23.5.2008 | 10:59
Meira af eurovision
Það er ekki hægt að kveikja á útvarpinu án þess að heyra eurovision í annari hverri setningu og hlusta á gömul eurovision lög. Allt í lagi, við komumst áfram úr forkeppninni en það eru fréttir gærdagsins og ég held að fólk sé búið að ná því en halda mætti að við hefðum unnið aðalkeppnina.
Síðan á ég líka þennan ágæta euriovision disk sem ég spila þegar ég vil heyra gömul eurovision lög en það eru sömu góðu eurovision lögin ár eftir ár þannig að ég er fyrir nokkrum árum kominn með hundleið á öllum gömlu eurovision lögunum. Það verður eurovision aftur á laugardaginn og með þessu áframhaldi verður ekkert eurovision partý því það verða allir komnir með ælu af því að heyra þetta orð "eurovision".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 10:06
Ég sá ekki eurovision
Þess í stað ákvað ég að eyða kvöldinu ásamt stórum hluta landsmanna inn á ónefndum pizzustað. Oh hvað ég elskaði þessa góðu stund sem ég átti með Antoni (bróðir konunnar minnar) og syni mínum meðal skælbrosandi þjóðar í troðfullum pizzustað.
Það höfðu greinilega allir fengið sömu góðu hugmyndina í gærkveldi, pöntum pizzu og horfum á eurovision. Það var svo stappað á staðnum að röðin var eiginlega í spíral inn í staðnum til þess að allir kæmist fyrir. Aldrei hef ég séð íslendinga svona prúða í biðröð en líklega var það vegna þess að allir ákváðu að láta eins og þeir væru ekki á staðnum enda sjálfsálitið í hámarki eftir þessa snilldarákvörðun sem opinberaðist stórum hópi landsmanna sem höfðu tekið sömu snilldarákvörðunina. Það er líklega líka ástæðan fyrir því að engin samskipti voru milli fólks og það forðaðist að horfa á hvort anna, enginn vildi kannast við að vera á staðnum.
Ég varð því að kíkja á textavarpið til að fá úrslitin úr eurovision þetta kvöld og vitið þið hvað...pizzan var orðin köld og smakkaðist ekki einu sinni vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 09:08
Allt saman til sölu
![]() |
Betra en fara í felur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 15:05
Hvað þarf að útskýra
![]() |
Cherie Blair útskýrir óvænta þungun sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 15:01
Lokaritgerð og tímasókn
Þá er ég búinn að skila lokaritgerðinni og síðasti skólatími námsins búinn. Eftir vökunætur alla síðustu viku og rúmlega það þá er þessi ágæta ritgerð loksins komin í dóm.
Það var reyndar skondið að þegar ég vaknaði daginn eftir skil þá var það fyrsta sem kom upp í hugann nokkur atriði sem hefðu gert hana betri. Gott að vita það eftir á að með 30 mínútna vinnu hefði ritgerðin litið mun betur út. Jæja, það þýðir ekki að svekkja sig á því, það er víst alltaf hægt að gera betur. Vinur minn sagði við mig að þegar maður væri að ljúka við svona langt verkefni þá væri það sem maður skrifaði fyrst lélegt og það sem maður skrifaði síðast gott af því að maður hefur lært svo mikið á þeim tíma sem tók að skrifa. Ég held að það sé svolítið til í þessu hjá honum.
Núna á ég eftir að skila tveimur verkefnum, einu litlu og einu stóru og að lokum að halda opna kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar minnar 30.maí. Ef ég held mér að verki og læt ekki letina og spennufallið eftir skil á ritgerðinni ná tökum á mér þá blasir það við mér að útskrifast og klára þetta magnaða nám eftir nokkrar vikur.
16.5.2008 | 14:48
Allt horfið
Fréttatilkynning:
Námsmaður í Gravarvoginum komst að því nýlega að öll sætindi hafa smám saman verið að hverfa á heimili hans. Allt sem flokkast undir sætindi, gos og ís hefur smám saman horfið úr hillum og skápum. Grunsamlegir dominos pizzukassar hafa sést öðru hvoru en ekki er vitað hvernig það tengist þessu dularfulla hvarfi.
Húsráðandi hefur ekki hugmynd um hvernig getur staðið á þessu og aðspurðu segist hann hafa tekið eftir þessu nýlega þegar hann vaknaði eftir langa setu yfir bókunum daginn áður..."þetta er einmitt sérstaklega slæmt á þeim dögum þegar ég er búinn að liggja lengi yfir bókunu, þá er eins og beri mest á þessu. Nú er svo komið að öll sætindin er búin og ég á bara þurrkaðir ávextir eftir upp í hillu."
Húsráðandi biður alla sem geta gefið skýringar á þessu dularfulla hvarfi að senda honum skeyti á bloggsíðunni hans.
Reuters
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 12:24
Meiri hætta
Þetta frumvarp ótrúlega afturför enda hafa íslendingar blessunarlega verið lausir við ýmsa lífshættulega sjúkdóma úr landbúnaðarafurðum sínum s.s. tríkínur (sem er lífshættulegt sníkjudýr), klaufaveiki og svínapest. Ég ætla líka að minna á að reglulega koma upp fuglaflensutilvik í evrópu. Eftirlit með hráefni til landbúnaðarframleiðslu og heilbrigði íslensks landbúnaðar er gríðarlegt og hefur gert okkur kleift að vera áhyggjulaus þegar við setjum kjúkling og svínakjöt á grillið. Þetta hefur tekist m.a. vegna þess að innflutningur á hráu kjöti hefur ekki verið leyfður.
Halldór Runólfsson segir að það séu ekki miklar líkur á aukinni hættu heilsufari íslendinga. Auðvitað er aukin hætta á sjúkdómum. Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað við erum heppin að vera laus við þessa sjúkdóma.
Dýraheilbrigðiskerfið hjá ESB er heldur ekki eins saklaust og það vill vera að láta. Fuglaflensutilvik koma upp reglulega, salmonella er stórt vandamál og hafa sérfróðir evrópumenn varla trúað því þeim árangri sem íslendingar hafa náð í þeim efnum og láta sig ekki einu sinni dreyma um slíkan árangur. Þá minntist ég á sníkjudýrið tríkínur sem getur leitt fólk til dauða. Það ættu allir að muna eftir gin og klaufaveikinni sem tröllreið Bretlandseyjum fyrir nokkrum árum. Gin og klaufaveiki kemur upp reglulega um alla evrópu en ekki er vitað til að slíkur sjúkdómur hafi nokkurn tíman borist til Íslands. Fyrir utan að vera bráðsmitandi og myndi væntanlega leggja íslenskan landbúnað á hliðina þá smitast bæði rottur og hreindýr. Viðbrögð breta við þessum sjúkdómi segir allt sem segja þarf hversu alvarlegt það er þegar sjúkdómnum verður vart og hversu erfitt er að komast fyrir hann.
Þá er ég minnugur umfjöllun sem ég las um landbúnaðarmafíuna sem er kennd við Belgíu og þegar eftirlitsmaður landbúnaðarins var einfaldlega drepinn þegar taka átti á eftirliti með ákveðnum svæðum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið álit á dýraheilbrigðismálum evrópusambandsins einfaldlega af því að þar grassera sjúkdómar sem við Íslendingar erum blessunarlega laus við og ég vona að við verðum áfram laus við.
![]() |
Vill að frumvarpið verði fellt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 00:29
Góð kaka
Fór út í búð áðan og keypti mér daim tertu (ekki láta samviskuna mína vita). Kakan var svo girnileg að starfsmaðurinn hafði sérstaklega orð á því og byrjaði nánast að slefa meðan hún afgreiddi mig. Á leiðinni út fann ég hvernig hún mændi á mig ganga út með þessa góðu köku eins og hún ætlaði bara að hlaupa á eftir mér og hrifsa hana af mér. Kannski ekki en næstum því. Ég er allavega að slefa þessari köku ofaní mig núna.
14.5.2008 | 19:25
Kommúnistinn við völd
Það er ótrúlegt hverslags fasistaríki er Evrópusambandið orðið. Nú má fólk ekki hafa meira en 62 milljónir í árslaun. Það sem er merkilegt við þetta að góður stjórnandi getur skapað fyrirtækjum tugi milljarða í verðmætum með hæfileikum sínum og skorið úr um hvort fyrirtæki fari á hausinn eða ekki.
Ef það á að setja launaþak á forstjóralaun þá er þess virði að skoða hvort það eigi ekki að setja launaþak á fleiri s.s. íþrótta- og tónlistarfólk og að ég tali nú ekki um leikara.
Ég býð bara eftir því hverju þeir vilja stjórna næst. Kannski þeir vilji setja lög um það hvað hver hlutur á að kosta og hversu mikið magn af hverjum hlut maður má kaupa. Ég verð að segja að þetta er farið að minna svolítið á gamlar kommúnistareglur sem ég hélt að flestir væru farnir að sjá að gerðu evrópu ekki gott.
![]() |
ESB ræðst til atlögu við ofurlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2008 | 10:19
Af hverju er alltaf verið að ráðast á Bónus
Flestar vörur sem ég kaupi eru ódýrari í Bónus en nokkuri annara búð enda versla ég oft þar. Af hverju gera menn ekki athugasemdir við verðlag í búðum eins og 11/11 og Nóatúni eða bensínstöðvunum. Ef Bónus býður lægsta verðið þá eru þeir að standa sig best.
![]() |
Bleyjurnar hækkuðu verulega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |