5.9.2007 | 22:52
Klofinn persónuleiki
Ég er búinn að komast að því að ég er með þrjá persónuleika (að minnsta kosti).
Fyrsti persónuleikinn er alger stjórnleysingi þar sem ég hef mikla hneigð til að brjóta allar reglur, mæta seint alls staðar og vera á móti skoðunum annara bara til að vera á móti þeim. Ég breyti alltaf öllum verkferlum þar sem ég er að vinna og þarf að gera hlutina öðruvísi en hinir.
Þessi persónuleiki er sérstaklega ríkjandi á morgnana og þegar yfirmaðurinn minn biður mig um að gera eitthvað.
Persónuleiki nr 2 er andstæða númer 1. Þ.e. hann elskar formfestu og reglur. Þegar persónuleiki 1 er búinn að rústa öllum reglum og verkferlum í vinnunni hjá mér kemur að því að persónuleiki 2 þarf að taka til aftur og koma á röð og reglu á nújan leik. Þessir tveir persónuleikar takast mikið á í vinnunni hjá mér.
Þetta hefur þau áhrif að ég veit eiginlega aldrei hvað ég á að gera í vinnunni, ég er ýmist að brjóta niður hefðir eða byggja þær upp. Þannig hefst ég handa við að gera eitthvað og ef ég er ekki nógu snöggur hætti ég áður en verkið er klárað og því gerist nánast ekki neitt.
Persónuleiki 2 er helst ríkjandi þegar ég hugsa um fjármálin mín. Það er sennilega það eina sem er á hreinu hjá mér.
Þegar ég kem heim eftir vinnu og um helgar er þriðji persónuleikinn ríkjandi. Það er barnalegi persónuleikinn. Þá notfæri ég mér að ég á 4 ára gamlan son sem á fullt af leikföngum. Það er auðvelt að leika sér og bera því við að ég sé með hag barnsins í huga.
Ef ég tek þetta saman lýtur dagurinn svona út:
Ég vakna seint og mæti of seint í vinnuna (persóna 1)
Í vinnunni klára ég ekki neitt (persóna 1+2)
Þegar ég kem heim er fer ég að leika mér með kubba og traktora (persóna 3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2007 | 23:46
Í dag (4.sept) varð ég 30 ára
1/3 af systkinum mínum (og ein mágkona mín) buðu mér til hamingju með afmælið. Um helmingur vinnufélaga minna sem ég hitti óskuðu mér til hamingju og þetta var bara 2.dagurinn minn í nýrri vinnu. 2 vinir mínir höfðu sérstaklega samband við mig og tveir skrifuðu á heimasíðiuna til að óska mér til hamingju með afmælið. Annar þeirra sem hafði samband er ég ekki búinn að hitta í ca 7 ár. Allir nema einn í tengdafjölskyldunni óskuðu mér til hamingju með afmælið.
Ef ég skoða á móti hverjum ég óska til hamingju með afmælið þá er hlutfallið ca svona síðustu 12 mánuði:
Ég óskaði held ég 7/8 af systkinum mínum til hamingju með afmælið. Ég hringdi í báða foreldra mína og óskaði til hamingju. Ætli ég hafi ekki óskað tveimur vinum mínum til hamingju og þar af engum þeirra sem óskuðu mér til hamingju Allri tengdafjölskyldunni og einum vinnufélaga óskaði ég til hamingju.
Hlutfallið er því nokkurn veginn það sama svo ætli ég geti ekki verið sáttur við mitt.
Ég þakka samt öllum sem mundu eftir afmælinu mínu kærlega fyrir að muna eftir mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.9.2007 | 20:51
10 kílómetrarnir
Þá er ég búinn að sanna það. Ég get hlaupið 10km hlaup. Tók þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi í dag og mér tókst að komast í mark.
Ég mætti reyndar í seinna lagi, 10 mínútur fyrir ræsingu en keppnisgögn voru afhent í 10 mínútna fjarlægð frá ræsingarstaðnum. Ég kom því lafmóður á ræsingarstaðinn og þurfti í þokkabót að pissa en ég mátti ekki vera að því og kunni ekki við að míga út í móa umkringdur ca 700 manns. Mér var því mál að míga alla 10 kílómetrana.
Um leið og hlaupið hófst fór ég að finna fyrir eymslum í öðrum fætinum sem entist mér hálfa leiðina. Þá tók hinn fóturinn við og á endanum emjuðu þeir báðir af sársauka. Á endanum neyddist ég til að ganga smá spotta og þá fór hlauparinn fram úr mér sem mér hafði tekist lafmóður að taka fram úr. Á endanum beit ég á jaxlinn og hljóp næstu tvo kílómetra stiku fyrir stiku. Hver stika á þessum tímapunkti var stórsigur og er ég ekki viss um hvað vegfarendur héldu um hlauparann sem fagnaði í sífellu þó með þeim síðustu væri.
Þegar einn kílómetri fór einn eftirlitsmaðurinn að hlaupa á eftir mér. Ég var ekki viss um hvort ég hefði tekið ranga beygju eða hvað fyrr en allt í einu að hann fór að hvetja mig áfram. Sennilega hefur hann ákveðið að hlaupa í skjól því það kom úrhellisrigning og rok beint í fangið á mér. En þessi frábæri maður hvatti mig áfram og þá uppgötvaði ég að ég átti bara nóg eftir. Ég tók endasprettinn samt aðeins of snemma því ég varð bensínlaus þegar það voru 100metrar eftir í mark og fólki hefur líklega haldið að ég hefði svindlað því miðað við hraðann sem ég kom á í mark hefði ég ekki átt að koma fyrr en eftir að dagskráin var búin.
Að lokum kom ég þó í mark hálfgrátandi af sársauka og gleði. Þetta var líklega eins og ég hefði verið að sigra heimsmeistaramótið óvænt. En sigurinn er minn, ég fór alla leið og það er eitthvað sem ég átti nú ekki von á því ég er ekkert búinn að æfa og er 10kg þyngri en ég á að mér að vera.
Ég þakka Brieti kærlega fyrir að hvetja mig til að taka þátt og öllum sem hvöttu mig áfram meðan á hlaupinu stóð, sérstaklega þeim sem hljóp með mér en ég fékk því miður ekki tækifæri til að þakka honum fyrir á staðnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2007 | 18:24
Þá er skólinn byrjaður
Seinni veturinn byrjaði á fimmtudaginn með því að kennarar námsins fóru yfir hvert námskeið fyrir sig og hvaða valfög verða í boði. Ég er afar spenntur fyrir þessum vetri því það eru mörg skemmtileg námskeið s.s. fjármál og vöruþróun.
Í vor verð ég svo vonandi í öðrum árgangi sem útskrifast með meistarapróf í verkefnastjórnun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2007 | 10:54
Eitt þýðingarmesta landið fyrir friði
Pakistan er land fjalla og fegurðar. Það er líka land kjarnorkuvopna og á landamæri að hinu umdeilda svæði Kashmir héraði. Þaðan virðast vera komnir margir af öfgamönnum og stjórnmálaástandið þar hefur verið afar eldfimt undanfarin ár og ekki auðvelt um vik að berjast gegn trúarofstæki. Nú er trúarofstæki ein af stærstu ógnum friðar hverrar trúar sem ofstækið er kennt við.
Hluti af því trúarofstæki sem á sér stað í þessu landi er hin mikla togstreita sem hefur verið um Kashmir hérað og hin stirðu samskipti við Indland. Deilur færa skoðanir fólks yfirleitt nær öfgum. Nú hefur hið mikla "hryðjuverkastríð" kynt undir kötlum þessara öfgahyggju víða um veröldina og hafa miðausturlönd og vesturlönd logað í áróðri og öfgum í báðar áttir.
Stundum velti ég því fyrir mér að stjórnmálamenn á vesturlöndum geri sér ekki grein fyrir því hversu mikilvægt land Pakistan er í baráttunni gegn hryðjuverkastríðinu þar sem hugmyndafræði öfganna grasserar. Því til staðfestingar virðast forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera gys að stjórnvöldum þar í landi opinberlega með yfirlýsingum um innrásir og getuleysi í stríði. Pakistan þarf síst á að halda óstöðugleika á stjórnmálaástandi sínu, það á bara eftir að greiða leið þeirra sem vilja koma á meiri öfgum í stjórnmálum landsins.
Það veldur mér áhyggjum að þarlendir stjórnmálamenn hafi ekki ríkari ábyrgðartilfinningu og skilning á hinu flóknu stöðu í einni af stærri ógnum vesturlanda. Það er ekki einkamál Bandaríkjanna hvernig komið er fram við ríki eins og Pakistan því Ísland (og fleiri) eru líka hluti af hinum vestræna heimi. Ekki gerir það stöðu okkar sem viljum ferðast til annara landa s.s. austulanda betri að hinir "alvitru samherjar" okkar, bandaríkjamenn séu að auðvelda öfgamönnum að réttlæta gjörðir sínar.
![]() |
Musharraf lætur ekki Bhutto setja sér úrslitakosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2007 | 09:33
Þögn er sama og samþykki
Þetta er svo dæmigert fyrir Bandaríkjamenn. Þeir vilja draga alla fyrir rétt og kenna ávallt öðrum um eigin hrakfarir. En ef þeirra menn gera eitthvað af sér þá er slegin skjaldborg um þá og þeim neitað að tjá sig jafnvel gagnvart réttmætum rannsóknaraðilum. Þetta er einungis eitt dæmi af mörgum og það má alveg lýta á það að neita samherjum sínum um rannsókn á slysi í stríði sé sama og samþykki á sök þeirra.
![]() |
Bandarískir hermenn fá ekki að koma fyrir breska rannsóknarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2007 | 16:12
Þar fer hann með rétt mál
Þetta er mikill sannleikur hjá honum. Ég hef verið yfirmaður þar sem starfið undirmanna minna er ekki mikils metið í þjóðfélaginu en við gerðum gott úr því m.a. með því að vinna vel í þessum þremur þáttum. Svo mikilvægt er fyrir starfsfólk að fá viðurkenningu á starfi sínu og að það finnist að starf þess sé einhvers virði að það hættir oft út af þeirri ástæðu einni.
Það er fátt meira niðurdrepandi í starfi en að finnast starf manns vera einskis vert og yfirmaðurinn lítur á þig sem vinnuvél en ekki manneskju.
![]() |
Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 12:42
Er slæmt fyrir trúaðan að deyja í stríði?
Ég geri ráð fyrir því að rabbíninn Yosef sé vel að sér í ritningunni. En þá ætti hann líka að vita að það er ekki slæmt fyrir trúaðan að deyja í stríði fyrir land sitt. Það er eins með Gyðingatrú og flest önnur trúarbrögð að þeir eiga sér framhaldslíf eftir dauðann ef trúræknir eru og það ekki verra en hér á jörðinni.
Þetta hlýtur því að vera áróður rabbínans þar sem hann gerir lítið úr hermönnum Ísraels og þeim sem hafa dáið fyrir landið. Hann gerir út á hina veraldlegu girnd mannfólksins og hræðsluna við dauðann. Ef hann væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann fegra dauða hermannanna með því að viðra það sem píslardauða fyrir trúna. Hann ætti því frekar að taka íslamistana sér til fyrirmyndar þar sem þeir eru jú sérfræðingar í að heiðra fallna hermenn sína og fegra dauða þeirra.
![]() |
Ráðherra styður rabbína sem segir trúaða hermenn ekki falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 12:27
Golfstraumurinn
Heyrt hef ég þá kreddu í gegnum tíðina að gróðurhúsaáhrifin eigi eftir að stöðva golfstrauminn Frónbúa. Það hefur mér þó alltaf þótt ótrúlegt þó að ég hefði ekki neitt fyrir mér í því. Ég er þess vegna mjög ánægður með að veðurbloggarinn og bloggvinur minn Einar Sveinbjörnsson vakti athygli á rannsókn í þessum efnum á síðu sinni fyrir þá sem hafa áhuga.
Ég er núna feginn að vita að það er að hlýna hjá okkur en ekki kólna. Ég var farinn að halda að ég væri með ofskynjanir eftir þetta ágæta sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 09:31
Hverjir eiga að vera á lægstu laununum?
Ég heyri í hverju horni þessa dagana um skort á fólki í vinnu og lágum launum. Kennarar eiga að vera á hærri launum, verkafólk á að vera á hærri launum og þessi og hinn eigi að vera á hærri launum. Kröfur um launahækkun upp á 30% liggur á borðinu.
Síðustu 10 ár hef ég ekkert heyrt annað í kjarasamningum en að lægstu laun eigi að hækka mest og ég held að það hafi nú verið raunin í þeim flestum. Samt eru alltaf allir að tala um að þjóðfélagið sé að fara fjandans til og ekki hægt að lifa á þeim launum sem eru í boði. Nú hefur eflaust hver sína ástæðu fyrir því að þurfa meiri peninga en það eru ekki nema örfá ár síðan að lágmarkslaun voru undir 70þúsund á mánuði. Þau eru ólíkt hærri í dag og þó að verðbólga hafi verið þá hefur hún langt frá því étið upp þær launahækkanir sem fólkið hefur verið að fá. Ætli megnið af mesta kaupmáttarauka í íslandssögunni fari kannski í metinnflutning á bílum, metinnflutning á hjólhýsum, utanlandsferðir og að borga fyrir enska boltann?
En hvað eru eðlileg laun og hver á að vera á lægst taxtanum?
Háværar kröfur eru um að verkalýðurinn skapi auðinn í landinu og eigi að vera á háum launum, börnin okkar eru verðmætust og því eiga kennarar að vera á háum launum, lögreglan undir svo miklu álagi o.s.frv. Allir elta skottið á þeim næsta. Ef við myndum hækka laun allra í landinu um 100% væru allir komnir á góð laun og allir yrðu hamingjusamir. En það yrði samt skortur á kennurum, verkafólkið væri samt á lægsta taxtanum og við tæki sama óánægjan og umræðan og áður. Allir með helmingi hærri laun og það yrðu nákvæmlega sömu vandamál og áður, allir óánægðir.
![]() |
Við viljum hærri laun" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)