22.1.2008 | 15:02
Hrópandi mótsögn
Að nota kjarnorkuvopn til að koma í veg fyrir að gereyðingavopnum verði beitt!!! Finnst ykkur vera einhver móstögn í þessu? Ef kjarnorkuvopn er ekki gereyðingarvopn hvað er þá gereyðingarvopn?
Vesturveldin hvött til undirbúnings kjarnorkuárása | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- malacai
- andreskrist
- andres
- annabjo
- annapala
- ansiva
- apalsson
- agbjarn
- reykur
- baldvinj
- bjarnihardar
- bjarnipalsson
- gattin
- skordalsbrynja
- einarhardarson
- ekg
- esv
- einarvill
- hjolagarpur
- elinora
- erla1001
- fannygudbjorg
- valgeir
- gesturgudjonsson
- kri-tikin
- gudruntora
- hallarut
- skessa
- heimssyn
- don
- irisellerts
- janus
- jenfo
- jensgud
- jonsullenberger
- askja
- kristbjorg
- credo
- vrkristinn
- eldjarn
- liljabje
- nanna
- robertb
- fullvalda
- totally
- sigurjon
- sigurjonth
- skarphedinn
- skak
- hvirfilbylur
- svavaralfred
- tinnhildur
- vefritid
- villagunn
- vilhelmina
- steinibriem
- thil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Manneskjan virðist ekki geta lært að þetta bull, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn gengur alls ekki upp. Sem virðist vera efst í huga ákveðins forseta.
Eiríkur Harðarson, 22.1.2008 kl. 15:08
Mér sýnist að það sé verið að tala um að undirbúa sig undir að nota þau að fyrra bragði. Eflaust er þetta einhvers konar sálfræðistríð gegn ummælum Rússa í vikunni en mér er alveg sama. Rússar eru ekkert heimskir og þeir hafa alveg númerin hjá hvorum öðrum.
Steinn Hafliðason, 22.1.2008 kl. 15:28
Nei, ég held þetta beinist nú gegn Írönum - og sé hluti af undirbúningi undir að beita kjarnorkuvopnum gegn þeim sem kemur örugglega að fyrr eða síðar. Bandaríkjamenn hafa jú verið að smíða litlar kjarnorkusprengur til að sprengja upp hernaðarmikilvæga staði sem eru staðsettir neðanjarðar.
Vesturveldin væru aldrei svo vitlaus að prófa fælingarmátt vopnanna gegn Rússum því þeir hafa afl til að svara í sömu mynt.
Torfi Kristján Stefánsson, 22.1.2008 kl. 16:53
Hvernig er það ...
Gleypir fólk endalaust þeim áróðri U$a og Ísrael að Íranir og hin íslömsku ríkin séu "vondi karlarnir".
Menn ættu nú að huga af því að þessi blessuðu vopn liggja um öll bandaríkin og það ætti nú ekki að vera svo hrikalega erfitt fyrir ameríska öfgahópa að komast yfir þau.
Og með öfgahópum í ameríku á ég við svosem Gyðinga og Hægrisinnaða kristna trúarhópa.
Og er nú nóg af þeim í henni blessarðri ameríku.
Jón Ingi Sævarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:24
Það er með hreinum ólíkindum að þessir menn láti þetta útúr sér og sýnir kannski best hvað yfirmenn þessara herflota eru veruleikafirrtir. Þeir þrá sjálfsagt ekkert heitar en að bomba líftóruna úr sem flestum saklausum Írönum og hugsast getur. Það er auðveldasta leiðin til að útrýma þeim og ég er farinn að halda að það sé endanlega takmarkið hjá Ísraelum og USA.
Gefum okkur hið ómögulega. Íranir næðu að byggja kjarnorkusprengju (þó að allar leyniþjónustur heims viti að það er ekki á dagskrá) og eins og þessir menn segja vilja þeir nota kjarnorkusprengjur til að koma í veg fyrir að hún fari í loft. Þá þyrfti að vita hvar hún væri. Ef menn vissu hvar hún væri, heldur þá einhver að USArmy gæti ekki tekið hana út með hefðbundnum vopnum? Tökum eftir að þeir tala um kjarnorkustyrjöld!
Þetta eru einhverjir gamlir fauskar sem eru fastir í gömlum tíma sem þeir sakna. Kannski af því að í kaldastríðinu voru þeir enn með hár og gátu ennþá fengið standpínu. Allir tipluðu á tánum í kringum þá því að þeir voru með fingurinn á takkanum. Nú eru þeir bara gamlir og bitrir. Fengu aldrei að nota hryllilegasta morðvopn sögunnar og eru ólmir í að finna einhverja afsökun til þess.
Sturlaðir, gamlir skúrkar sem á að læsa inni áður en ómenntað og trúgjarnt fólk fer að taka þetta rugl alvarlega. Það er því miður ansi stór hópur sem lepur vitleysuna úr svona liði alveg hráa og er sannfært um að helsta ógnin sem steðjar að hinum vestræna heimi sé að einhverjir trúarheitir, heilaþvegnir og ómenntaðir vitleysingar frá Arabíu fari að sprengja okkur í loft upp þegar við eigum síst á því von. Ég skal segja ykkur hvað er mesta ógnin við hinn vestræna heim: Það eru trúarheitu, heilaþvegnu og ómenntuðu vitleysingarnir í hinum vestræna heimi sem trúir þessu bulli!
Það er fólk sem í fyrsta lagi veit ekkert um kjarnorku, heldur jafnvel að einhver gæti ferðast með kjarnorkusprengju í bakpoka, farið í strætó og gangsett hana með gsm-síma. Það er fólk sem veit ekkert um sögu og heldur að áróður sé eitthvað sem kemur bara fyrir í auglýsingum frá lýðheilsustöð. Það er fólk sem veit ekkert um veruleikann í þeim löndum sem það talar háfleygt um að frelsa með sprengjuregni. Það er fólk sem veit ekkert annað en því er sagt í fjölmiðlum. Þetta fólk hefur kosningarétt og því stórhættulegt, mikið hættulegra en einhverjir örvæntingarfullir arabar.
Helgi Hard (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 05:33
Þetta er ömurlegur söngur, ljótt að við skulum vera "staðföst" stríðsþjóð með okkar titrandi ástartár við stefnu neocon stríðsglæpamannanna.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:39
Þetta er hrópandi mótsögn og enganveginn hægt að gera einhverskonar röklega málbót til stuðnings þessara manna. Það verður gaman að sjá hvaða ráðherrar styðja þessar aðgerðir NATO.
Alfreð Símonarson, 23.1.2008 kl. 20:01
Getur verið að nokkur manneskja sé svo foráttuheimsk að kaupa svona hundlógík...vissulega með því heimskara sem hefur verið boðið uppá.
Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.