Gaman í skólanum

Ég er í svökölluðu MPM námi en það er nám í verkefnastjórnun á meistarastigi. Mjög gagnlegt nám þar sem er blandað saman á skemmtilegan hátt stjórnunarsálfræði og hinum "structuruðu" vinnubrögðum verkfræðinnar.

Það var gaman að hitta skólafélagana á ný eftir jólafríið og hitta þau í góðum gír eftir skóla.

Ég mæli sérstaklega með þessu námi sem hafa áhuga á verkefnastjórnun. Það hefur skilað mér mikilli þekkingu og gert mig tíuþúsund sinnum hæfari í verkum mínum. Ekki skaðar að atvinnulífið bíður eftir þessum verðandi verkefnastjórum með eftirvæntingu og verkefnastjórnun á klárlega eftir að skipa mun meiri sess í framtíðarstjórnun fyrirtækja.

En þetta er mikil vinna og ég er vægast sagt búinn að sitja við undanfarnar tvær vikur og gera lítið annað en að læra og vinna en það er þess virði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Steinn síðan eftir að þú hefur lokið náminu, þá muntu væntanlega (þess óska ég) koma hingað austur í sveitina og stressleysið. Hér eru næg verkefni, handa þínum líkum, ef þér tekst að klára þetta með sóma og líka ef þú rétt kríður yfir lágmarkið á lokaprófinu.

Eiríkur Harðarson, 20.1.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála því að það hlýtur að vera gott að læra til verka í verkefnastjórnun. Hef smá reynslu af starfinu og þótt margt væri áhugavert þá hefði eflaust verið gott að hafa svona veganesti í starfið. Svo er bara svo óskaplega gott að bæta við sig námi, vekjandi og spennandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband