11.2.2008 | 16:03
Það er góð breyting
Það að breyta tekjuviðmiðinu þannig að það sé miðað við ákveðinn mánaðarfjölda í stað tekjuára og því ljúki 6 mánuðum fyrir fæðingu barnsins er mjög gott mál.
Margar konur hafa þurft að minnka verulega og jafnvel hætta að vinna löngu fyrir fæðingu barns síns. Ef þannig hefur háttað til og barnið fæðist síðan rétt eftir áramót hefur móðirin misst úr marga mánuði í tekjum sem er tekið inn í fæðíngarorlofsútreikningana. Þessar mæður hafa þannig misst verulegar tekjur við að taka sér fæðingarorlof.
![]() |
Leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2008 | 02:08
Einu sinni var
Var að skoða gamlar myndir af sjálfum mér. Barcelona ferðin mín þar sem ég var í gallabuxunum mínum sem ég kemst ekki lengur í. Sumarbústaðaferðin þar sem ég er ekki með neina ístru. Og myndin fyrir tvítugt þar sem ég var með alvöru magavöðva og stæltar hendur.
Ég verð bara miður mín að horfa á sjálfan mig í svona formi. Það liggur við að ég fari snöktandi í rúmið yfir því hvernig ég er búinn að fara með sjálfan mig, kominn með ístru og aumar hendur.
Nú dugir ekkert annað en að taka sjálfan sig alvarlega í því að komast í form fyrir sumarið og komast aftur í gallabuxnurnar góðu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2008 | 10:33
I love it

![]() |
Stormi og mikilli rigningu spáð seint í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 10:30
Góður granni
Nýja nágrannarnir á neðri hæðinni virðist vera mikið sómafólk. Við ýttum og mokuðum hvorn annan út úr heimkeyrslunni í gærmorgun vaðandi snjó í blindbyl og látum. Að launum lánaði hann mér stórtæk verkfæri til að moka af bílnum mínum nefnilega eldhúskústinn sinn sem kom sér mjög vel enda leið mér eins og ég væri í snjóhúsi á hjólum (og með miðstöð) þegar ég settist inn í bíl.
7.2.2008 | 20:53
Saltkjöt og baunir
Ég fékk sterk viðbrögð við bolludagsfærslunni minni, bæði heimafyrir og í vinnunni. Vinir mínir sem voru búin að bjóða okkur hjónunum í saltkjöt og baunir voru næstum hætt við af ótta við að ég myndi hrauna yfir matseldina þeirra á blogginu daginn eftir. Ég reyni að forðast persónulega dóma hérna en þess gerist hvort eð er ekki þörf því maturinn sem þau buðu upp á var alveg til fyrirmyndar eins og alltaf þegar þau hafa boðið okkur í mat
5.2.2008 | 14:36
Andsettnir mótmælendur
Búinn að heyra alls konar sunnudagssiðmenningarblogg gegn mótmælendunum í Ráðhúsinu fyrir nokkrum vikum. Margir af prúðasta fólki landsins rassskelltu mótmælendurna með bloggvendi sínum, þvoði það svo upp úr siðvendisuppskriftum og predikaði svo yfir þeim um að haga sér vel og virða lýðræðið.
Ætli þau hafi kannski verið andsetin?
![]() |
Andsetnir nemendur í Úganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 15:31
Bolludagurinn...
...er einn af fáránlegustu dögum ársins. Þá hamast fólk við að setja ofaní sig ógeðslega óhollan mat sem er gerður úr smjörlíki, eggjum og rjóma. Síðan smjattar fólk á þessum viðbjóði með rjóma og glassúr út um allt andlit.
Ég hef óbeit á svona átdögum. Ég er hvorki með lystarstol né heldur þjáist ég af offitu og hef aldrei gert. Hins vegar vekur þetta upp í mér hroll yfir þeirri ofboðslegu ofneyslu sem hinn vestræni heimur þjáist af
P.s. Sorry ef ég hef eyðilagt daginn fyrir einhverjum, ég vil alveg leyfa þeim að njóta sem vilja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.2.2008 | 19:40
Stundum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2008 | 16:43
Bretarnir skemmtilegir
Þá er ég kominn heim. Fór á tvo leiki, Arsenal - Newcastle og West Ham - Liverpool. Báðir leikirnir voru einstök skemmtun. Stemningin á vellinum var engu lík, að vera meðal 60þús manns að hvetja liðin áfram var meiriháttar upplifun. Það sem kom mér þó mest á óvart var hvað allt fór vel fram. Þrátt fyrir að fólkið væru heitir áhangendur var fullkomlegur kærleiki á milli fólksins og ég fann hvergi fyrir óöryggi vegna skrílsláta eða útúrdrukkina vitleysinga eins og maður finnur fyrir niður í miðbæ Reykjavíkur.
Fórum auðvitað á pöbbana eftir leikina, bæði hjá Arsenal og West Ham og þar voru allir að skemmta sér. Bretarnir voru mjög skemmtilegir og sérstaklega kurteisir. Ef maður rakst óvart í næsta mann eða einhver rakst utan í þig var umsvifalaust beðist afsökunar. Alls staðar var leyst úr vandamálum með stakri prýði og raðir á Bretlandi voru virtar...ég var farinn að halda að ég væri kominn í eitthvert undraland.
Var þó næstum búinn að láta keyra yfir mig. Var að ganga yfir götu en leit í vitlausa átt þar sem það er vinstri umferð. Ætti að fá kennslu frá fjöggura ára syni mínum til að læra reglurnar betur. En til allrar hamingju kippti bróðir minn í mig áður en ég gekk í veg fyrir urrandi svartan leigubíl.
Knattspyrnan var aukaatriði í ferðinni, stemningin var aðalupplifunin og ég held að íslendingar gætu lært margt af bretum um það hvernig á að haga sér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2008 | 08:42
Léleg afsökun
Það þarf ekki mikla kunnáttu til að gera sér grein fyrir að þú þarft að borga af lánunum þínum. Þetta kallast agaleysi í mörgum tilvikum.
Auðvitað kemur það fyrri og ég þekki dæmi þess þar sem áföll og veikindi, breyttar aðstæður o.s.frv. hafa farið illa með fjárhag heimilins en það fellur væntanlega ekki undir vankunnáttu.
Það að spenna bogann eins hátt og hægt er að komast er einfaldlega ekki skynsamlegt. Þá gæti einhver sagt að það sé bara ekki hægt að kaupa sér íbúð í dag án þess að spenna bogann. Rétt er það að íbúðir eru dýrar. En það hefur alltaf verið erfitt að byrja að búa ég þekki það alveg sjálfur af eigin raun. En það er alltaf til ódýrari íbúðir á markaðnum en almennt verð segir til um. Það að eyða góðum tíma í að leyta að ódýrari íbúð getur orðið langbesta tímakaup sem viðkomandi getur nokkurn tíman fengið um ævina. Félagi minn eyddi 3 mánuðum í að kaupa sér íbúð og sparaði sér 3 milljónir með því að finna á endanum ódýrari íbúð. Hann hefur þannig verið að spara sér 1 milljón á mánuði sem er ágætis launauppbót.
Ein af ástæðunum fyrir því að íbúðarverð hefur hækkað svona er að fólk tekur verðinu eins og það sé óhagganlegur sannleikur. Í staðinn fyrir að bjóða lægra verð en því er boðið og halda áfram að leyta er einfaldlega borgað uppsett verð. Það að fá ekki samþykkt tilboð í einhverja íbúð þýðir ekki að maður sé að missa eitthvað. Maður heldur bara áfram að finna góða íbúð sem er verðlögð undir meðalverði markaðarins. Ekki skemmtileg vinna en hún er mjög vel borguð.
![]() |
Með marga tugi milljóna á bakinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)