Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2008 | 11:43
Spakmæli dagsins
"...segir fjórða sætið í Sepang vera afleiðingu þess að hann hafi ekki náð nógu góðum tímahring" Þetta eru afar athyglisverð ummæli í ljósi þess að þeir þrír sem voru á undan honum náðu einmitt betri tímahring.
Hamilton skorti fullkomnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 17:19
Hvers ábyrgð?
Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að annast hag bæði kaupenda og seljanda. Í því fellst að gera fólki grein fyrir því að það geta falist veruleg áhætta í því að kaupa nýja íbúð áður en þú selur þá gömlu.
En þetta er því miður staðreynd hjá mörgu fólki. Ég las í fréttum nýlega að það hefði skapast einhver hefð að vera ekkert að bíða eftir að gamla íbúðin seljist áður en ný er keypt. Það er auðvitað glæfraskapur á háu stigi. Fasteignasali sem gerir kaupanda ekki grein fyrir hættunni í slíkum viðskiptum er ekki að vinna vinnuna sína. En hver verður að taka ábyrgð á sjálfum sér. Ég vona að íslendingar nýti nú tækifærið og læri á því ástandi sem er í dag og taki tillit til þess að hlutirnir ganga ekki alltaf fyrir sig eins og best verður á kosið.
Mér finnst svona ástand hjá fólki mjög sorglegt og óska engum í þessar aðstæður því þær geta farið hrikalega illa með fólk og haft mikil og neikvæð áhrif á fjárhag þess í mörg ár.
Rafiðnaðarsambandið toppaði þó umræðuna þar sem þeir lýsa yfir að hafa tekið 100% lán á íbúð og þykjast nú vera í skuldafangelsi. Ég segi nú bara, ef þeir hafa ekki meira vit í kollinum en að koma peningum okkar launþega í skuldafangelsi ættu þeir einfaldlega ekki að vera að meðhöndla þá yfir höfuð. Þetta fólk er í vinnu við að lenda ekki í svona aðstæðum og eiga að hjálpa umbjóðendum sínum í sinni fjárhagslegri velferð í lífinu. Ég bið þessa blessuðu menn að skammast sín og finna sér nýja vinnu þar sem þeir geta sett sína eigin peninga í fangelsi.
„Allir fóru í mínus“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 22:29
Letiheimsókn
Fékk letina í heimsókn í kvöld. Búinn að vera að skrifa lokaritgerðin á fullu síðustu helgar og kvöld eftir kvöld. Síðustu dagar fóru svo í að vera roomservice og annað meðan konan mín og sonur minn voru rúmliggjandi í flensu.
Í kvöld bankaði flensan svo aftur við hjá konunni minni og þá nennti ég nú ekki meiru. Ég leyfði letinni að taka öll völd og fór út í sjoppu til að elda kvöldmatinn. Ég nenni bara hvorki að læra, taka til eða aðra skynsamlega hluti. Letin er búin að sannfæra mig um að hanga á netinu fram eftir kvöldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2008 | 20:45
Hamingjuóskir
Tvær konur í stjórn Norðlenska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 00:45
Skemmtileg grein um alþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 13:55
Íslenskur landbúnaður
Staðreyndir svart á hvítu um gæði íslensks landbúnaðar
93 greindust með salmonellusýkingu í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 12:35
Arsenal heppið
Arsenal dróst gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 11:59
Óttist eigi
Lítil hætta á samdrætti og lendingin hvorki mjúk né hörð. Hann Geir er svo nákvæmur í efnahagsstjórninni að hann getur að sjálfsögðu fullyrt um þetta.
Sennilega er öllu óhætt og ég get notað krítina sem aldrei fyrr fyrst Geir er svona viss. Það er ekkert að óttast.
Forsætisráðherra: Ekki hætta á samdrætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 18:21
Hvað er 3+7?
Fangelsi fyrir að taka lögreglumann hálstaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.3.2008 | 12:07
Eru vændiskonur ekki gerendur?
Það fór illa fyrir ríkisstjóra New York í vændismálinu. Hann getur sjálfum sér um kennt sjálfur siðapostullinn og hann á ekki vorkun mína. Það sem vakti hins vegar athygli mína er skoðun Sóleyjar feminista hér um að vændiskonan sé ekki gerandi í málinu og það sé ekki hneykslanlegt að stunda vændi.
Í mínum huga er vændi sorglegt á allan hátt og skiptir mig engu máli hver er kaupandinn og hver er seljandinn. Það er hvoru tveggja sorglegt og mér dettur ekki í hug að afsaka vændiskonur því þær eru líka gerendur í þessum harmleik ekki bara kaupandinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)