Réttlætir vísindablekkingar

Ef það kemur í ljós að þau gögn sem starf þitt byggir á eru fölsuð eða í besta falli ýkt hvað áttu að gera? Rannsaka þann sem kemur upp um falsið eða þann sem falsaði gögnin? Þessi maður er auðvitað að skjóta sendiboðann og virðist ætla að réttlæta falsanir og svik vísindamanna. Það er glæpsamlegt í sjálfu sér og gildir engu hversu góður málstaður loftslagsmál eru. Þessi orð grafa meira undan trúverðugleika vísindastarfi loftslags- og umhverfismála heldur en falsanirnar. Skilaboð þessa manns sem er einn af æðstu talsmönnum loftslagsmála í heiminum er að falsanir séu í lagi og þeir sem koma upp um þær séu skúrkar.


mbl.is Pachauri gagnrýnir tölvuþrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Bjarki Christensen

Hvað segir hann sem réttlætir fölsun eða ýkjur? Það kemur fram að allar ásakirnar verði rannsakaðar til hlítar, en það er þar að auki hárrétt að öll þessi uppákoma hefur auðvitað það markmið helst að draga athyglina frá vísindalegum staðreyndum málsins. Og fullkomlega eðlilegt að maðurinn reyni að beina athyglinni aftur að staðreyndunum.

Halldór Bjarki Christensen, 7.12.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Fyrstu viðbrögð hans var að ráðast á þá sem láku tölvupóstinum og verja vísindamennina sem fölsuðu niðurstöðuna. Það er alveg ófyrirgefanlegt að vísindamaður skuli vísvitandi falsa niðurstöður og kasta þannig rýrð á vísindin, burtséð frá því hvort fólk trúir á loftslagsbreytingar eða ekki.

Mér þykir Pachauri frekar vera að beina athyglinni að því hvað tölvuþrjótarnir eru miklir þrjótar heldur en að auka traust á vísindunum þar sem hann virðist alveg sleppa því að fordæma falskar vísindaniðurstöður og það er olía á eld þeirra sem efast um niðurstöður rannsókna á loftslagsbreytingum. Nú geta þeir ekki aðeins gagnrýnt rannsóknirnar sjálfar heldur geta þeir með góðum rökstuðningi sagt að það vanti greinilega aðhald frá yfirmönnum sameinuðu þjóðanna og gætu reynt að halda því fram að sannleikanum sé jafnvel haldið frá almenningi þar sem uppljóstrari falsana sé gerður að skúrki. Allt sem þessi maður segir í framtíðinni verður líklega dregið í efa og trúverðugleiki stofnunar hans því beðið mikla hnekki.

Steinn Hafliðason, 7.12.2009 kl. 13:18

3 identicon

Það er pólitískur vilji með loftlagsbreytingunum óháð því hvort þær séu sannar eða ekki og óháð því hvort þær séu af mannavöldum eða ekki.

Núna á síðustu vikum hefur loftslagsbreytingunum verið kennt um hrin fiskistofna bæði í suðurhöfum og hérna við Ísland. Loftslagsbreytingum hefur líka verið kennt um marga þurka víðsvegar um heiminn, um flóð annarsstaðar og annað slíkt á undanförnum árum. Þetta er slæm þróun því hún beinir athyglini frá staðbundnum meingunum sem geta þess vegna átt mun meiri þátt í þessum breytingum heldur en bara hlýnun andrúmsloftsins. Jarðvegsmengun t.d. skolast í hafið og býr til súrefnissnauð (dauð) svæði í hafinu, virkjanir við fljót þurka þær upp neðar í ánni, botnvörpur raska vistkerfi sjávar, skógareyðing veldur flóðum á rigningartímabili o.s.frv.

Hins vegar er pólitískur vilji með loftlagsbreytingum því það er miklu auðveldara að finna einn sameiginlegan óvin (sem kannski er sannur, kannski ekki) heldur en að takast á við allar þessar menganir sem ekki virðist hægt að stöðva nema með því að minnka framleiðslu og þar með hagvöxt í heiminum. Loftslagsbreytingarnar hennta líka rosalega vel fyrir núverandi kerfi þar sem það er hægt að lýsa eignarhaldi yfir andrúmsloftið og selja þar með leyfi til að fá að menga það. Meintur bráðavandi andrúmsloftsins réttlætir líka að landsvæði hafa verið numin af bændum sem áður ræktuðu mat til að rækta lífrænt eldsneyti. Einnig hefur stórfelld ræktun Eucalyptustrjáa verið réttlæt með vísun í loftslagsbreytingarnar þó svo að þessi tré eru þekkt fyrir að soga í sig allt grunnvatn þannig að annar gróður og nálæg ræktsvæði þorna upp.

Eins og ég segi þá er pólitískur vilji með loftslagsbreytingum og afleiðingarnar eru þær að þangað leita peningarnir. Vísindamenn eins og aðrir elta þá og ritnefndir keppast við að birta það sem borgar sig. Pólitískur vilji hindrar líka gagnrýni. Reyndu til dæmis að gagnrýna lýðræðið eða kapítalismann og sjáðu hvað gerist, það er pólitískur vilji fyrir báðum þessum fyrirbærum en jafnvel þó að gagnrýnin sé réttmæt þá koma hundruð mótraka sem oftast eru óviðeigandi eða ógild, það sama á við um loftslagsbreytingar. Og núna þegar einhver er að afhjúpa þennan pólitíska vilja sem það sem hann er, þá beinist gagnrýnin að afhjúpuninni en ekki því sem var afhjúpað. Ætli Pachauri sé ekki blindaður af pólitískum vilja.

Og sjáið þið til, núna þegar mótmælendur mæta í þúsundum til að gagnrýna þennan pólitíska vilja með loftslagsbreytingum, þá munu menn eins og Pachauri, Svandís Svavars, Obama og Al Gore ekki bregðast við gagnrýni mótmælendanna, heldur munu þeir gagnrýna aðfarirnar þeirra og hunsa rökin þeirra, eða gera nákvæmlega það sama og Pachauri er að gera varðandi þessar meintu falsanir.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Halldór Bjarki Christensen

Steinn: Það kemur fram í fréttinni sem þú ert að kommentera, að fyrstu viðbrögð Pachauris hafi verið að lofa að rannsaka ásakanirnar til hlítar.

Hins vegar er ég sammála öðru sem þú skrifar: Allt sem þessi maður segir í framtíðinni verður líklega dregið í efa. Hér eftir sem hingað til, enda mun fleiri og valdameiri aðilar sem hafa fjárhagslega hagsmuni af því en af einhverjum ímynduðum "pólitískum vilja með loftslagsbreytingum". En einhvern veginn er það ekki sami skandallinn þegar bandaríska kolalobbíið (ACCCE) falsar, lýgur og mútar og þegar einhver vísindamaður frá East Anglia gerir sig merkilegan í tölvupósti.

Halldór Bjarki Christensen, 8.12.2009 kl. 14:01

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Í fréttinni er ekkert talað um fyrstu viðbrögð heldur tekið fram að Pachauris hafi áður sagt að ásakanirnar yrðu rannsakaðar. Fyrstu fréttir af þessu máli var hins vegar á þá leið að hann sakaði tölvuþrjótana um að vera svikara og varði vísindamennina. Nú virðist hann vera farinn að taka annan pól í hæðina, lofar rannsókn en heldur áfram að ásaka þá sem uppljóstruðu um þetta hneyksli.

Nú eru fréttir ekki alltaf mjög nákvæmar og það getur svo sem verið að fyrstu viðbrögð hafi verið eins og hann viðhefur á loftslagsráðstefnunni. En fæstir fá fréttir af fyrstu hendi og er hann og hans viðbrögð því dæmd á grundvelli þess sem kemur fram í fréttum en þar voru viðbrögðin klaufaleg í besta falli.

Ég er sammála þér Halldór að oft skortir á gagnrýni þegar aðilar verða uppvísir að hagræðingu sannleikans hverjir sem þeir eru.

Steinn Hafliðason, 8.12.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband