Ofneysla

Búinn að sjá auglýsingu ónefnds stórmarkaðar þar sem kona ein kaupir "borð með öllu". Þar er sett svo ótrúlega mikið af mat og vörum að það nægir mörgum fjölskyldum. Starfsmaður segir við hana í spurngingartón að hún ætli væntanlega að fá allt þetta.

Mér finnst þessi auglýsing vera ógeðsleg. Það er verið að setja á svið tryllingslega ofneyslu og græðgi eins og  um sjálfsagðan hlut væri að ræða. Í mínum huga er þessi auglýsing andi græðgishyggju verslunar og gjaldþrotagræðgi neytandans. Hvoru tveggja er vandamál í efnishyggjusjúku þjóðfélagi.

Þó að það sé algerlega eigið mál fólks hvort það leggi mikla fjármuni í jólahald eða ekki þá vakna upp klígjutilfinningar þegar ég sé umrædda auglýsingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Held nú að þeir séu bara að sýna hvað sé til.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.12.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sma sem áður er alveg ótrúleg aukning á þessum ofneysluefnishyggjuauglýsingum, það er svo mikið af fólki sem telur það vera eitthvert"möst"að eiga allt þetta veraldlega drasl. Skilar það einhverri lífshamigju? Mitt mat er að það eina sem vinnst er geð og taugaveiklun.

Eiríkur Harðarson, 21.12.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband