Áhrifin innan ESB

ESB sinnar halda því fram að með því að ganga í ESB höfum við meiri áhrif en núna. Skoðum það aðeins nánar:

1. Augljóst verður að telja að við höfum mikil áhrif á eigin löggjöf.

2. Sem fullvalda þjóð hefur landið ákveðin völd meðal þjóða óháð fólksfjölda. Landfræðilega ráðum við yfir auðlindum og efnahag þess landsvæðis.

3. Fólksfjöldi á Íslandi er í kringum 320þús meðan fólksfjöldi ESB er í kringum 500milljónir. Ef áhrif Íslendinga innan ESB verður í samræmi við fólksfjölda mun vægi okkar vera 0,06%.

Við hefðum ekki neitunarvald yfir hinum 99,94% sem semja löggjöfina fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Athugum að ef lög ESB stangast á við íslenzk lög, þá gilda lög ESB!

Auk þess er ég ekki viss um að við hefðum yfirráð yfir okkar eigin auðlindum innan ESB...

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Heldurðu að 99,94% evrópusambandsins hafa hagsmuni okkar í húfi þegar kemur að ákvarðantöku sem snerta okkur eða nýtingu á auðlindum. Myndu t.d. bresk eða spænsk fiskvinnslufyrirtæki sem fengju að veiða hér fisk vinna hann á Íslandi?

Steinn Hafliðason, 21.4.2009 kl. 17:36

3 identicon

Vinna íslensk fiskvinnslufyrirtæki fiskinn sem þau veiða á Íslandi? Veit ekki betur en mikið af honum sé seldur óunnin á erlenda markaði.

Og af hverju verður vægi okkar í atkvæðagreiðlsu 99.94%? Eru lög í ESB sem segja að áhrif okkar sé í samræmi við höfðatölu?

Við ráðum líka yfir auðlindum okkar í dag, en við erum verulega háð auðlindum annarra þjóða. Ég er hræddur um að fáir vildu búa á einangruðu Íslandi. Og ef við sitjum uppi með súpuna sem útrásarvíkingarnir matreiddu er nú auðvelt fyrir þá sem vilja að kaupa upp landið að gera það. Veit reyndar ekki alveg hvað gerist þegar lönd verða gjaldþrota, en geri ráð fyrir að þegnarnir þurfi að borga.

Og hvað með auðlindirnar sem við komum til með að hafa aðgang að? Stórir sjóðir sem menntastofnanir og sprotafyrirtæki geta sótt í. Frelsi til flutnings innan sambandsins.

Gulli (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Sigurjón

Steinn minn: Nei, ég held það einmitt ekki.  Ég er að undirstrika að ESB-lög yrðu rétthærri en íslenzk, ef við værum ESB-land.

Gulli:  Það er rétt að allt of stór hluti aflans er seldur óunninn af sjónum og því þarf að breyta.  Ekki með því að ganga í ESB, heldur með því að setja löndunarskyldu á togarana.

Hlutfall atkvæða okkar á Evrópuþinginu yrði 3 af um 750, sem þýðir að við hefðum yfir að ráða 0,4% atkvæða þar.

Við erum ekki háð auðlindum annarra þjóða nema þegar kemur að jarðeldsneyti (olíu, benzíni og gasi).  Það eru þónokkrar líkur til þess að við fyndum olíu á Drekasvæðinu sem gerði okkur endanlega sjálfbær með alla skapaða hluti.

Það er líka óttalegt bull að hver sem er geti ,,keypt upp landið".  Það er einfaldlega ekki til sölu.  Lönd verða svo ekki gjaldþrota, en þau geta verið lengi í fátækt.

Hvaða auðlindum komum við til með að hafa aðgang að?  Ekki nokkrum.  Sjóðir sambandsins standa okkur þegar meira og minna opnir, sérstaklega hvað varðar náms- og rannsóknarstyrki.  Ég get t.d. nefnt þessa frétt í því sambandi.

Svo höfum við líka nú þegar frelsi til flutnings innan sambandsins í gegnum EES-samninginn.

Rök þín halda því einfaldlega ekki vatni...

Sigurjón, 22.4.2009 kl. 01:18

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það eru nú heilu þorpin sem treysta á fiskvinnsluna í bænum. Það er mikið af fólki sem vinnur við fiskvinnslu, fiskveiðar eða störf sem eru afleidd af fiskveiðum okkar. Hluti af þessum störfum myndu klárlega tapast með inngöngu í ESB.

Steinn Hafliðason, 22.4.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Sigurjón

Jamm.  ESB eða ekki; ég held að það þurfi að koma löndunarskyldunni á togarana sem fyrst...

Sigurjón, 22.4.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband