Ósmekklegt

Hlustaði á FM957 í gærmorgun. Þar kom upp umræða um bruna og nauðsyn þess að hafa reykskynjara í húsakynnum sínum og vísað í bruna undanfarna daga. Þessi umræða gekkst út á fíflagang, fliss og hlátur.

Mér er nokkuð sama ef fólk vill fíflast í útvarpi. En þessi umræða um mjög alvarlegt mál þar sem maður lét lífið er ekki til þess fallinn að gera að því grín og flissa og hlæja eins og smákrakkar í útvarpi.

Afar ósmekklegt hjá FM957 að mínu mati og þeim sem hlut áttu að máli til skammar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála.  Þeir eru nú ekki þekktir fyrir að bera mikla virðingu fyrir öðrum.  Man einu sinni þá hafði verið gert símaat í stelpu, samkvæmt beiðni(hljómaði eins og framhald af einelti) og auðvita í beinni.  Stelpan var alveg miður sín og bað þá um að birta ekki viðtalið aftur, en þeir eru vanir að endurspila svona at aftur og aftur.  Einhver sem var yfir tók fyrir að þeir spiluðu at-ið aftur en stelpan með fullu nafni var notuð sem djók ársins í langan tíma á eftir, þar sem þau kölluðu hana tepra og annað niðurbrjótandi.

Fáranlegt að fullorðið fólk taki þátt í einelti með unlingskrökkum. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.1.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband