Færsluflokkur: Bloggar

Meira af eurovision

Það er ekki hægt að kveikja á útvarpinu án þess að heyra eurovision í annari hverri setningu og hlusta á gömul eurovision lög. Allt í lagi, við komumst áfram úr forkeppninni en það eru fréttir gærdagsins og ég held að fólk sé búið að ná því en halda mætti að við hefðum unnið aðalkeppnina.

Síðan á ég líka þennan ágæta euriovision disk sem ég spila þegar ég vil heyra gömul eurovision lög en það eru sömu góðu eurovision lögin ár eftir ár þannig að ég er fyrir nokkrum árum kominn með hundleið á öllum gömlu eurovision lögunum. Það verður eurovision aftur á laugardaginn og með þessu áframhaldi verður ekkert eurovision partý því það verða allir komnir með ælu af því að heyra þetta orð "eurovision".


Ég sá ekki eurovision

Þess í stað ákvað ég að eyða kvöldinu ásamt stórum hluta landsmanna inn á ónefndum pizzustað. Oh hvað ég elskaði þessa góðu stund sem ég átti með Antoni (bróðir konunnar minnar) og syni mínum meðal skælbrosandi þjóðar í troðfullum pizzustað.

Það höfðu greinilega allir fengið sömu góðu hugmyndina í gærkveldi, pöntum pizzu og horfum á eurovision. Það var svo stappað á staðnum að röðin var eiginlega í spíral inn í staðnum til þess að allir kæmist fyrir. spírallAldrei hef ég séð íslendinga svona prúða í biðröð en líklega var það vegna þess að allir ákváðu að láta eins og þeir væru ekki á staðnum enda sjálfsálitið í hámarki eftir þessa snilldarákvörðun sem opinberaðist stórum hópi landsmanna sem höfðu tekið sömu snilldarákvörðunina. Það er líklega líka ástæðan fyrir því að engin samskipti voru milli fólks og það forðaðist að horfa á hvort anna, enginn vildi kannast við að vera á staðnum.

Ég varð því að kíkja á textavarpið til að fá úrslitin úr eurovision þetta kvöld og vitið þið hvað...pizzan var orðin köld og smakkaðist ekki einu sinni velPinch


Hvað þarf að útskýra

Ég hélt að þetta væri eitthvað krassandi. Ég hélt að konur þyrftu yfirleitt ekki að útskýra neitt nema einhver annar en maðurinn þeirra væri faðir barnsins, það vita það flestir hvernig börn verða til, líka kaþólikkar.
mbl.is Cherie Blair útskýrir óvænta þungun sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt horfið

Fréttatilkynning:

Námsmaður í Gravarvoginum komst að því nýlega að öll sætindi hafa smám saman verið að hverfa á heimili hans. Allt sem flokkast undir sætindi, gos og ís hefur smám saman horfið úr hillum og skápum. Grunsamlegir dominos pizzukassar hafa sést öðru hvoru en ekki er vitað hvernig það tengist þessu dularfulla hvarfi.

Húsráðandi hefur ekki hugmynd um hvernig getur staðið á þessu og aðspurðu segist hann hafa tekið eftir þessu nýlega þegar hann vaknaði eftir langa setu yfir bókunum daginn áður..."þetta er einmitt sérstaklega slæmt á þeim dögum þegar ég er búinn að liggja lengi yfir bókunu, þá er eins og beri mest á þessu. Nú er svo komið að öll sætindin er búin og ég á bara þurrkaðir ávextir eftir upp í hillu."

Húsráðandi biður alla sem geta gefið skýringar á þessu dularfulla hvarfi að senda honum skeyti á bloggsíðunni hans.

Reuters


Þeir sem eru fallegri en aðrir...

...verða stundum fyrir aðkasti frá hinumWhistling


mbl.is Bannað að stríða rauðhærðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarsteikin

Ég á ekki að vera að blogga og ég á heldur ekki að vera vakandi. Ég er samt vakandi og samt að blogga. Ég er búinn að gera ýmislegt í dag sem ég hefði ekki átt að gera. Eitt af því var að fara og keppa eins og einn knattspyrnuleik með félögum mínum.

Eftir að vera búinn að hanga inni alla síðustu viku og skrifa þessa annars ágætu lokaritgerð mína þá er ég að ærast úr hreyfingaleysi. Annar endinn á mér er farinn að gróa við stólinn og fingurnir við lyklaborðið. Hausinn á mér er eins og nýsoðinn grjónagrautur, rjúkandi með rúsínum og kanil. Mér líður eins og mosóttum steini sem hefur legið á sama stað frá landnámsöld. Ég er kominn með legusár og hausverk og það ískrar í mér þegar ég reyni að hugsa eða hreyfa mig.

Ég kom eins og frummaður á leikinn. Kominn inn í nýjan heim og ekki séð útið síðan ég bara man ekki hvenær. Órakaður og óklipptur með ofbirtu í augunum staulaðist ég stirðbusalegur út á völlinn. Dómarinn fylgdist með hverju fótspori efins eins og hann væri að hugsa hvort ég hefði ekki villst af einhverju hæli. En um leið og flautan gall þá rankaði ég við mér, frummaðurinn tók öll völd og ég hljóp á eftir tuðrunni eins og ég hefði fæðst til þess. Ausandi rigningin vökvaði skrælnaða húðina og fljótlega hætti ég að heyra brakið í líkamanum sem allur var að koma til.

Þvílík unaðstilfinning að vera úti, finna regnið hreinsa loftið, heyra fuglana syngja og finna grasilminn sem lagði yfir. Mér líður eins og vori. Því miður var þetta aðeins stutt gaman því ég er sestur aftur við tölvuna og tekinn við að skrifa en regnið og loftið er búið að hreinsa hugann og mosinn er horfinn. Ég get heyrt mig hugsa og ég er orðinn skegglaus og núna ganga skrifin betur fyrir sig.


Næturgestur

Ég er enn að skrifa þó tíminn sé nú ekki mjög kristilegur. Allt í einu varð ég var við að ég hafði fengið félagsskap. Well, flugunni var ekki boðiðDevil

Klessa


Þið verðið að sýna mér þolinmæði

ég er að skrifa lokaritgerðina mína og verð því lítið við næstu daga

Fá sent upp á herbergi

Er þetta herbergisþjónustan? Geturðu sent mér einn hamborgara með frönskum og sósu upp á herbergi, ég var nefnilega að koma heim af djamminu og er ógeðslega svangur. Já og eitthvað að drekka, bara bjór eða eitthvað...já og sendu líka 3 klæðskiptinga upp með matnum það gekk eitthvað illa á djamminu hjá mér.


mbl.is Ronaldo: „Skammast mín hroðalega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofa

Ekki ennþá farinn að sofa

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband