22.10.2007 | 12:20
Eyrún Huld
Vinir mínir Ingvar Þrándarson og Magnea Gunnarsdóttir voru að skíra litlu stúlkuna sína í gær. Mjög falleg athöfn og fallegt nafn sem stúlkan fékk, Eyrún Huld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 12:16
Þetta er með ólíkindum
![]() |
Danskir dagforeldrar berjast gegn reykingabanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 21:11
Gæti orsökin legið annars staðar?
Það er auðvelt fyrir Geir að segja þetta. Viðvarandi slappleiki liðsins virðist vera bundinn við marga þjálfara. Getur það verið að ábyrgð og orsök liggi annars staðar t.d. í umgjörðinni í kringum landsliðsins.
Ætli Geir hafi horft í eigin barm?
![]() |
Þjálfarinn ábyrgur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 16:54
Stöðugar deilur
Mosley mætti alveg fara að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en að stjórna formúlunni. Það hafa verið stöðugar deilur undanfarin ár.
Hans helsta keppikefli er m.a. verið að bílarnir verði fjöldaframleiddir og staðlaðir í staðinn fyrir að vera í fararbroddi tækniframfara. Það myndi taka einn af konfektmolum íþróttarinnar.
Svo er alveg satt hjá Steward að það er afar einkennilegt að það eigi að vera sérstakur eftirlitsmaður að fylgjast með Mclaren liðinu. Hvað með Fisichella meðan Alonso var þar eða þeir sem voru í liði með Schumacher. Ætti ekki bara að vera einn eftirlitsmaður sem sér um að taktík liðanna sé alltaf eins. Báðir ökumenn með jafn mikið bensíns, með jafn góða bíla o.s.frv. Hvað ef menn eru ekki sammála hvaða herfræði er best?
Þessar stöðugu deilur sem Mosley hefur verið í við liðin undanfarin ár hefur ekki aukið vinsældir hennar og það væri draumur ef það næðist meiri friður um þessa íþrótt þannig að maður geti farið að njóta hennar meira sem íþróttar en ekki stanslaust verið að lesa um deilumál.
![]() |
Jackie Stewart hvetur Mosley til afsagnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2007 | 18:58
Björn Ingi var milli steins og sleggju
Já aumingja sjálfstæðisemnnirnir, það var farið illa með þá snökt snökt. Ef einhver á í REI í dag væri það nú bara hans hagsmunir að hlutur OR yrði seldur, það yrði þá bara kauptækifæri fyrir þá að fá aukinn hlut á kostakjörum og selja svo eftir 2-3 ár á miklu hærra verði. Það mætti því spyrja af hverju vildu sjálfstæðismenn selja strax?
Hvað Björn Inga varðar tók hann djarfa ákvörðun og stóð við sitt. Það er annað en Villi sem hætti við á miðri leið og neitað að hafa séð kaupréttarsamningana þrátt fyrir vitnisburð annara. Þá er auðvitað kominn upp trúnaðarbrestur því hann var að reyna að fegra sig á kostnað Björns Inga. Hvað átti Björn Ingi því að gera? Láta sjálfstæðismennina spila með sig og selja strax og sitja undir alvarlegum trúnaðarbresti gagnvart Villa. Ég er hræddur um að hann hafi verið kominn í afar erfiðar aðstæður og hafi þurft að velja milli þess að vera sjálfum sér trúr eða láta vaða yfir sig.
Sjálfstæðismenn geta engum öðrum en sjálfum sér um kennt hvernig fór fyrir þeim og voru teknir á sama bragði og sjálfstæðismenn tóku frjálslynda á eftir síðustu kosningar.
![]() |
Áhrifamenn í Framsókn hluthafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2007 | 21:49
Vélkennarar
Námið var með kokteil fyrir námshópinn. Skemmtilegt að hitta kennarana og samnemendur utan námsins og kynnast þeim á annan hátt. Kennararnir verða stundum eins og dómarar í knattspyrnu, maður lýtur ekki á þá sem manneskjur heldur frekar sem vélar sem eru bara þarna og sinna sínu hlutverki eins og til er ætlast. Svo kemst maður að því að þetta fólk hefur kannski sömu áhugamál, þekkir sama fólkið eða eitthvað þess háttar. Það er miklu skemmtilegra að vera í tíma hjá kennara sem er manneskja en ekki bara "kennari".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2007 | 00:22
Verðgildi konunnar eykst
Þessi fáfróði bankamaður hefur greinilega ekki miklar reynslu. Konur eru eins og wiský, þær verða fallegri og fágaðri með árunum. Og eins og einhver benti á sem bloggaði um sömu frétt þá mun hún verða móðir barna hans og þau munu sjá um hann í ellinni og barnabörnin verða honum eins og kertaljós á fögru jólakveldi.
Það sem bankamaðurinn áttar sig heldur ekki á er að hann er sjálfur afar yfirborðskenndur. Ef það skiptir hann meira máli að vera með tískudrottningu upp á arminn til sýnis fyrir vinina eins og um væri að ræða gullúr eða armani jakkaföt þá missir hann af uppsprettu hamingju sem felast í hamingjusömum samskiptum við sína nánustu. Sennilega stýrist hann af hroka eða minnimáttarkennd því sá sem þarf að sýnast hefur eitthvað að fela.
Bankamaðurinn er því ekki í eins góðri samningsstöðu eins og hann vill vera að láta því konan getur gefið honum eitthvað sem hann ekki hefur. Líklegt þykir mér þó á svari hans að honum þykir mikilvægara fögur kona heldur en góð kona og er því að missa af kjarna málsins. Sennilega eru þau bæði að missa af einhverju því þau eru að verðleggja sambandið í peningum en gleyma hamingjunni sem verður ekki keypt.
Ég myndi þó hafna þessari konu en á öðrum forsendum og kannski gerir bankamaðurinn það líka og hefur kannski ekki gefið upp hina raunverulegu ástæðu. Ég myndi aldrei selja sál mína konu sem vantar aðeins peningana mína. Mér þætti ekki góð staða að þurfa sífellt að nota veskið sem gulrót fyrir framan asnann til þess eins að eiga mér fallega konu.
En það er kannski auðvelt fyrir mig að tala svona. Ég þarf ekki pening til að komast í samband við fallegan kvenmann því ég er nú þegar hamingjsamlega giftur fallegri og góðri konu.
![]() |
"Hvar er ríku og ókvæntu mennina að finna?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2007 | 21:20
Tónlist og tilfinningar
Það er merkilegt hvað tónlist og tilfinningar eru nátengd. Sum tónlist kallar fram ákveðnar tilfinningar hjá manni. Ég á mér til dæmis rigningardagatónlist, sem ég spila oft þegar það er rigning úti og mig langar að vera einn með sjálfum mér og íhuga. Það er eins ákveðin tónlist sem ég spila þegar ég vil slaka á og enn önnur þegar ég vil fara í djúpar pælingar með líf mitt.
Það var þannig um daginn að Briet, konan mín, var ekki heima. Þá setti ég Sigurrós á ferðaspilarann og heyrnatækin í eyrun þannig að ég yrði ekki fyrir neinu áreiti af umhverfinu. Síðan lagðist ég í djúpar pælingar varðandi fólkið í lífi mínu, fjölskyldan og hvernig ég vildi að líf mitt lyti út. Þetta er eins konar persónuleg stefnumótun og tilfinningaleg útrás á sama tíma. Það er ekkert alltaf auðveldar tilfinningar sem koma fram en eftir þetta ferli þykir mér alltaf miklu vænna um sjálfan mig og fjölskylduna mína og ég er meðvitaðri í hvað ég ætla að eyða tíma mínum í.
Ég mæli með því fyrir alla að eiga svona góða stund með sjálfum sér, það er mjög styrkjandi í því kröfuharða umhverfi sem við lifum í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 12:35
Kannski helst til afkastalítið
![]() |
Pöddur nýjustu burðardýrin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 11:58
Það er eitt að kjósa flokk og annað að styðja ríkisstjórn
það er ekki það sama að kjósa flokk og að styðja hann í ríkisstjórn með hverjum sem er. Ég gæti t.d. trúað því að margir samfylkingarkjósendur hugnist frekar vinstri stjórn en stjórn þeirra með sjálfstæðisflokknum.
Þetta hefur oft komið fram í skoðanakönnunum. Sú ríkisstjórn sem var síðast við líði var stundum með meira kjörfylgi en þeir sem viðurkenndu að myndi styðja hana. Þá er oft fólk úr flokkum sem eiga ekki aðilda að stjórnarsamstarfinu sem styðja ríkisstjórnina en myndu kjósa annan flokk.
![]() |
Fylgi ríkisstjórnarinnar 70% samkvæmt nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)