11.9.2008 | 13:45
Ragnarrök
Hverjum er ekki sama hvort það verða ragnarrök eða ekki. Ef það verða ragnarrök sem ég á bágt með að trúa þá er það bara þannig og allt er búið. Það þarf ekkert að rífast um afleiðingar þess, svartholið mun smjatta á okku.
Ef hins vegar verða ekki ragnarrök heldur óbreytt ástand væri leiðinlegt að hafa eytt öllum peningunum sínum í vitleysu, sleppt því að mæta í vinnuna (og verið rekinn fyrir vikið) eða eytt síðustu viku jarðar í kvíðakasti og svefnleysi að óþörfu.
Ég kýs því að halda áfram mínu venjulega lífi eins og ekkert hafi í skorist og mæta jafnvel í réttir um helgina að auki.
![]() |
Öreindum skotið af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2008 | 11:06
Hvernig hefði hún átt að getað klúðrað ræðunni
Sérfræðingar repúblikaflokksins eru búnir að liggja yfir þessari ræðu svo hún verði alveg skotheld. Eina sem hún þurfti að gera var að æfa sig fyrir framan spegilinn og setja á sig varalit um morguninn. Ég reikna með að hún sé búin að taka Dale Carnegie og fá leiðsögn hjá JCI í framkomu og ræðumennsku þannig að hún hefði verið algjörlega óhæf ef þetta hefði ekki tekist þokkalega.
Það er naumast að tilfinningarnar flæða eftir þessa ræðu, sem þótti samt ekki glæsileg, að þarna er bara risin stjarna á einni nóttu og McCain kominn með annan fótinn í Hvíta húsið.
![]() |
Palin fær góða einkunn fyrir ræðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2008 | 10:57
Hver er tilgangurinn með þessari frásögu móður?
Mér er spurn hvernig þessi móðir ætlast til að geta átt gott samband við dóttur sína eftir slíkar frásagnir. Það læðist að mér sá grunur að hún sé að nota sér nafn dóttur sína til að græða á því og það kemur mér því ekki á óvart að samband þeirra mæðgna sé stormasamt.
![]() |
Britney hóf fíkniefnaneyslu 15 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 21:27
Landbúnaðarsýningin á Hellu
Ég gat ekki látið landbúnaðarsýninguna á Hellu fram hjá mér fara. Ég og sonur minn sem er 5 ára kom auðvitað með mér enda með fáheyrða véladellu. Það var ekki erfitt að fá hann til að vera þægur kvöldið áður þar sem hann fengi að launum að fara með mér.
En það sem ég var mest hissa var hversu mikil þróun hefur átt sér stað á þessum 10 árum sem ég hefð átt heima úr sveitinni. Meðan 5 ára sonur minn hljóp hamingjusamur milli vélanna og dáðist að þeim átti ég í mestu basli með að átta mig á hvaða hlutverki sumar þeirra áttu að þjóna.
Það er alveg ljóst að ég er búinn að búa allt of lengi á mölinni, veit einhver um góða bújörð með kvóta til sölu?
25.8.2008 | 21:14
Viltu vera feitur?
Ég þurfti að taka vinnuna með mér heim í dag. Svo sem ekki frásögu færandi nema ég ákvað í tilefnið þess að ég væri að vinna og konan að heiman að panta mér pizzu til að spara mér tíma og láta undan græðginni í mér.
Síðan sátum ég og sonur minn við matarborðið, hann borðaði jógúrt af því að honum finnst pizzan mín vond og ég borða hverja sneiðina af annari. En þegar ég byrja á þriðju sneiðinni finnst syni mínum ég vera farinn að verða helst til gráðugur. Pabbi, viltu vera feitur?
Ekki aðeins eyðilagði hann lystina hjá mér heldur hvarf ánægjan yfir þessari dásamlega óhollu matseld minni og ég sit hérna núna og velti því fyrir mér hvernig mér tókst að eyða 2.000kr til þess eins að fá samviskubit og henda stærstum hluta peningsins beint í ruslið.
8.8.2008 | 16:27
Ekki samkvæmir sjálfum sér
Málflutningur rússa er mjög misjafn eftir því hvaða hagsmuni þeira eiga að gæta. Næsta hérað við Ossetíu er einmitt Tétjénía sem Rússar lögðu í rúst eftir skilnaðarkröfu þeirra frá Rússlandi. Núna e hérað að berjast um aðskilnað frá Georgíu og Rússar aðstoða nú aðskilnaðarsinnana. Þeir eru sem sagt á móti aðskilnaði héraða frá Rússlandi en aðstoða aðra við að skilja sig frá nágrannaríkjum.
![]() |
Rússar og Georgíumenn berjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 10:48
Upphafið að endinum
Þó að knattspyrnuliðin séu auðvitað að hugsa um sinn hag er ég hræddur um að þetta gæti komið aftan að þeim. Það er alveg ljóst að ef mér byðist að spila á Ólympíuleikunum en íþróttafélagið mitt kæmi í veg fyrir það væri það upphafið að endinum á samstarfi mínu og félagsins. Ég trúi ekki öðru en að sérhver íþróttamaður eigi sér þann draum að komast á Ólympíuleikana og ég er hræddur um að svona framkoma íþróttaliða eigi eftir að sitja í leikmönnum þess.
![]() |
Messi ekki á Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.7.2008 | 15:08
4,8 milljónir í mánaðarlaun
Mig vantar varahlut í bílinn minn. Í staðinn fyrir að fara á augljósa staðinn af því að ég er latur að eðlisfari ákvað ég að vera duglegur og tékka á verðinu á fleiri stöðum. Ég var 5 mínútur í símanum og fékk sama hlutinn 1.500kr ódýrara en ég hefði fengið hann án þess að fara í símann (fyrir utan styttri akstur með tilheyrandi bensín og tímasparnaði). 1.500kr á 5 mínútum jafngildir 18.000kr á klst eftir skatt eða ca 3.060.000kr eftir skatt á mánuði m.s. 170 tíma vinnuviku. Það jafngildir ca 4,8milljónum á mánuði fyrir skatt.
Gott tímakaup það
24.7.2008 | 15:49
Auðveld tekjulind
![]() |
Vorum teknir í bakaríið" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 08:41
Er þetta auglýsing?
![]() |
Kreppukjötbollur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)