21.2.2008 | 17:38
Kvef, hiti og annað ógeð
Núna liggum við fegðarnir upp í rúmi, stíflaðir af kvefi og með hita. Ég ætlaði reyndar ekki að fá þessa flensu. Búinn að vera á mörkunum í nokkra daga og einfaldlega afneitað henni með öllu eins og góður stjórnmálamaður og þannig haldið henni réttu megin við þröskuldinn. Ég varð þó á endanum að játa mig sigraðan í morgun og hefur ævintýrið upp á heiði í gær sennilega gert útslagið þar sem ég var illa klæddur í slydduóveðri að reyna að ná bílnum mínum upp á veg.
Þetta tekur þó yfirleitt af á innan við sólahring hjá mér þannig að ég kvíði engu. Vona bara að sonur minn geri slíkt hið sama. Við ætlum bara að njóta kvöldsins eins og hægt er og láta kvenmanninn á heimilinu stjana við okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 15:32
Áhugi og afsakanir
Það hlýtur að vera eitthvað í kröfum HSÍ sem fellur ekki að kröfum þessara ágætu manna sem hafa lýst yfir áhuga á starfinu. Einkennilegt að þeir virðast allir hafa áhuga en bera svo við einhverjum persónulegum afsökunum fyrir því að taka ekki við.
Mér finnst HSÍ líka vera farið að laumupúkast eitthvað með þessar þreifingar. Ég held að það væri ágætt að þeir skýrðu frá því hvað er að gerast og af hverju þessir ágætu þjálfara vilja ekki taka við í raun og veru. Annars verður maður einfaldlega að geta í eyðurnar. Það er orðið mjög vandræðalegt fyrir handboltahreyfinguna og ekki til þess fallið að auka áhuga fólks á íþróttinni.
![]() |
Aron Kristjánsson: Erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 00:19
Heppnisferð
Átti erindi á Selfoss í dag en óraði ekki fyrir því hvernig það átti eftir að fara. Lagði af stað í rigningu Reykjarvíkurmegin og venjulega skrifstofulega klæddur á toyotunni minni gömlu góðu.
Síðan varð ég næstum út þar sem ég þurfti að taka bensín á Litlu Kaffistofunni því veðrið var ógeðslegt, ísköld rigningarslydda og minn maður einungis í jakkafötum. Keyrði síðan áfram og lenti í krapforarpytti í skíðaskálabrekkunni en þar missti ég skyndilega allt vald á bílnum sem skautaði yfir á öfugan vegarhelming, yfir eina stikuna, dansaði lengi á vegaröxlinni en á endanum stakkst bílinn niður og stöðvaði á kafi í snjó. Til allrar hamingju var mikill snjór í brekkunni því annars hefði ég klárlega oltið þarna niður og enn heppnari var ég að það var enginn bíll að koma á móti mér þegar bíllinn skautaði stjórnlaust á veginum.
Mér var eðlilega brugðið og rifjaði upp öll helstu umferðaróhöpp sem ég hef lent í eða orðið vitni að. Ég er alinn upp í sveitinni og oft þurft að keyra langar vegalengdir við ýmsar aðstæður s.s. í snjó, krapa og hálku og hef mikla reynslu. Ég hef þó aldrei upplifað slíkt skaut þar sem bíllinn einfaldlega flýtur upp af malbikinu og skautar eins og stjórnlaus snjóþota.
Meðan ég horfði á snjóruðningsbíla bruna hjá velti því fyrir mér hversu heppinn ég var og hvernig þetta gerðist allt saman sá ég annan bíl snarsnúast á veginum rétt ofar og sá var enn heppnari en ég. Hann stoppaði á öfugum vegarhelmingi og á eftir honum var flutningabíll. Ef hann hefði stöðvað á eigin vegarhelmingi hefði flutningabíllinn straujað bílinn.
En þar sem við búum í svo stórkostlegu samfélagi þá leið ekki á löngu þar til tveir bílar stoppuðu og mér var veitt aðstoð við að komast upp á veginn. Það tókst ekki betur til en svo að jeppinn dróst bara sjálfur ofaní brekkuna og þurftum við því orðið tveir aðstoð frá félaga jeppaeigandans úr bænum. Á endanum vorum við dregnir upp og kann ég þessum félögum miklar þakkir fyrir. Því miður kann ég ekki nöfnin þeirra annars myndi ég birta þau hér.
En lærdómurinn af ferðinni:
1. Kíkja á færðina á vegagerd.is áður en lagt er af stað yfir heiðina
2. Hafa góðan hlífðarfatnað með ef eitthvað fer úrskeiðis
3. Hafa skóflu og spotta í bílnum
4. Keyra á bíl sem er í samræmi við aðstæður
5. Keyra í samræmi við aðstæður þó svo að enginn annar geri það
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2008 | 14:29
Hamingjusamari pabbar
![]() |
Pabbar auka hamingjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 09:45
Þversögn
Þeir geta reiknað nákvæmlega út geimferð til mars og þeir geta reiknað nákvæmlega út hvenær það veðrur aftur sólmyrkvi. En þeir geta ekki reiknað út hvar gervitunglið kemur inn í gufuhvolfið...EN þeir geta reiknað út hvar á að skjóta það svo brakið lendi í sjónum.
Þetta hljómar þversagnarkennt fyrir mér og mestu áhyggjurnar hjá þeim er að hann lendi á eldsneytisleiðslum en ekki á íbúðabyggð, flugeldaverksmiðju, flugvél eða kjarnorkuveri.
Kannski eru þeir að spila á afsökun til að prófa eldflaugakerfið hjá sér (eins og Rússar halda fram).
![]() |
Reyna að skjóta niður stjórnlaust gervitungl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2008 | 21:34
Tilboðslán
Sá auglýsingu um tilboðslán á mbl.is fyrir stundu. Hvað ætli felist í tilboðsláni hugsaði ég með mér um leið og ég smellti á auglýsinguna.
17,2%
Ekki þykir mér það nú merkilegir vextir og ekki gott tilboð. Vextir eru aukagjald sem fólk borgar fyrir það sem það kaupir. Það er alveg sama hvað það er, bíll, hús, sjónvarp, tölva, fellihýsi, sumarbúastaður eða hvað það er. Ef það er tekið að láni eða á raðgreiðslu er verið að borga meira sem nemur vöxtunum.
Ef þú setur jólagjafirnar, afmælisgjöfina, nýja sjónvarpið eða tölvuna á raðgreiðslu ertu líklega að borga 18,25% vexti auk 2% í lántökugjald skv heimasíðu Valitor. Þar fyrir utan koma færslugjöld á hvern mánuð. Algengt er að kostnaðurinn sé vel yfir 20% og það er meira að segja kostnaður þó að það séu vaxtalausar raðgreiðslur. Þetta þýðir einfaldlega að þú ert að borga 20% meira fyrir vöruna en þú þarft bara vegna þess að það má ekki bíða.
17.2.2008 | 21:14
Snemma byrjar það
Sonur minn sem verður 5 ára í næsta mánuði er farinn að svindla í spilum. Búinn að kenna honum spil sem heitir langavitleysa. Í dag langaði honum endilega að spila og hann fékk að gefa sjálfur. Ekki hafði ég eftirlit með því en viti menn. Þegar spilið byrjaði var hann af einhverjum óútskýranlegum ástæðum með öll mannspilin og alla ásana Hann var ekki lengi að fagna sigri yfir pabba sínum í það skiptið.
17.2.2008 | 17:25
Heimilistækin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2008 | 04:02
Sveitin
Stundum finn ég fyrir leiða eftir að hafa átt samskipti við vini mína sem eru bændur. Leiða vegna þess að ég er alinn upp á bóndabæ og hafði mjög gaman af búskapnum. Það fór þó ekki þannig að ég gerðist bóndi, ég tók meðvitaða ákvörðun um það sjálfur á sínum tíma. En engu að síður þá hugsa ég oft um það núna hvernig lífið væri ef ég hefði látið slag standa. Ég hugsa oft um föður minn sem unni búskapnum svo mikið. Þar sem það var enginn til að taka við er núna búið að selja kvótann og skepnurnar.
Það verður aldrei eins því dýrin og náttúran er órjúfanlegur hluti æsku minnar. Núna horfi ég á vini mína taka við búum foreldra sinna og ég öfunda þau öll í hvert skipti sem ég hugsa til þess. Ég sakna þess að bóndast í sveitinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 12:38
Ekki gott að gleyma leyniorðinu
![]() |
Fjarstýrðar sáðfrumur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)