Færsluflokkur: Bloggar
14.12.2007 | 13:27
Galli í hönnun
![]() |
Vatnsleki í verslun IKEA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 12:08
Fjandans ökuníðingur
Ég á ekki orð. Sat út í bíl á bílastæði fyrir utan skólann í morgun og var að mana mig í að hlaupa inn í gegnum rokið og rigninguna. Fyrir framan mig er bíl bakkað úr stæðinu rólega. Svo stoppar bíllinn enda farinn að nálgast mig. Allt í einu heldur hann áfram og bakkar á mig þar sem ég sit í bílnum með ljósin á. Ég náði að flauta á hann um sama leyti og hann keyrir á. Þvílíkur asni, ég ætla að fara úr bílnum að tala við kauða en fíflið brunar bara í burtu án þess að ég fái rönd við reist.
XXXXXX (strikað út af ritstjóra) maður keyrir á bíl og keyrir í burtu vitandi það að manneskjan var í bílnum. Ég varð svo hissa að ég aulaðist ekki til að ná númerinu á þessum XXXXX (aftur strikað út vegna þess að börn geta séð þessa færslu).
Ég skora á þennan aumingja að gefa sig fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 19:54
Ætli ég geti lagst í híði yfir veturinn?
Það kæmi sér vel. Minni snjór, minni kuldi og svo vakir maður bara yfir sumarið þegar það er gott veður og bjart allan sólahringinn. Sennilega gott fyrir sjómenn og bændur að geta vakað á vertíð og sofið á rólegri tímum ársins
![]() |
Líkamsklukkurofinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 16:08
Tilgangslaust fyrir músina að vera hrædd við þennan kött
Myndbandið hefði aldrei orðið svona langt ef minn köttur hefði átt í hlut. Hann hefði einfaldlega étið músina á nokkrum sekúndum hvort sem músin hefði orðið hrædd eða ekki.
![]() |
Hræðist ekki óvininn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2007 | 11:57
Athyglisverð færsla
þeir sem sáu fréttirnar tóku eftir íslendingi sem var fangelsaður og pyntaður í USA fyrir litlar sakir. Það vill svo til að þetta er bloggvinkona mín hún Erla. Mæli með að þið lesið færsluna hennar hér.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef takmarkaðann áhuga á að ferðast þangað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 10:25
Hversu mikil er þörfin...
Hver er réttlætingin á því að kaupa sér sjónvarp þegar þú borgar yfir 20% vexti af yfirdrættinum og raðgreiðslunum? Hversu mikið þarftu á jeppa eða nýjum bíl að halda þegar þú ert með aðra hluti á raðgreiðslum eða yfirdrætti á yfir 20% vöxtum?
Hvernig væri að spara fyrst og kaupa svo?
![]() |
Yfirdráttarlán aldrei hærri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2007 | 14:12
Þetta gerist ekki í Danmörku
Vegna þess að danir hugsa vandlega áður en þeir kaupa. Íslendingarnir virðast ekki hugsa mikið út í verðið þegar öllu er á botnin hvolft eins og þessi rannsókn sýnir fram á.
Það er því miklu fremur íslenskir neytendur sem eiga sök á háu verðlagi en fyrirtækin sem selja vöruna. Til hvers að hafa lægra verð ef þú selur jafn mikið með hærra verðinu? Af hverju eru jafn mikið um fasteignaviðskipti og raun ber vitni í dag þrátt fyrir að vextir og verðbólga er gríðarlega há? Eru það bankarnir sem eru að kaupa eða eru það neytendurnir?
Ef við viljum sjá verðlag á Íslandi verða svipað og erlendis þarf næmnin fyrir verði á vörum, húsnæði, vöxtum og fleiru að aukast.
Ég velti því oft fyrir mér hvernig rándýrar búðir geti þrifist á hverju götuhorni hér í Reykjavík og í hverju þorpi. Ég var nýlega út í Danmörku og það var ekki einu sinni búð í þorpinu sem ég gisti í. Við þurftum að fara í annað sveitarfélag til að kaupa okkur lyf og mat en þar voru vörurnar líka miklu ódýrari. Óþægilegt að geta ekki skroppið út í búð? Búðarferðirnar voru einfaldlega skipulagðar fyrirfram þannig að enginn þurfti að líða skort.
Ég hvet þig til að gerast verðnæmari lesandi góður því það er það sem lækkar verðlag í okkar ástkæra landi.
Bestu kveðjur
![]() |
Eykur verðlækkun ekki sölu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 11:58
Skattprósentan er ekki það sem skiptir máli...
...heldur hvað situr eftir í vasa einstaklingsins og hvað getur hann keypt sér fyrir þá upphæð. Ef við tökum dæmi um tvo einstaklinga.
Annar er með 60þúsund í laun og þarf ekki að greiða neinn skatt. Hann fær 60þúsund í vasann. Hinn einstaklingurinn er að fá 100þúsund í laun og borgar 14% skatt. Hann er að fá 86þúsund í vasann.
Sá sem er að borga skattinn er þar af leiðandi að fá 24þúsundum meira en hinn einstaklingurinn en borgar engan skatt. Þetta er að sjálfsögðu uppsett dæmi en ég veit ekki hver launin eða verðbólgan er búin að vera á þessu 12 ára tímabili.
Þær upplýsingar sem koma fram í þessari frétt segja okkur því nákvæmlega ekki neitt. Hvort það er knappri umfjöllun MBL.is að kenna eða hvort rannsóknin nær ekki lengra get ég ekki sagt til um.
Allavega, hér er upphrópunarfrétt en út frá uppgefnum upplýsingum er ekki hægt að álykta nokkurn skapaðan hlut.
![]() |
Skattbyrði þeirra tekjulægstu meiri en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 10:48
Einfalt er gott
Mig minnir að það hafi verið Isaac Newton sem sagði eitthvað á þá leið: "ef þú einbeitir þér að því að leysa sama vandamálið nógu lengi þá finnur þú á því lausn."
Þetta eru orð að sönnu. Ég er einn af þeim sem verð stundum heltekinn af því að leysa tæknileg vandamál og hugsa um það dag og nótt. Hef jafnvel verið andvaka, misst algjörlega af því heilu tímana í skólanum hvað kennarinn var að segja og jafnvel labbað á hurðir við að hugsa um lausnir. En á endanum fær maður líka oft frábærar hugmyndir sem spara manni marga daga í vinnu.
Ég fékk verkefni í vinnunni í síðustu viku sem ég reiknaði með að taka meira en viku að vinna. Vandamálið var að ég þarf að klára það fyrir þriðjudaginn vegna misskilnings og óhagstæðra aðstæðna. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér á ýmsan máta vaknaði ég í morgun með lausnina í hausnum. Í staðinn fyrir að gera viku excel æfingu get ég leyst verkefnið á örfáum klukkutímum og það sem meira er að lausnin er betri en hin sem hefði tekið mig viku að vinna.
Ef þú hugsar nógu lengi hvernig þú getur leyst vandamálið þá finnur þú lausnina á endanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007 | 16:57
Bið feminista landsins afsökunar á tilfinningalegu upphlaupi mínu
Eftir umræðu gærdagsins, blog frá mér og nokkur comment ákvað ég að kynna mér málið nánar til að fá staðreyndir málsins á hreint.
Stormaði í Hagkaup, kíkti á nýju verslunina sem er mjög flott og eftir að hafa keypt mér tvo potta af mjólk settist ég uppgefinn í hvíldarherbergið fræga. Þar sá ég fræðsluþátt um einhvern ættbálk út í heimi.
Eftirfarandi staðreyndum komst ég að:
í Hagkaupsbæklingnum stóð orðrétt: "Í herradeildinni er afþreyingarsvæði sérhannað til þess að slaka á. Láttu aðra um að versla meðan þú horfir á sjónvarpið."
Svæðið er staðsett í jaðri herradeildarinnar. Á hægri hönd, þegar þú horfir eru leikföng, tæki á vinstri hönd og matvaran ekki langt frá. Herradeildin fyrir aftan, ef ég man þetta allt rétt.
Ég sé nú ekkert karlalegt við þetta. Hins vegar er kjörið fyrir konuna að setjast niður meðan karlinn velur sér föt og mátar. Varla ætlar konan að máta fyrir karlinn sinn. Það er tilvalið að láta hann nú um að versla eigin föt og máta meða látið er fara vel um sig og horft á "American next top model."
Ég biðst afsökunar vegna þess að í gær hélt ég að um einhvern misskilning væri að ræða í fréttinni en sé núna að hugmyndin er komin frá konu og gert fyrir konur meðan karlarnir versla.
Bestu kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)