26.3.2008 | 18:54
Góður ökumaður
![]() |
Tjösluðu Kovalainen saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2008 | 17:12
Það er alveg ljóst
![]() |
Fundinn sekur um að hafa sett dóttur sína í örbylgjuofn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 11:43
Spakmæli dagsins
"...segir fjórða sætið í Sepang vera afleiðingu þess að hann hafi ekki náð nógu góðum tímahring" Þetta eru afar athyglisverð ummæli í ljósi þess að þeir þrír sem voru á undan honum náðu einmitt betri tímahring.
![]() |
Hamilton skorti fullkomnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 17:19
Hvers ábyrgð?
Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að annast hag bæði kaupenda og seljanda. Í því fellst að gera fólki grein fyrir því að það geta falist veruleg áhætta í því að kaupa nýja íbúð áður en þú selur þá gömlu.
En þetta er því miður staðreynd hjá mörgu fólki. Ég las í fréttum nýlega að það hefði skapast einhver hefð að vera ekkert að bíða eftir að gamla íbúðin seljist áður en ný er keypt. Það er auðvitað glæfraskapur á háu stigi. Fasteignasali sem gerir kaupanda ekki grein fyrir hættunni í slíkum viðskiptum er ekki að vinna vinnuna sína. En hver verður að taka ábyrgð á sjálfum sér. Ég vona að íslendingar nýti nú tækifærið og læri á því ástandi sem er í dag og taki tillit til þess að hlutirnir ganga ekki alltaf fyrir sig eins og best verður á kosið.
Mér finnst svona ástand hjá fólki mjög sorglegt og óska engum í þessar aðstæður því þær geta farið hrikalega illa með fólk og haft mikil og neikvæð áhrif á fjárhag þess í mörg ár.
Rafiðnaðarsambandið toppaði þó umræðuna þar sem þeir lýsa yfir að hafa tekið 100% lán á íbúð og þykjast nú vera í skuldafangelsi. Ég segi nú bara, ef þeir hafa ekki meira vit í kollinum en að koma peningum okkar launþega í skuldafangelsi ættu þeir einfaldlega ekki að vera að meðhöndla þá yfir höfuð. Þetta fólk er í vinnu við að lenda ekki í svona aðstæðum og eiga að hjálpa umbjóðendum sínum í sinni fjárhagslegri velferð í lífinu. Ég bið þessa blessuðu menn að skammast sín og finna sér nýja vinnu þar sem þeir geta sett sína eigin peninga í fangelsi.
![]() |
„Allir fóru í mínus“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 22:29
Letiheimsókn
Fékk letina í heimsókn í kvöld. Búinn að vera að skrifa lokaritgerðin á fullu síðustu helgar og kvöld eftir kvöld. Síðustu dagar fóru svo í að vera roomservice og annað meðan konan mín og sonur minn voru rúmliggjandi í flensu.
Í kvöld bankaði flensan svo aftur við hjá konunni minni og þá nennti ég nú ekki meiru. Ég leyfði letinni að taka öll völd og fór út í sjoppu til að elda kvöldmatinn. Ég nenni bara hvorki að læra, taka til eða aðra skynsamlega hluti. Letin er búin að sannfæra mig um að hanga á netinu fram eftir kvöldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2008 | 20:45
Hamingjuóskir
![]() |
Tvær konur í stjórn Norðlenska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 15:14
Hverjum er ekki sama hvað hann segir
Bush er einn af þeim sem framfylgir þeirri framkomu að neita ávallt öllum ásökunum þangað til það sannast að hann hafi ekki sagt rétt frá (og jafnvel eftir það). Þessi pólitíska framkoma hefur aukist verulega hér á landi upp á síðkastið og er einungis til þess fallandi að draga úr trúverðugleika viðkomandi og allra sem í viðkomandi stétt starfa.
Hér á landi eru nokkur dæmi um slíka framkomu þar sem einstaklingar innan núverandi ríkisstjórnar og borgarstjórnar virðast hafa tekið upp þennan ósið að vestan. Ég ætla ekki að nefna nein ummæli heldur leyfa fólki að velja af löngum lista. Það er mér íhugunarefni að margir hafa orðið uppvísir að álíka töktum undanfarið utan pólitískra afla s.s. stjórn HSÍ og forsvarsmenn RÚV sem telja sig vera að vinna að einkamálum í stað þess að hafa tjöldin opin gagnvart landsmönnum.
Það er mér því ómögulegt að taka þessa aðila trúanlega eftir að hafa fengið löngutöng framan í mig þegar á þessa aðila reynir og finnst mér 9% trú almennings á borgarstjórn vera fullkomlega eðlilegt framhald á slíkri framkomu. Ég tel að fólk taki orðum Bush ekki trúanleg að staðaldri þar sem hann er vanur að segja það sem honum hentar hverju sinni og það skipti ekki máli í því samhengi hvar sannleikurinn liggur.
![]() |
Bandaríkin og Írak öruggari" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 00:45
Skemmtileg grein um alþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 13:55
Íslenskur landbúnaður
Staðreyndir svart á hvítu um gæði íslensks landbúnaðar
![]() |
93 greindust með salmonellusýkingu í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 13:45
Umhugsunarvert
þessi dómur vekur upp hjá mér hugleiðingar um það hver ber ábyrgð á börnunum meðan þau eru í skóla. Vörn konunnar byggist á því að barnið hafi verið að flýja undan einelti og orðið hrætt þegar kennarinn birtist. Ég hef ekki lesið dóminn en...
í fyrsta lagi langar mig að vita hvort barnið renndi hurðinni vísvitandi á kennarann eða af hræðslu við þann sem var að komast til hennar. Það hlýtur að vera eðlismunur á því hvort barnið ætlaði að meiða kennarann eða ekki. Ef ekki hlýtur þetta að flokkast undir slys og kennarinn gæti þá alveg eins verið ábyrgur fyrir því að hafa fullvissað hrætt barn um að engin hætta væri á ferðum áður en hann reynir að ná til barnsins. Ef um einelti var að ræða er þetta atvik þá ekki afleiðing af aðgerðarleysi skólayfirvalda gagnvart því og þannig sé skólinn í rauninni sekur um vanrækslu.
Í öðru lagi finnst mér íhugunarefni að í skólanum virðist foreldrar bera mjög þunga ábyrgð á barninu en skólinn ekki neina. Hver ber ábyrgð á einelti barnsins. Á móðirin að fara í mál við foreldra allra barnanna í bekk stúlkunnar eða á hún að fara í mál við skólann vegna eineltis? Ef barnið hefði lokað hurð á eftir sér og kennarinn eða annað barn klemmt hendina sína á milli á þá barnið eða foreldrar þess að borga fyrir skaðann eða skólinn? Hvernig eiga foreldrar að sinna eftirliti með barni sínu innan skólans? Eru skólayfirvöld algerlega frí frá ábyrgð á kólakrökkum í sinni umsjá? Að lokum velti ég því fyrir mér hvort hefðbundnar tryggingar tryggingarfélaga myndu ná yfir dóm sem þennan, þ.e. tryggingarfélagið borgi en ekki foreldrið.
Þessi dómur vekur upp margar spurningar sem mér finnst að fjölmiðlar eigi að fjalla um þar sem fleiri foreldrar hljóta að hugsa um rétt sinn ef slys bæri að garði innan skólanna.
![]() |
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |