Umhugsunarvert

þessi dómur vekur upp hjá mér hugleiðingar um það hver ber ábyrgð á börnunum meðan þau eru í skóla. Vörn konunnar byggist á því að barnið hafi verið að flýja undan einelti og orðið hrætt þegar kennarinn birtist. Ég hef ekki lesið dóminn en...

í fyrsta lagi langar mig að vita hvort barnið renndi hurðinni vísvitandi á kennarann eða af hræðslu við þann sem var að komast til hennar. Það hlýtur að vera eðlismunur á því hvort barnið ætlaði að meiða kennarann eða ekki. Ef ekki hlýtur þetta að flokkast undir slys og kennarinn gæti þá alveg eins verið ábyrgur fyrir því að hafa fullvissað hrætt barn um að engin hætta væri á ferðum áður en hann reynir að ná til barnsins. Ef um einelti var að ræða er þetta atvik þá ekki afleiðing af aðgerðarleysi skólayfirvalda gagnvart því og þannig sé skólinn í rauninni sekur um vanrækslu.

Í öðru lagi finnst mér íhugunarefni að í skólanum virðist foreldrar bera mjög þunga ábyrgð á barninu en skólinn ekki neina. Hver ber ábyrgð á einelti barnsins. Á móðirin að fara í mál við foreldra allra barnanna í bekk stúlkunnar eða á hún að fara í mál við skólann vegna eineltis? Ef barnið hefði lokað hurð á eftir sér og kennarinn eða annað barn klemmt hendina sína á milli á þá barnið eða foreldrar þess að borga fyrir skaðann eða skólinn? Hvernig eiga foreldrar að sinna eftirliti með barni sínu innan skólans? Eru skólayfirvöld algerlega frí frá ábyrgð á kólakrökkum í sinni umsjá? Að lokum velti ég því fyrir mér hvort hefðbundnar tryggingar tryggingarfélaga myndu ná yfir dóm sem þennan, þ.e. tryggingarfélagið borgi en ekki foreldrið.

Þessi dómur vekur upp margar spurningar sem mér finnst að fjölmiðlar eigi að fjalla um þar sem fleiri foreldrar hljóta að hugsa um rétt sinn ef slys bæri að garði innan skólanna.


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Tek heilshugar undir með þér - hér eru langt í frá öll spilin uppá borðinu...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.3.2008 kl. 14:08

2 identicon

Það sem vekur minn áhuga í þessu máli er þessi rosalega upphæð. Árið 2005 lenti ég í bílslysi og skaddaðist illa á öxl, hálsi og hrygg, við skoðun kom í ljós að önnur vöðvafestingin í hnakkanum á mér hafi skaddast mjög illa og er ég með litla hreyfigetu í hálsinum þessvegna. einnig brotnaði öxlin á mér það illa að ég get ekki lyft höndinni upp fyrir haus, ég fékk brjósklos í bakið og var á endanum metinn sem 40% öryrki af óháðum matsmönnum, ég var með lögfræðing í málinu og var talinn í 100% rétti eftir slysið. Fyrir þessi meiðsli fékk ég 3,5 miljónir í bætur, þegar slysið varð var ég 19 ára..allt lífið framundan og finnst mér þessvegna að ég ætti að fá hærri bætur en kennari kominn á miðjan aldur...10 milljónir fyrir svona slys finnst mér ótrúleg upphæð.

Villi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég tek undir með þér að nauðsynlegt er að ræða þennan dóm til að skilja hvað felst í honum. Allar ályktanir eru varasamar fyrr en þekking er meiri á málavöxtum. A sama tíma er ekki gott að kryfja einstaklingsmál og því nauðsynlegt að leitast við að svara þeim mikilvægu spurningum sem þú leggur fram. Hinsvegar finnst mér algerlega vanta spurninguna um hvaða ábyrgð ber einstaklingurinn sjálfur, þ.e. barnið, á sínum gerðum.

Þarna er barnið ábyrgt og móðirin dæmd til greiðslu. Segjum sem svo að barn í þessum sporum sé sterkefnað vegna erfða en móðirin hefur lítil efni, ætti þá barnið að borga sjálft eða er það ennþá foreldrið?

Það hefur verið tilhneiging til að barn sé ekki gert ábyrgt fyrir því sem það gerir þrátt fyrir að því megi vera fullljóst hverjar afleiðingar eru á því sem þau gera. Þessi dómur kallar barn því til fullrar ábyrgðar á gjörðum sínum. Er það rétt?

Lára Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já þessi dómur vekur upp margar spurningar og ein af þeim er einmitt þessi háa upphæð. Ég man ekki eftir slíkum upphæðum út af slysi.

Steinn Hafliðason, 14.3.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Samkvæmt visir.is er móðurinni stefnt fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar og hún dæmd til að greiða bætur. Skv fréttinni á mbl.is er ekkert sem liggi fyrir í málinu um að hún hafi skellt hurðinni vísvitandi á kennarann.

Vitið þið hvort það er hægt að lesa dóminn einhvers staðar. Þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir foreldra að mér þykir nauðsynlegt að vita meira um eðli þessa dóms.

Steinn Hafliðason, 14.3.2008 kl. 14:19

6 identicon

www.domstolar.is

Gestur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:36

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

ÞEtta er bara fáranlegt.  En því miður er þetta alls staðar svona hér á landi.  Ég hef unnið á nokkrum sambýlum og með börnum og unglingum.  Maður hefur lent í ýmsu.  Ef einhver t.d. handleggsbrýtur mig, þarf ég að fara í mál við einstaklingin, eða ef einhver eyðileggur eitthvað sem ég á.  Virkilega lj´+ott.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:39

8 identicon

allir foreldrar ættu að mótmæla og senda ekki börnin sýn í skóla næstu viku

eva (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:42

9 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég er sammála þér og er greinilega verið að reyna að fría ábyrgð skólayfirvalda og hræða foreldra með þessum dómi. Svo er mér hugsað til annarra bóta í nauðgunarmálum og þar sem sannarst hefur að sá dæmdi hafi framið hrottalega misnotkun , jafnvel á ungu barni en þar hafa bætur aldrei náð yfir 1,5 millur. Kerfið okkar í dag er gallað, svo gallað að fólkið hefur engann möguleika nema að viðkomandi sé ofbeldishrotti, kvetjandi fyrir barnaníðinga og klíkustarfsemi dauðans. 

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 14.3.2008 kl. 14:44

10 identicon

Það er hægt að lesa um dóminn hér;

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200705904&Domur=2&type=1&Serial=1&Words

Ása (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:17

11 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég ætla ekki að gagnrýna upphæðina, ef manneskjan er þannig slösuð að hún er óvinnufær um ókomna framtíð duga 10 milljónir skammt til framfærslu.

Steinn Hafliðason, 14.3.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband