bil á milli fyrsta og annars sætis í stigagjöfinni þar lítið bil leiðir til þess að menn sækja ekki til sigurs. Ástæðan fyrir því að þessu var breytt á sínum tíma voru yfirburðir eins liðs en með þessu nýja fyrirkomulagi er verið að færa keppnina í sömu stöðu þ.s. mótið gæti klárast mjög snemma á vertíðinni og mun líklegra að úrslitum um fyrsta sætið verði hagrætt innan liða.

Ég skil þörfina á að auka keppnina um fyrsta sætið en ég tel að með þessu sé verið að gera mótin enn leiðinlegri en þau eru nú þegar orðin.


mbl.is Schumacher „steinhissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af því sama

Ef þú gerir meira af því sem þú hefur alltaf gert uppskerðu eins og þú hefur alltaf uppskorið. Það er eins með pólitíkina, ef við höldum áfram að láta smala okkur í dilka fjórflokkanna erum við að sá sömu fræjum og við höfum alltaf sáð og uppskeran verður áfram, tja hvar eru íslendingar staddir í dag?

Gerandinn vs fórnarlambið

Af hverju er það alltaf þannig að gerandinn verður að fórnarlambinu í svona málum. Ef það er unnið að þessu með hagsmuni barnsins í huga á það ekki að þurfa að umgangast eða sjá þennan starfsmann aftur því hann verður því stöðug áminning um vanmátt sinn gagnvart þeim sem stærri eru. Í fréttinni er gtalað um að barninu hafi verið boðin vist á öðrum leikskóla. Af hverju er starfsmaðurinn ekki færður í aðra vist?
mbl.is Sló barn utan undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers erum við að þessu

Um Nýja Ísland ganga fortíðardraugar hrunsins. Ég velti því fyrir mér hvað aðilar sem voru í forystu íslenskra stjórnmála eru að vilja í áframhaldandi forystu. Kannski lýsir það einhvers konar innra sálfræðistríði eða hræðslu við að verða dæmdur að þau hjakka í sama farinu áfram þjóðinni til mikillar ánægju eða þannig.

Varaformaður sjálfstæðisflokksins læðist nú með veggjum framhjá fjölmiðlum í von um að enginn taki eftir henni og stefnir þannig á 1.sætið í kraganum.

Framsóknarmenn eru jafn heimskir og áður, berjast banaspjótum sín á milli og nota til þess aðgerðir til að útiloka frjálsar kosningar innan flokksins. Eru fastir á Sturlungaöld sem endaði undir Noregskonungi.

Ingibjörg Sólrún er búinn að gleyma fyrir löngu fyrir hvað jafnaðarmannaflokkur stendur. Þar eru ekki bræðravíg en enn minna lýðræði en í Framókn. Ingibjörg bara ræður. Hún ætti kannski að skjóta minna á Davíð Oddson, þau eru líkari en hún heldur.

Þetta er nú ekki til þess að blása manni nýja von í hjarta.


mbl.is Fréttaskýring: Prófkjörskjálftinn í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árinni kennir illur ræðari

Ef þú keyrir of hratt og klessir bílinn hvort er það því um að kenna að bíllinn kemst of hratt eða að þú keyrðir hann ógætilega? Þetta er bara barnalegt.
mbl.is Aðild að EES réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband