Færsluflokkur: Bloggar

Dauði eða blómatíð

Dellulesning og vitleysa er þetta. Annað hvort blasir við að allir fiskar í sjónum drepist á 40 árum eða fiskimiðin blómstri. Það er bara annað hvort og ekkert þar á milli. Vissulega þurfa þjóðir að huga að fiskistefnu sinni og þeirri rányrkju sem á sér stað í sjónum. Þar fer saman mengun, rányrkja glæpamanna og græðgi stjórnmálamanna sem hafa valdið því að sumir fiskistofnar hafa dáið út eða eru við það að deyja út en að halda því fram að allir fiskar í sjónum drepist er bara fásinna og vitleysa. Þorskurinn við Ísland mun ekkert drepast þó að ESB þurrki upp allann sinn þorsk...nema Ísland gangi í ESB þá er reyndar hætta á því. Fyrst og fremst þurfa menn þó að ræða þessi mál í öðru en svarthvítum upphrópunum.

Ef maður tæki mark á öllu þessu bulli verður ekkert nema eldgos, miðbærinn fer undir vatn vegna gróðurhúsaáhrifa, enginn fiskur í sjónum, ekki hægt að fljúga næstu 5 árin vegna ösku og ísöld vegna þess að sólin er ekki að gjósa (sem fer reyndar ekki saman við hitaaukningu vegna gróðurhúsaáhrifa).


mbl.is Enginn fiskur árið 2050?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þær gjósa allar

Miðað við þær fréttir og vangaveltur sem hafa verið í fjölmiðlum um væntanleg eldgos er eins gott að flytja bara strax suður fyrir miðbaug. Hekla er ólétt og Katla gýs alltaf þegar Eyjafjallajökull gýs og Óli forseti segir að Eyjó sé bara fyrir túrista miðað við Kötlu. Um daginn sá ég vangaveltur um að Bárðarbunga væri hugsanlega að fara að gjósa og þá væri sko ástæða til að vara sig. Stærsta gos ever hefði runnið þar fyrir 8.500 árum og liggur undir stórum hluta suðurlandsundirlendis. Óli, you ain't seen nothing yet. Nýleg grein gaf í skyn að við værum að sigla inn í eldgosatímabil þar sem eldfjöllinn keppast hver við aðra að spúa ösku og eymirju yfir klakann okkar. Ekki nóg með það heldur er nú verið að segja okkur að sunnlenskar eldstöðvar séu komnar í einhvers konar keppni sín á milli um hver er flottust. Ég fer nú bara að velta fyrir mér hvort Lára miðill hafi þrátt fyrir allt rétt fyrir sér sennilega verður landið umflotið hraunflóðum áður en langt um líður.


mbl.is Hjarðhegðun eldstöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall

Ég vona að hún jafni sig aumingja konan. Sennilega kom storkurinn með barnið hennar

storkur


mbl.is Mök í miðjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egg


...og þá voru eftir 5

Fór út að borða nýlega á fínum veitingastað og fékk mér m.a. gæs af matseðlinum. Tók svo eftir því í morgun þegar ég mætti í vinnuna að þar sem venjulega voru 6 gæsir að bíta gras við götuna voru núna einungis 5.

Hvernig byrjar maður

Hvernig ætli hann hafi útskýrt að hann eigi 8 hjákonur? Honum hefur allavega ekki farist það vel úr hendi!!!

Tiger


mbl.is Eiginkonan farin frá Tiger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbossa

Þessi mynd minnir mig nú meira á Barbossa í myndinni Pirates of the Caribbean heldur en Jesú. Ekki að ég hafi hitt Jesú eða séð raunverulega mynd af honum, ekki frekar en aðrir. En líklega er þessi della til af því að fólk sér það sem það vill sjá. Á slæmum degi gæti ég örugglega séð spegilmyndina mína út úr þessari klósetthurð.
mbl.is „Jesú“ á salernishurð í Ikea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kem heim kl hálffimm

Sonur minn er orðinn 6 ára og var að byrja í skóla í morgun. Hann er búinn að vera spenntur í marga dag og vikur.

Í morgun vaknaði hann snemma borðaði morgunmatinn sem aldrei fyrr og skellti sér í nýja Henson gallann. Hann fékk það svo í gegn að fá hanakamb á hausinn. Áður en hann gekk út um dyrnar setti hann á sig Batman úrið og sagðist koma aftur heim kl hálf fimm.


Stærra mál en ég taldi áður

Ég verð að viðurkenna að ef eftirnafn Þórs Saari þýðir Eyja er eitthvað sem kemur Icesave málinu við er hér um að ræða mun flóknara og viðfangsmeira mál en ég hef hingað til haldið. Ég vona að stjórnin nái að komast til botns í þessu nýjasta vandamáli varðandi Icesave sem fyrst.
mbl.is Saari þýðir eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökin eru ekki alltaf þau sömu

Samkvæmt Árna Finnssyni formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands eiga íslendingar að samþykkja Icesave af umhverfisástæðum. Innihald Icesave og afleiðingar þess samnings skiptir ekki öllu máli heldur hvaða pólitísku aðilar eru við völdShocking

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband