Færsluflokkur: Bloggar

Yndislegur morgun

Ég vaknaði við það í morgun að sólin skein á andlitið á mér. Hitinn og fuglasöngurinn hlýjaði mér um hjartarætur, þetta yrði góður dagur. Aldrei þessu vant snoozað ég ekki klukkuna.

 

Ég slökkti á henni, skreið aftur undir sæng og sofnaði vært.


Hið konunglega brúðkaup

Nú fer að líða að brúðkaupi í hinni bresku konungsfjölskyldu. Það væri reyndar nær að tala um drottningarfjölskyldu því í Bretlandi er enginn kóngur og hefur ekki verið í marga áratugi. En þetta fólk lifir á hefðum og þar sem það var kóngur árið 17ogsúrkál þá er auðvitað talað um konungsfjölskyldu.

Það er fleira sem bendir til þess að Breska "konungsfjölskyldan" hafi staðnað árið 17ogsúrkál. Í Evrópu og heiminum öllum hefur lýðræði rutt sér til rúms og nú er svo komið að flestir þjóðarleiðtogar álfunnar og reyndar víðast hvar eru lýðræðiskjörnir og fara sem slíkir með vald þjóðarinnar. Konungstignin hefur í kjölfarið verið lögð af. En ekki í Bretlandi. Þar situr fjölskyldan og eyðir meira af skattfé samborgara sinna en sú upphæð sem átti að handrukka Íslensku þjóðina.

Tilgangur þessarar fjölskyldu er í raun og veru sá að viðhalda gömlum hefðum. Hún er til vegna gamalla hefða og er ekkert annað en gömul hefð. Tilvera hennar er í raun byggð á rómantískum minningum um gamalt valdakerfi sem löngu er orðið úrelt. Í raun er tilvera konungsfjölskyldunnar jafn úrelt fyrirbæri og botnlanginn í okkur.

Nú hefur fjölskyldan ákveðið að kóróna tilgangsleysi sitt með því að bjóða öllu hinu tilgangslausa fólkinu í brúðkaupsveisluna sína. Hrokinn lekur svoleiðis af þeim að þau bjóða einungis þeim sem eru konungbornir en sniðganga fulltrúa þjóða sem gera lýðræði hátt undir höfði s.s. Finnlandi og Íslandi.

Það verður svo sem að hafa í huga að brúðguminn er barn manns sem hefur allt sitt líf haft það hlutverk að bíða eftir að verða kóngur. Tilgangsleysið kristallast líklegast enn betur í því að fótboltastjörnur og leikarar eru teknar fram yfir forsætisráðherra landsins síðustu ára. Meira að segja harðstjórar annara landa er boðið en ekki eigin forsætisráðherrar. David Beckham sem er frægur fyrir...já, fyrir hvað er hann nú frægur, honum er boðið!

Í mínum huga er þetta brúðkaup ekkert annað en uppblásin athöfn tilganslausa fólksins sem fékk það í arf að geta eytt peningum almennings í óhófi til þess eins að upphefja sjálft sig.


Ég er hræddur

Þetta myndband sýndi nákvæmlega ekki neitt. Hvernig vitum við að það var enginn í skápnum eða spotti í stólnum? Af einhverjum ástæðum trúi ég því frekar að þetta sé gert af unglingum að skemmta sér heldur en af raunverulegum draugagangi.
mbl.is Náðu draugagangi á myndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi eða tilfinning

Maður veltir því fyrir sér þegar maður les um rannsókn einn daginn og næsta dag eru niðurstöðurnar dregnar í efa af hagsmunaaðila hvað ræður för. Er þessi yfirlýsing byggð á vísindum, skoðunum eða hagsmunum?
mbl.is Telur ólíklegt að bóluefni valdi drómasýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Ísland

Nýja Ísland

Nú líður mér betur

Það er gott að hafa mann eins og Bjarna til stuðnings ef erlend ríki vilja rýna ofaní persónulega hagi mína.
mbl.is Bandaríkjamenn beita lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikur stjórnmálamanna

Merkilegt hvað orð stjórnmálamanna stangast oft á. Hversu oft ætli hinn raunverulegi sannleikur komi fram?

Ætli fyrirsögnin um Icesave-samkomulag sem birtist í gær sé ekki eingöngu ætlað til heimabrúks eins og Össur orðaði það um árið.


mbl.is Kannast ekki við Icesave-samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakka þér

Vil þakka bílstjóra á bíl RF-330 sérstaklega fyrir tillitssemina (sem var eiginlega hjálpsemi) í umferðinni morgun.


Áhyggjuefni

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun stjórnmála í Bandaríkjunum. Hægri öfgastefna sem var gefið undir fótinn í tíð Bush eldri og fékk síðan byr undir báða vængi í stjórnartíð Bush yngri er enn að vaxa ásmegin. Aðdragandi flestra einræðisríkja, stríða og hörmuna hafa að jafnaði verið uppgangur öfgahyggju sem á endanum nær völdum, jafnt í stórum ríkjum sem smáum. Slíkir atburðir eru okkur nær í tíma en flestir gera sér grein fyrir. Þekktustu dæmin er ris nasista í kreppunni 1930 og það sem eftir fylgdi. Ekki er lengra en 10 ár síðan blóðsúthellingar og þjóðernishreinsanir voru stundaðar í hinni friðsælu evrópu. Núna er verið að flytja sígauna nauðuga úr Frakklandi, dagleg mótmæli í Grikklandi (þau eru ekki eins friðsæl og á Íslandi) og nú hótar draugur IRA að ganga aftur með tilheyrandi aðgerðum.

Öfgastefna og þröngsýni Teboðshreyfingarinnar er slík að það minnir óheyrilega mikið á öfgahyggju sem hrjá mörg lslmömsk ríki. Öfgahyggja sem misnotar kristna trú er ekkert skárri heldur en öfgahyggja sem misnotar islamska trú eða nokkra aðra trú. Í öllum tilvikum er trúin notuð sem skálkaskjól til að koma hugsjúku og valdagráðugu fólki til valda og viðhalda þeim völdum. Fólk á að haga sér svona og hinssegin af trúarlegum ástæðum en eiga sér í raun enga stoð í boðskap þeirrar trúar. Þessar reglur eru til að sýna boðvald þess sem stjórnar og auðvelda viðkomandi að drottna yfir hjörðinni.

Það er því full ástæða til að koma í veg fyrir að öfgaöfl komist til valda, sama hvaða nafni þau heita og í hvaða landi þau starfa.


mbl.is Frambjóðandi Teboðsins sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjurnar tólf

Dreng þekki ég einn sem varð fyrir aðkasti af hóp annara drengja sem hann kunni engin deili á. Þeir voru á bilinu 10 - 12 og nudduðust og ýttu í honum til að æsa hann upp þar til hann tók sig til og ýtti til baka. Skipti þá engum togum að þeir réðust að honum með hnefum og spörkum margir á móti einum. Fyrir tilviljun sáu tveir vinir hans lætin og drógu hann burt en árásarhópurinn elti þá um allan bæ ógnandi og hótandi. Núna eru þessar hetjur væntanlega að monta sig hver með annari yfir því að hafa tólf saman lamið einn jafnaldra sinn í götuna. Þeir hljóta að vera stoltir af sér.
mbl.is Annasöm nótt hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband