21.12.2007 | 15:34
Ótrúlega fyndin fyrirsögn
Þetta er alveg ótrúlega fyndin fyrirsögn. Þetta er eins og Angólamenn séu einhver minnihlutahópur sem eru settir útundan í heimsþjóðfélaginu eða svo lélegir í fótbolta að það sé fréttnæmt að þeir séu í góðum liðum.
Ekki vildi ég heyra frétt sem hljóðaði eins og fyrsti karlmaðurinn/íslendingurinn/hvíti maðurinn/rauðhærði eða eitthvað álíka þegar ég er ráðinn eitthvað. Það er frekar niðurlægjandi.
![]() |
Fyrsti Angólamaðurinn til Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 15:21
Ofneysla
Búinn að sjá auglýsingu ónefnds stórmarkaðar þar sem kona ein kaupir "borð með öllu". Þar er sett svo ótrúlega mikið af mat og vörum að það nægir mörgum fjölskyldum. Starfsmaður segir við hana í spurngingartón að hún ætli væntanlega að fá allt þetta.
Mér finnst þessi auglýsing vera ógeðsleg. Það er verið að setja á svið tryllingslega ofneyslu og græðgi eins og um sjálfsagðan hlut væri að ræða. Í mínum huga er þessi auglýsing andi græðgishyggju verslunar og gjaldþrotagræðgi neytandans. Hvoru tveggja er vandamál í efnishyggjusjúku þjóðfélagi.
Þó að það sé algerlega eigið mál fólks hvort það leggi mikla fjármuni í jólahald eða ekki þá vakna upp klígjutilfinningar þegar ég sé umrædda auglýsingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2007 | 21:48
Líttu í eigin barm félagi
Þegar þú ert farinn að kenna öllum öðrum um það sem fer úrskeiðis ertu á rangri braut. Líttu í eigin barm, maðurinn braut af sér og var sendur út af og ekki að ástæðulausu. Ef það er dómaranum að kenna að menn geta ekki hamið skapið á sér, hvort sem þeir eru áreittir af mótherjum eða ekki þá eiga menn bara að hætta að spila fótbolta.
Benitez, líttu í eigin barm, þeir sem ná árangri kenna ekki öðrum um árangursleysi heldur hugsa upp lausnir.
![]() |
Benítez: Dómarinn átti að grípa inní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2007 | 12:28
Búinn í prófum
Loksins kláraði ég síðasta prófið í gær. Ég er búinn að safna upplýsingum um hvar ég er í lífinu og komist að eftirfarandi niðurstöðu:
1. Í dag er 20.desember 2007
2. Konan mín og barnið mitt búa enn í sama húsi og ég. Hún er ekki búin að skilja við mig
3. Það eru að koma jól og ég á eftir að gera allt nema kaupa jólagjafir
4. Ég keypti mér bíl einhvern tíman í haust
5. Ég hélt að það væri ennþá haust út af veðri en konan mín er búin að sannfæra mig um að það sé kominn desember
6. Ég er búinn að skipta um vinnu
7. Siggi svili er búinn að fara til Kína í nokkra mánuði og kominn aftur
8. Anton svili er búinn að búa hjá okkur í allt haust
9. Arsenal er efst í ensku deildinni
10. Það er kominn nýr nágranni
Já það er margt sem gerist meðan hugurinn er í skólanum. Hlýtur að vera óþægilegt að vera í dái í marga daga, vikur eða mánuði og umhverfið og jafnvel samfélagið er breytt þegar maður vaknar.
20.12.2007 | 00:01
Skiptir engu máli...

![]() |
Avram Grant: Verðskuldaður sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2007 | 22:19
Allt reyna konurnar...

![]() |
Kynþokkafullur fangi í dótabúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 11:25
Borgarumferð framtíðarinnar
Þetta er eitthvað sem á eftir að verða hluti af hverri borg. Í staðinn fyrir strætó og hefðbundna bíla áttu eftir að panta þér bíl í götuna þína í líkingu við þennan. Þú smellir svo bara á staðinn sem þú vilt fara á og smellir debetkortinu í.
Bílarnir verða að sjálfsögðu tölvustýrðir þannig að það verður enginn hraðakstur og engir árekstrar. Umferðaræðarnar ná hámarksafköstum á álagstíma.
Engir einkabílar og engin umferðarslys. Þú getur meira að segja lagt þig meðan bílinn brunar á áfangastað.
![]() |
Á flugvöllinn í fjarstýrðu hylki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 10:09
Þegar trúin hittir sjálfa sig
Þegar heimskum manni eru kenndir heimskulegir hlutir fremur hann heimskupör.
![]() |
Stálu fæti af helgum manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2007 | 18:06
Ljóst hverjir ætla að keppa um titilinn
Eftir leiki helgarinnar er ljóst hvaða lið ætla að keppa um titilinn í vor. Lið Arsenal og Man.utd sýndu einfaldlega að það eru liðin sem gera það sem þarf að gera til að verða meistari. Ég vona að liðin haldi áfram að sýna jafn silldarlegan bolta hér eftir sem áður fyrr.
Áfram Arsenal
![]() |
Arsenal lagði Chelsea og er aftur efst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2007 | 13:24
Farinn að sofa
![]() |
Nætursvefn gefur hærri einkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)