Eigum við að vera eins?

Það er leitt ef ég eignast hvorki strák né stelpu. Systir mín verður ekki lengur systir mín og bróðir minn ekki lengur bróðir minn. Núna verðum við öll systkini og göngum í gulu. Pabbi og mamma verða ekki lengur pabbi og mamma heldur foreldrar og verða bæði að ganga í guluFootinMouth

Mamma á að vera í pilsi, með stór brjóst og sítt hár. Væntanlega verður pabbi þá að vera í buxum og með stutt hár en það hefur ekki komið beint fram en ég túlka það þannig þar sem mamma og pabbi meiga ekki vera eins á umferðarljósinuPouty

Við eigum að vera eins en samt eiga að vera stelpu og strákaskólarShocking

Mamma má ekki vera stjóri heldur verður hún að vera stýraErrm

Jólasveinninn má ekki lengur segja HÓ HÓ HÓ og ég reikna með því að hann verði útdauður í þeirri mynd sem hann er áður en ég eignast barnabörnPinch

Ef ég eignast dóttir er eins gott að hún gangi í feministahreyfinguna ef hún ætlar að fara í pólitík, það er ekki nóg að vilja jafnrétti. Háttvirtur mentamálaráðherra fékk allavega kaldar kveðjur þegar hún vildi ekki kalla sig feministaAngry

Kannski verðum við í framtíðinni öll í búning eins og islamskar konur svo það sé ekki hægt að gera upp á milli kynjannaNinja


mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Vá... góður Steinn...

Anna Sigga, 28.11.2007 kl. 19:20

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þakka þér fyrir. Mér finnst að það ætti að vera einn dagur á ári í þinginu þar sem karlkyns þingmenn eru hvattir til að mæti í bláu og kvenmenn í bleiku.

Reyndar held ég að það væri áhrifaríkara að slíkt yrði gert í öllu þjóðfélaginu frekar en að lita allt bleikt þar sem konur taka bara þátt. Það fær bæði kyn til að íhuga jafnrétti þar sem bæði kyn fái að njóta sín.

Ef bæði kynin eiga að vera eins held ég að fólk sé á villgötum. Ég held að það væri áhrifaríkari leið að bæði kyn njóti sín til fullnustu í sínum lit hvort

Steinn Hafliðason, 28.11.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Skyldi hún hafa fengið hugmyndina eftir lestur ónefnds sorprits er Davíð Þór stofnaði ef mig misminnir ekki?

Eiríkur Harðarson, 29.11.2007 kl. 01:07

4 identicon

Góð færsla hjá þér Steinn

Bríet (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband