14.12.2007 | 13:27
Galli í hönnun
![]() |
Vatnsleki í verslun IKEA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 13:16
Hattífattar
Maður þarf ekki lengur að vera myrkfælinn. Setur bara innbygðu ljósaperuna í gang þegar það er komið myrkur. Það verður skemmtileg stemning á Laugarveginum á Þorláksmessukvöldum þegar upplýst fólkið gengur um miðbæinn. Þetta verður eins og ævintýrið í Múmínálfunum um Hattífattana (fyrir þá sem eru nógu gamlir eða nógu barnalegir eins og ég að horfa á barnaspólurnar með hinum börnunum og vita hvað Hattífattar og Múmínálfar eru).
![]() |
Glóandir kettir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2007 | 12:08
Fjandans ökuníðingur
Ég á ekki orð. Sat út í bíl á bílastæði fyrir utan skólann í morgun og var að mana mig í að hlaupa inn í gegnum rokið og rigninguna. Fyrir framan mig er bíl bakkað úr stæðinu rólega. Svo stoppar bíllinn enda farinn að nálgast mig. Allt í einu heldur hann áfram og bakkar á mig þar sem ég sit í bílnum með ljósin á. Ég náði að flauta á hann um sama leyti og hann keyrir á. Þvílíkur asni, ég ætla að fara úr bílnum að tala við kauða en fíflið brunar bara í burtu án þess að ég fái rönd við reist.
XXXXXX (strikað út af ritstjóra) maður keyrir á bíl og keyrir í burtu vitandi það að manneskjan var í bílnum. Ég varð svo hissa að ég aulaðist ekki til að ná númerinu á þessum XXXXX (aftur strikað út vegna þess að börn geta séð þessa færslu).
Ég skora á þennan aumingja að gefa sig fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 19:54
Ætli ég geti lagst í híði yfir veturinn?
Það kæmi sér vel. Minni snjór, minni kuldi og svo vakir maður bara yfir sumarið þegar það er gott veður og bjart allan sólahringinn. Sennilega gott fyrir sjómenn og bændur að geta vakað á vertíð og sofið á rólegri tímum ársins
![]() |
Líkamsklukkurofinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 22:55
Óréttlæti er þetta...
...hjá henni Jóhönnu. Ekki kemur það nú vel út hjá henni að borga konum lægri laun en körlum. Jóhanna sem er þó góður þingmaður að öllu jöfnu vill öllum jafnt og myndi aldrei mismuna fólki og þetta hljóta að vera klaufaleg mistök hjá henni
Það hefur reyndar alltaf farið ofsalega illa í mig að jafnréttisráð er skipað að miklum meirihluta konum. Það er mjög slæmt fyrir jafnréttisbaráttuna því það er ekki hægt að taka jafnréttisráðherra alvarlega meðan svo er um hlutina bundið því að er ákveðið ósamræmi í orðum og gjörðum ráðherra með slíkum aðferðum
Ég rakst á mynd af Becham í dag á visir.is þar sem hann var að auglýsa armani. Ég velti því fyrir mér hvort feministar sjái eitthvað varhugavert við hana. Allavega, ég rakst á þessa fínu hjúkkumynd sem ærði óstöðugan nýlega á sama fréttavef og var búið að taka upp á síðu feminista. Á hvora myndina ætli þeim lýtist betur á
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 19:31
Búinn að kaupa jólagjafir
Jæja, ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar. Ákvað að taka bara á því og keypti allt sem kaupa þurfti í gær og í dag. Mikill léttir svona áður en lokatörnin í skólanum byrjar að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vera út úr stressaður og týndur í einhverri þvögu korter í jól.
12.12.2007 | 16:08
Tilgangslaust fyrir músina að vera hrædd við þennan kött
Myndbandið hefði aldrei orðið svona langt ef minn köttur hefði átt í hlut. Hann hefði einfaldlega étið músina á nokkrum sekúndum hvort sem músin hefði orðið hrædd eða ekki.
![]() |
Hræðist ekki óvininn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2007 | 11:57
Athyglisverð færsla
þeir sem sáu fréttirnar tóku eftir íslendingi sem var fangelsaður og pyntaður í USA fyrir litlar sakir. Það vill svo til að þetta er bloggvinkona mín hún Erla. Mæli með að þið lesið færsluna hennar hér.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef takmarkaðann áhuga á að ferðast þangað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 10:25
Hversu mikil er þörfin...
Hver er réttlætingin á því að kaupa sér sjónvarp þegar þú borgar yfir 20% vexti af yfirdrættinum og raðgreiðslunum? Hversu mikið þarftu á jeppa eða nýjum bíl að halda þegar þú ert með aðra hluti á raðgreiðslum eða yfirdrætti á yfir 20% vöxtum?
Hvernig væri að spara fyrst og kaupa svo?
![]() |
Yfirdráttarlán aldrei hærri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2007 | 14:12
Þetta gerist ekki í Danmörku
Vegna þess að danir hugsa vandlega áður en þeir kaupa. Íslendingarnir virðast ekki hugsa mikið út í verðið þegar öllu er á botnin hvolft eins og þessi rannsókn sýnir fram á.
Það er því miklu fremur íslenskir neytendur sem eiga sök á háu verðlagi en fyrirtækin sem selja vöruna. Til hvers að hafa lægra verð ef þú selur jafn mikið með hærra verðinu? Af hverju eru jafn mikið um fasteignaviðskipti og raun ber vitni í dag þrátt fyrir að vextir og verðbólga er gríðarlega há? Eru það bankarnir sem eru að kaupa eða eru það neytendurnir?
Ef við viljum sjá verðlag á Íslandi verða svipað og erlendis þarf næmnin fyrir verði á vörum, húsnæði, vöxtum og fleiru að aukast.
Ég velti því oft fyrir mér hvernig rándýrar búðir geti þrifist á hverju götuhorni hér í Reykjavík og í hverju þorpi. Ég var nýlega út í Danmörku og það var ekki einu sinni búð í þorpinu sem ég gisti í. Við þurftum að fara í annað sveitarfélag til að kaupa okkur lyf og mat en þar voru vörurnar líka miklu ódýrari. Óþægilegt að geta ekki skroppið út í búð? Búðarferðirnar voru einfaldlega skipulagðar fyrirfram þannig að enginn þurfti að líða skort.
Ég hvet þig til að gerast verðnæmari lesandi góður því það er það sem lækkar verðlag í okkar ástkæra landi.
Bestu kveðjur
![]() |
Eykur verðlækkun ekki sölu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)