Ríki í ríkinu

Það hlýtur að vera óeðlilegt í sjálfu sér að borgaralegir dómsstólar eigi ekki að ná til félagasamtaka. Reglur FIFA þess efnis er til þess fallið að þrýsta á um að óháðir dómstólar fjalli ekki um knattspyrnuhreyfinguna en þetta lið telur greinilega að knattspyrnuhreyfingin fari á svig við lög. Að mati FIFA þolir það ekki skoðun og telur sig vera hafin yfir lög hvers lands. Það út af fyrir sig ætti að vera lögbrot. Myndi einhver sætta sig við að íþróttafélög á Íslandi mættu ekki leyta til dómstóla ef uppi er óeðlileg starfsemi innan íþróttasambandsins. Það er kannski bara þannig að íþróttafélög geti ekki leytað til dómstóla, spyr sá sem ekki veit.


mbl.is FIFA hótar að reka Chile úr HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Er FIFA ekki einfaldlega verið að setja út á að félagsliðið kærir knattspyrnusamband Chile gegnum almenna dómstóla en ekki gegnum Alþjóða knattspyrnusambandið eins og venjan er?

Páll Geir Bjarnason, 27.11.2009 kl. 06:34

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það einmitt það sem ég var að velta fyrir mér. Það kemur því miður ekki fram í þessari frétt af hverju liðið leytar til almennra dómsstóla en ekki knattspyrnusambandsins. Er það kannski leið sem er búið að reyna?

Steinn Hafliðason, 28.11.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband