10.12.2007 | 11:58
Skattprósentan er ekki það sem skiptir máli...
...heldur hvað situr eftir í vasa einstaklingsins og hvað getur hann keypt sér fyrir þá upphæð. Ef við tökum dæmi um tvo einstaklinga.
Annar er með 60þúsund í laun og þarf ekki að greiða neinn skatt. Hann fær 60þúsund í vasann. Hinn einstaklingurinn er að fá 100þúsund í laun og borgar 14% skatt. Hann er að fá 86þúsund í vasann.
Sá sem er að borga skattinn er þar af leiðandi að fá 24þúsundum meira en hinn einstaklingurinn en borgar engan skatt. Þetta er að sjálfsögðu uppsett dæmi en ég veit ekki hver launin eða verðbólgan er búin að vera á þessu 12 ára tímabili.
Þær upplýsingar sem koma fram í þessari frétt segja okkur því nákvæmlega ekki neitt. Hvort það er knappri umfjöllun MBL.is að kenna eða hvort rannsóknin nær ekki lengra get ég ekki sagt til um.
Allavega, hér er upphrópunarfrétt en út frá uppgefnum upplýsingum er ekki hægt að álykta nokkurn skapaðan hlut.
![]() |
Skattbyrði þeirra tekjulægstu meiri en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 20:34
Hvar finnur maður alvöru jafnréttisumræðu?
Undanfarnar vikur hafa umræður um feminista tröllriðið íslensku samfélagi. Því miður eru það ekki umræður um jafnrétti heldur kynleysi, sandkassaslagsmál og svívirðingar frá feministum og þeirra sem finnst þeim ógnað af feministum.
Feministar telja sig vera höfuðtalsmenn jafnréttis og sýnist sitt hverjum. Orðið eitt og sér ber þó ekki með sér jafnréttislegan blæ. Feministi er eitthvað sem er kvenkyns eitthvað. Alveg eins og stórmál Steinunnar Valdísar um að ráðherra væri eitthvað karlkyns. Ég get tekið undir bæði sjónarmið.
Það segir meðal annars á heimasíðu feministafélagsins að stefna þess sé að "bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundnum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns. Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum." Þar eru fleiri mál reifuð og sum mjög góð. Mér þykir þessi þó bera með sér frekar kvenlega baráttu enda eru mál kvenna iðulega í umræðunni.
Ég ræddi nýlega við 16 ára stúlku um launin hennar og við fórum að tala um laun kvenna og karla. Hún hafði lært í félagsfræði að laun kvenna væru x mörg prósent lægri en karla eins og um óbrjótanlegt lögmál væri að ræða. Ég messaði yfir henni að hver sem er gæti fengið hvaða laun sem er óháð kyni. Það væri miklu frekar sjálfstraust fólk sem hefði meiri áhrif á laun fólks. Ég velti því fyrir mér í framhaldinu hvort launaumræðan viðhéldi launamismuninum. Launamunurinn er orðinn svo "venjulegur" í þjóðfélaginu að fólk er hætt að taka eftir því.
Á meðan þessi stúlka eins og svo margar aðrar töldu að hún gæti ekki fengið hærri laun þá voru helstu málefni feminista að neita að koma fram í einum vinsælasta umræðuþætti landsins, fárast út í afþreyingarhorn í Hagkaup og mótmæla fatalitum á nýfæddum börnum.
Mátti skilja að það væri búið að ráða örlögum barnanna aðeins nokkrum klukkustundum eftir fæðingu þeirra og sökudólgurinn væri sjálfur heilbrigðisráðherra. Það vill svo til að feministar gera mikið úr bleika litnum og kvenréttindaliturinn er bleikur. Ég veit ekki hvort heilbrigðisráðherra er bleikur feministi en hann vildi ekki viðurkenna að hann væri uppspretta launamuns kynjanna.
Ég tel landsmenn almennt vera á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að ríkja og af og til heyri ég uppbyggjandi umræður um þetta málefni. EN...það er þreytandi og niðurlægjandi fyrir konur að heyra stöðugt að þær þurfi sérstaka prinsessumeðferð til að standa jafnfætis karlmönnum í þjóðfélaginu en það eru stöðug skilaboð sem koma ekki síst frá feministum. Drullukast út í Silfur Egils hefur stórskaðað málstað jafnréttis og umræðan um fatnað smábarna gert málstaðinn að aðhlátursefni.
Sjálfur félagsmálaráðherra sem er með frambærilegustu stjórnmálakonum landsins setur þó tóninn því ekki hafði hún það í sér að jafna rétt kynjanna í jafnréttisráði. Það er í anda feministahreyfingarinnar að tala í jafnréttisfrösum en ráða svo fleiri konur þegar þær fá völdin eins og þetta dæmi sannar.
Ég auglýsi eftir ábyrgri jafnréttisbaráttu sem er laus við fordóma og byggir á staðreyndum og áhuga á jafnvægi í þjóðfélaginu í heild sinni. Ég hvet fólk, konur, karla og feminista til að hætt að kasta bleikum drullukökum í heilbrigðisráðherra og Egil Helgason eða einhverja ómerkilega hluti og fara að einbeita sér að jafnrétti svo dætur og synir, bræður og systur, mæður og feður standi jafnfætis í þjóðfélagi okkar allra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2007 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2007 | 10:48
Einfalt er gott
Mig minnir að það hafi verið Isaac Newton sem sagði eitthvað á þá leið: "ef þú einbeitir þér að því að leysa sama vandamálið nógu lengi þá finnur þú á því lausn."
Þetta eru orð að sönnu. Ég er einn af þeim sem verð stundum heltekinn af því að leysa tæknileg vandamál og hugsa um það dag og nótt. Hef jafnvel verið andvaka, misst algjörlega af því heilu tímana í skólanum hvað kennarinn var að segja og jafnvel labbað á hurðir við að hugsa um lausnir. En á endanum fær maður líka oft frábærar hugmyndir sem spara manni marga daga í vinnu.
Ég fékk verkefni í vinnunni í síðustu viku sem ég reiknaði með að taka meira en viku að vinna. Vandamálið var að ég þarf að klára það fyrir þriðjudaginn vegna misskilnings og óhagstæðra aðstæðna. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér á ýmsan máta vaknaði ég í morgun með lausnina í hausnum. Í staðinn fyrir að gera viku excel æfingu get ég leyst verkefnið á örfáum klukkutímum og það sem meira er að lausnin er betri en hin sem hefði tekið mig viku að vinna.
Ef þú hugsar nógu lengi hvernig þú getur leyst vandamálið þá finnur þú lausnina á endanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007 | 16:57
Bið feminista landsins afsökunar á tilfinningalegu upphlaupi mínu
Eftir umræðu gærdagsins, blog frá mér og nokkur comment ákvað ég að kynna mér málið nánar til að fá staðreyndir málsins á hreint.
Stormaði í Hagkaup, kíkti á nýju verslunina sem er mjög flott og eftir að hafa keypt mér tvo potta af mjólk settist ég uppgefinn í hvíldarherbergið fræga. Þar sá ég fræðsluþátt um einhvern ættbálk út í heimi.
Eftirfarandi staðreyndum komst ég að:
í Hagkaupsbæklingnum stóð orðrétt: "Í herradeildinni er afþreyingarsvæði sérhannað til þess að slaka á. Láttu aðra um að versla meðan þú horfir á sjónvarpið."
Svæðið er staðsett í jaðri herradeildarinnar. Á hægri hönd, þegar þú horfir eru leikföng, tæki á vinstri hönd og matvaran ekki langt frá. Herradeildin fyrir aftan, ef ég man þetta allt rétt.
Ég sé nú ekkert karlalegt við þetta. Hins vegar er kjörið fyrir konuna að setjast niður meðan karlinn velur sér föt og mátar. Varla ætlar konan að máta fyrir karlinn sinn. Það er tilvalið að láta hann nú um að versla eigin föt og máta meða látið er fara vel um sig og horft á "American next top model."
Ég biðst afsökunar vegna þess að í gær hélt ég að um einhvern misskilning væri að ræða í fréttinni en sé núna að hugmyndin er komin frá konu og gert fyrir konur meðan karlarnir versla.
Bestu kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 10:05
Er þetta bara fyrir karla?
Geta konur ekki alveg eins horft á enska og spilað playstation meðan karlarnir versla? Ég skil ekki alveg þessa umræðu.
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.11.2007 | 17:43
Eigum við að vera eins?
Það er leitt ef ég eignast hvorki strák né stelpu. Systir mín verður ekki lengur systir mín og bróðir minn ekki lengur bróðir minn. Núna verðum við öll systkini og göngum í gulu. Pabbi og mamma verða ekki lengur pabbi og mamma heldur foreldrar og verða bæði að ganga í gulu
Mamma á að vera í pilsi, með stór brjóst og sítt hár. Væntanlega verður pabbi þá að vera í buxum og með stutt hár en það hefur ekki komið beint fram en ég túlka það þannig þar sem mamma og pabbi meiga ekki vera eins á umferðarljósinu
Við eigum að vera eins en samt eiga að vera stelpu og strákaskólar
Mamma má ekki vera stjóri heldur verður hún að vera stýra
Jólasveinninn má ekki lengur segja HÓ HÓ HÓ og ég reikna með því að hann verði útdauður í þeirri mynd sem hann er áður en ég eignast barnabörn
Ef ég eignast dóttir er eins gott að hún gangi í feministahreyfinguna ef hún ætlar að fara í pólitík, það er ekki nóg að vilja jafnrétti. Háttvirtur mentamálaráðherra fékk allavega kaldar kveðjur þegar hún vildi ekki kalla sig feminista
Kannski verðum við í framtíðinni öll í búning eins og islamskar konur svo það sé ekki hægt að gera upp á milli kynjanna
![]() |
Ekki meira blátt og bleikt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2007 | 18:07
Geðshræring
Aðra eins geðshræringu hef ég varla séð í bloggheiminum en þegar það á að breyta orðinun "ráðherra". Það er eins og ráðist hafi verið á landið og veldi okkar íslendinga eða allavega helmingi þeirra sé ógnað.
Ég verð að segja það að ég er ekki þekktur fyrir að vera feminiskur í hugsun og oft látið feminiska einstaklinga heyra nokkur vel valin orð fyrir innlegg þess í umræðuna. En þetta orð "ráðherra" er eitthvað sem mér finnst alveg meiga breyta. Herra er bein vísun í karlmann og kona getur ekki orðið karlmaður nema fara í til þess gerða aðgerð. Starfsheitið "ráðherra" hefur væntanlega verið búið til þegar konur höfðu ekki kosningarétt, hvað þá að þær myndu setjast á þing og verða ráðherrar. Í sjálfu sér er þetta úrelt nafn og skorðar starfið við annað kynið. Ef þessu væri snúið við og nafnið vísaði í kvenkynið s.s. ráðfrú (eða járnfrú) eða eitthvað þvíumlíkt. Þá myndu karlar ekki vera spenntir. Ekki vildu karlkyns "flugfreyjur".
Ég skil því vel ef konur vilja breyta þessu heiti í eitthvað sem vísar ekki í annað hvort kynið.
![]() |
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 19:56
Skjálfti og hræddir sunnlendingar
Blaðamaður á Visir.is talar um jarðskjálfta upp á 4,0 hjá Gróttu í dag og segir að Selfyssingar hafi þust út á götu. Ekki er hins vegar minnst á einn Reykvíking sem sá ástæðu til að óttast. Sjá má fréttina hér.
Ég á bágt með að trúa því að fólk á Selfossi hafi þust út á götur vegna slíks skjálfta í Reykjavík en hins vegar hefur sumum eflaust brugðið illilega við skjálftann sem varð ca undir Mjólkurbúi Flóamanna og var á milli 1-2 á Richter og þeirri hrinu sem hefur staðið þar síðan í dag. Þar hafa skjálftarnir farið upp í 3 á richter og eiga flestir upptök sín upp með Ölfusá.
Sjá má kort sem hægt er að stækka af jarðskjálftunum hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2007 | 19:57
Leitt fyrir hana að ég er orðinn ráðsettur maður

![]() |
Jessica Simpson leitar að alvöru manni með sætan rass |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 12:58
Þú kaupir þér afborgun en ekki húsnæði
þegar fólk er að kaupa sér húsnæði miðar það allt við hvað það getur borgað á mánuði. Afleiðingin verður því sú að í flestum tilvikum fer megnið af útgjöldum fólks í húsnæðisliðinn en ekki í sparnað. Það hefur líka sýnt sig að með auknum kaupmætti fer hærra hlutfall útgjalda í húsnæði.
Þar sem húsnæðismarkaður er stór þ.e. margir kaupendur og hver einstaklingur hefur engin áhrif á verðmyndun markaðarins gildir sú hagfræðiregla að ef kaupmáttur fólks hækkar þá hækkar húsnæðisverð til samræmis.
Þegar fólk fær aukið aðgengi að lánsfjármagni eða vextir lækka þá hækkar húsnæði á markaðnum í öllum tilvikum nema aðrir þætti hafi hamlandi áhrif á móti. Þannig myndi aukin aðstoð til að kaupa húnsæði einungis hækka verðið og bæturnar færu í vasa seljenda. Það sem gæti dregið úr þessu væri að bætur t.d. vaxtabætur séu eingöngu til lítils hóps kaupenda s.s. þeirra sem eru að kaupa sér í fyrsta sinn.
![]() |
Forsætisráðherra: Skynsamlegt að halda að sér höndum og fresta fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)