Dónalegur Donadoni

Ég vildi gjarnan spyrja Donadoni hvort hann líti svo á að varnarmennirnir þurfi að leggja minna á sig með sínum félagsliðum heldur en sóknarmennirnir? Og ef það er þannig að þeir eru minna þreyttir og geta því skorað fleiri mörk af hverju hefur hann þá ekki fleiri varnarmenn í liðinu og færri sóknarmenn svo liðið skori meira?

Ég held að Donadoni ætti að lýta í eiginn barm, þeir voru hálfgrátandi fyrir leikinn á móti frökkum þar sem þeir lýstu því yfir að allir væri vondir við sig. Þeir grétu yfir því að Svíar og Danir hafi gert samsæri gegn sér, dómararnir væru með samsæri gegn sér og Hollendingar væri í þann mund að hrinda af stað samsæri til að útiloka þá frá frekari keppni.

Það er aldeilis karlmennskan hjá þeim að skæla svona í fjölmiðlum hvað aðrir eru vondir við þessar viðkvæmu sálir. Þrátt fyrir að hafa unnið í gær manni fleiri gegn vonlausum frökkum þá finnst mér þeir ekki sannfærandi. En ef það hætta allir að gera samsæri gegn þessum vesalingum gæti þeir orðið svo heppnir að vinna mótið ef Berlusconi nær að hugga þá fyrir næsta leik. Ég vona að ég þurfi ekki að horfa á grenjuskjóðurnar vinna þetta mót.


mbl.is Donadoni ver sóknarmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Meira vælið í þér!!!

Grenjuskjóða (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

 he he

Steinn Hafliðason, 18.6.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Anna Sigga

Mér fannst þetta nú ósköp saklaust ;P Síí júú súún

Anna Sigga, 30.6.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband