27.9.2007 | 19:57
Herra viðutan
Stundum koma dagar þegar maður hefði bara átt að sofa aðeins lengur. Í vikunni var einn svoleiðis dagur þar sem ég var ofur utanvið mig.
Dagurinn byrjaði á því að ég keyrði framhjá bílastæðinu í vinnunni og þurfti því að keyra dágóðan spotta til að komast til baka.
Þegar ég ætlaði niður lyftuna seinna um daginn stóð ég dágóða stund, hugsandi um það sem ég var að fara að gera áður en ég fór að undrast hvað lyftan væri lengi á leiðinni niður. Þá hafði ég bara gleymt að ýta á takkann sem sagði lyftunni að fara eitthvað.
Svo dottaði ég í kennslustund með skjalaverðinum og ég varð að biðjast afsökunar á því. Við vorum bara tveir á fyrirlestrinum sem vorum að hlusta.
Þegar ég kom svo úr fyrirlestrinum tók ekki betra við. Guðrún í innkaupadeildinni átti afmæli og hafði komið með köku í tilefni af því. Þar sem ég var svo þreyttur tók ég mér kaffibolla í hönd og ætlaði að fá mér kaffi með kökunni svo ég myndi vakna aðeins. En á leiðinni að kaffivélinni ákvað ég að fá mér frekar kökuna fyrst en hún rataði auðvitað í kaffibollann þangað sem kaffið átti að fara.
Að lokum sullaði ég niður á mig í hádegi þannig að hvíta skyrtan mín varð skítug og ég tók ekki eftir því fyrr en ég fór heim.
Þetta var sem sagt frábær dagur sem ég vil bara gleyma sem fyrst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 12:52
Allt Framsókn að kenna
Þegar haft var samband við neytendasamtökin voru svörin skýr. Innflutningstollar á grænmeti og aðrar landbúnaðarvörur er klárlega sökin fyrir háu lyfjaverði sem og háu verði á öðrum vörum og þjónustu á íslandi.
Samfylkingarfólk sem var rætt við voru öll sammála um það að ef við myndum ganga í evrópusambandið myndu íslendingar flykkjast í að stofna fyrirtæki af því að þeir myndu átta sig á því að vörur eru miklu ódýrari erlendis og þannig myndi samkeppnin aukast og verðið lækka til neytenda.
Þá var leytað álita forkólfa verkalýðshreyfingarinnar og þar voru svörin á þá leið að ofurlaun bankamanna að hafa slæm sálræn áhrif þannig að hinn almenni neytandi þarf að auka neyslu sína á lyfjum sem gerir hann enn háðari lyfjarisunum sem eru vondir við fólkið.
Það þarf ekki að taka fram að allir aðilar, voru sammála um það að þetta væri samsæri Framsóknarflokksins og hann væri enn við völd á bakvið tjöldin.
![]() |
70% verðmunur á lyfi í Danmörku og Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 10:53
Hvaðan komu þessar upplýsingar?
Ætli Guð hafi hvíslað þessum upplýsingum að Bush meðan hann grét á öxl Guðs?
![]() |
Bush forspár? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 21:48
Hvað kemur prestum þetta við?
Ég skil nú ekki lætin yfir þessari hefð. Ég og konan mín giftum okkur fyrir ári síðan og fórum við ótroðnar slóðir að mörgu leyti og þótti okkur og okkar fólkið það bara gaman. Ég er hræddur um að ég hefði brugðist illur við ef presturinn hefði verið að leggja okkur línurnar um það hvernig við myndum hafa athöfnina utan það sem kemur kirkjunni við. Þetta er ekki eitt af hennar málum hver leiðir brúðurina upp að altarinu. Þetta minnir mann á ofsóknir kirkjunnar manna á venjulegt fólk í gegnum aldirnar bæði í evrópu og hér heima þar sem kirkjan hafði nánast alræði yfir fólkinu.
Eitt af því sem við gerðum var að tengdapabbi leiddi dóttir sína að altarinu. Það er þó bara hefð eins og annað og ég held að fólk eigi bara að ráða þessu sjálft og vera óhrætt við það. Ef konan mín hefði þótt hann karlrembulegur þá hefðum við bara haft það öðruvísi eins og annað sem var ekki hefðbundið hjá okkur.
Þá þykir mér þetta frekar dulin kvenremba ef banna á meinlausa siði eins og þenna í nafni jafnréttis. Það má ýmislegt réttlæta í hennar nafni orðið. Ég velti því fyrir mér hvenær taflborðinu verði breytt. Þar er jú kóngur og drottning sem skipa ólík hlutverk en fljótlega hlýtur það að verða bannað í nafni jafnréttis, kóngurinn og drottningin eiga jú að vera jafnrétthá.
Víst verður jólasveinninn líka bannaður því hann er karlkyns og það gengur ekki. Ætli við fáum ekki bara hreindýrin hans í heimsókn eða að storkurinn komi með jólagjafirnar eins og hann kom með börnin forðum.
Græni kallinn á umferðarljósunum hefur verið mikið í umræðunni að undanförðu. Það þykir hörðustu feministum ekkert tiltökumál að setja á hann brjóst, sítt hár og pils. En þá er búið að klæða allar konur í einn búning. Það getur nú ekki kallast mjög feminískt þar sem allar konur eiga að hafa val og staðalýmindir eru bannaðar. Ætli við fáum ekki blindrahund á ljósin eða kött. Sennilega verða það á endanum börn sem verða á ljósunum. En bíddu, kannski er þetta bara barna sem er á ljósunum. Hver veit hvort græni og rauði kallinn er brjóstalítil, stutthærð kona í gallabuxun, grannur karl eða bara barn. Það væri e.t.v. hægt að hafa bara broskall og fýlukall. Allavega, ég hef aldrei pælt í kyni umferðaljósa fyrr en feministar, að mig minnir á Spáni fóru að fjalla um þetta fyrir stuttu.
Við eigum svo eftir að lenda í fleiri vandræðum með kynbundin fyrirbæri í framtýðinni sem við samþykkjum í dag. Móðir náttúra verður sennilega lagt niður, heilladísir, galdrakarlar, Hrói Höttur, faðir þekkarinnar og jafnvel Lion King.
Að öllu gamni slepptu þá finnst mér ekki hægt að réttlæta að prestar séu að skipta sér af því hverjir fylgi brúðurinni upp að altarinu. Það má mín vegna vera hennar fyrrverandi eða viðhaldið hennar ef fólk vill það. Feministi á rétt á sér án öfga og auðvitað á að ríkja kvenfrelsi og jafnrétti en það er ekki hægt að réttlæta alla vitleysu í nafni kvenréttinda.
![]() |
Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2007 | 15:58
Af hverju voru þau að skilja?
![]() |
Daður á netinu endar með skilnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2007 | 11:08
Er hagvöxtur það eina sem skiptir máli?
Rakst á frétt í Blaðinu í dag þar sem prófessor Paedar Kirby talar um misskiptingu auðs á Írlandi og félagslegar afleiðingar þess.
Það sem hann er í raun að segja er að hagvöxtur er einungis hluti af þjóðfélaginu en ekki forsenda þess. Rannsóknir hafa sýnt að ríkidæmi skapar ekki hamingjuna, það eru aðrir þættir s.s. góð heilsa, andleg og líkamleg, gott sjálfstraust, öryggi o.fl. Þessir þættir hanga óneitanlega saman t.d. heilsa og fjárhagur. Allir þessir þættir spila saman á flókinn hátt og mynda það þjóðfélag sem við lifum í. Það má eiginlega segja að hlutverk þingmanna og ráðherra sé að hámarka hamingju þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.
Við verðum samt að fara eftir lögmálum hagfræðinnar m.a. til að hafa sterkan efnahag í landinu en það er einn af (ekki sá eini) grunnþáttum þjóðfélagsins. Hagfræðin byggir samt á stærðfræðilegum módelum framboðar og eftirspurnar. Kirby bendir á að aukin misskipting í þjóðfélaginu komi m.a. fram í aukinni notkun fíkniefna, aukinni tíðni sjálfsvíga og fleira.
Ætli við Íslendingar séum á sömu villigötum og írar? Að við séum svo upptekin af efnahag okkar að öfund og sjálfsýmind meðaljónsins og þeirra verst settu séu farnir að draga úr þjóðfélagslegu heilbrigði okkar.
Okkur hættir við að gleyma því að við lifum ekki í fullkomnum heimi. Það er oftast mikill munur milli heimsins eins og við viljum að hann sé og hvernig hann er. Líf okkar byggist á tilfinningum og við högum okkur samkvæmt því. Það er nú þannig að öðru hverju öfundumst við út í náungann þó að fæsti vilja viðurkenna það. Af hverju eru jú flestir að keppa við nágrannan um efnahagsleg gæði hér á íslandi? Öfund og afprýðisemi er hluti af þjóðfélaginu hvort sem við viljum eða ekki og þingmenn verða að taka tillit til þess þegar efnahagslegar ákvarðanir eru teknar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2007 | 19:17
Selfoss - KR
![]() |
Tekið á móti Selfossliðinu á Ölfusárbrú í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.9.2007 | 13:02
Endalaust væl
Alltaf skal einhver væla út af landsleikjum. Það er rétt hjá Jol að það sitja allir nokkurn vegin við sama borð. Flestir í ensku deildinni eru landsliðamenn og það vita stjórarnir þegar þeir ráða þá til liðsins að þeir fá ekki góða menn nema þeir séu einhvers staðar í landsliði. Það mætti halda að landsleikir séu eitthvað sem koma stjórunum á óvart í hvert sinn sem það er landsleikjahrina. Í þessu tilviki ætti Liverpool og Portsmouth að standa jafnfætis gangvart landsleikjum sinna manna.
![]() |
Benítez kvartar yfir landsleikjum en Jol hefur ekki áhyggjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.9.2007 | 19:13
Ballið er byrjað
Þá er ballið byrjað, hófst formlega með partýinu um helgina. Núna er bara 100% vinna í nýju vinnunni og 100% skóli. Ekkert nema afburðaárangur kemur til greina í vetur á báðum stöðum.
Svo má ekki gleyma að reyna eftir mætti að vera 100% pabbi og eiginmaður þó að það sé mikið að gera. Þá er ég í samningaviðræðum við líkamsræktina og verði vonandi kominn í það líkamlega form sem ég er búinn að reyna af veikum mætti að koma mér í.
Jebbs, ég reikna því miður með því að bloggið komi til með að mæta afgangi á köflum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 10:44
Skyldi íslenski birginn hafa eitthvað með gjaldheimtuna að gera
Ég hef starfað við innflutning á vörum til landsins og mér finnst þetta mjög undarlegt og hátt gjald. Ég velti því fyrir mér hvort íslenski birginn sem flytur inn þessar töskur (sem ég veit ekki hver er)hafi eitthvað með þessa gjaldheimtu að gera til að koma í veg fyrir samkeppni?
![]() |
8000 krónum skellt ofan á verð á skólatöskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)