Eigi skal höggva

Það gleður eflaust Árna Matt að losna við kastljósið enda ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Framsóknarmenn hafa tekið við keflinu en ég bara spyr, er það ekki hagsmunamál stjórnmálaflokks að frambjóðendur þeirra séu vel klæddir? Ég bara spyr, hvað er athugavert að flokkurinn hjálpi frambjóðendum sínum að klæða sig vel í harðri kosningarbaráttu?

Auðvitað er stóra hnífamálið miklu skemmtilegra enda eru Bingi og Guðjón Ólafur miklir listamenn. Að geta kastað heilu settunum í bakið á hinum og skotskífan brosir út að eyrum er merkilegt afrek. Það eru heldur ekki algengt að menn séu að henda hnífum í íslenskum stjórnmálum, það myndast nefnilega þessi skemmtileg þagnarmúr þegar eitthvað ljótt kemur í ljós. Ingibjörg segir þetta og hitt og Össur aðlagar sig eins og urriðinn að breyttum aðstæðum þegar hann er kominn stjórn.

Stormur í vatnsglasi en af því að þetta er Framsóknarflokkurinn hamast fjölmiðlamenn eins og hrægammar á hræi. Það liggur við að stóra hnífamálið sé stærra en litli dómaraskandallinn.

Árni Matt er sigurvegarinn enda getur hann eflaust dreift spjótunum sem stóðu að honum meðal framsóknarmanna og fengið þannig dágóðan frið næstu vikur og mánuði.


mbl.is Ómakleg framganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Niðurstaða:

Árni Matt átti hönk upp í bakið á Guðjóni og fékk hann til að varpa þessari sprengju inn í umræðuna.

Ekki svo fjarstæð tilgáta.

Árni Gunnarsson, 21.1.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

 ætli Árni bjóði honum embætti í staðinn

Steinn Hafliðason, 21.1.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband