Ekki sá eini

Slökkviliðið er ekki eini aðilinn sem hefur áhyggjur af agaleysi í þjóðfélaginu. Eitt af því mikilvægasta sem skapar aga hjá fólki er hæfileikinn til að setja í samhengi orsakir og afleiðingar. Það sem er að gerast í menningu okkar er að unga fólkið elst upp við afskræmdan veruleika og samfélagið í heild við alls konar afskræmd skilaboð ætla ég að nefna þrjú atriði í þeim efnum.

Í fyrsta lagi eru lífstílsauglýsingar stöðugt að segja okkur hvernig við eigum að haga okkur. Þar er ýtt undir hégómagirndina hjá fólki. Þeir sem eru flottir keyra um á svona bíl eða ganga í svona fötum eða eiga þetta eða hitt. Sífellt er verið að sýna okkur photosjoppað fólk lýtur út, á eitthvað eða gerir eitthvað sem kitlar hégómagirndina í okkur. Það er samt óraunverulegt að eignast allt sem við fáum skilaboð um að sé lágmarkseign til að vera góður og gildur þegn í þjóðfélaginu.

Í öðru lagi alast krakkar í dag stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum. Uppeldi sem krakkar og unglingar fá frá foreldrum sínum þar sem þeim er kennt á lífið er á undanhaldi þar sem börnin eru minna með foreldrum sínum og þegar þau eru heima eru þau oft á netinu, að horfa á sjónvarpinu eða að spila tölvuleiki. Kennsla og reynsla foreldranna um orsok og afleiðingar og hvernig lífið gengur fyrir sig yfir höfuð miðlast því miklu síður til barna og unglina.

Í þriðja lagi tölvuleikirnir. Krakkar og unglingar eru að spila tölvuleiki sem eru úr takti við allan raunveruleika. Ofbeldi, íkveikjur, nauðganir og fleira og fleira er sjálfsagt mál og ef þú drepst byrjarðu bara nánast á sama stað aftur án þess að neitt sé athugavert. Því fleiri drepnir eru eða því meiri eyðilegging þýðir bara hærri verðlaun fyrir þann sem spilar. Sumir segja að þeir viti alveg muninn á raunveruleikanum og tölvuleik en ég spyr bara hvort það séu allir þannig. Munurinn á raunveruleikanum og sýndarveruleikanum er sífellt að minnka og skynjunin á muninum virðist sömuleiðis vera að minnka.

Það er mér því áhyggjuefni en það kemur mér samt ekki á óvart að agaleysið í þjóðfélaginu sé að aukast.


mbl.is Áhyggjur af agaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veistu Steinn minn...þetta eru ekki bara unglanganir...

 Hvað með stjórnmálamennina okkar....hvernig stendur á því að þeir þurfa ALDREI að segja af sér sama hversu mikið þeir "skandelsía".  Ég man amk ekki eftir neinum nema Árna sem hefur þurft að taka ábyrgð gjörða sinna....

Hvernig stendur á því að það eru ekki til siðareglur fyrir þingið hér eins og út í heimi? 

En já agi og það að þurfa að taka afleiðinum gjörða sinna er e-ð sem vantar virkilega hér á landi...fyrir alla aldursflokka...

Anyhow...frétt nr. 2 sem ég finn þig við ;)

Berglind (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Hjartanlega sammála þér Steinn. Það eru til krakkar í dag finnst hallærislegt að fá sokka og peysu í jólagjöf. Það segir okkur það að umræðan í þjóðfélaginu í dag er komin langt út fyrir endamörk. Auðvitað eru þetta ekki bara unglingarnir og börnin. Þetta er fullorðna fólkið og hvernig það lætur stjórnast af vitleysunni sem er í gangi. Fólkið er í raun farið að keppa við sjálft sig í vellystingum, toppa sjálfan sig.

Steinunn Þórisdóttir, 8.1.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Sigurjón

Iss...

Þú varst nú óagaður unglingur einu sinni og sjáðu hver þú ert í dag Steinn. 

Sigurjón, 11.1.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þakka þér fyrir Sigurjón ég tek þessu sem hrósi, þ.e. ég skil þig þannig að mér hafi farið fram

Ég var líka svo heppinn að vera í sérstaklega góðum félagsskap með úrvalsfólki í gaggó

Steinn Hafliðason, 11.1.2008 kl. 01:10

5 Smámynd: Sigurjón

Jamm, ég hef einstaklega góð áhrif á fólk í kringum mig.  Allir sofna fljótlega...

Sigurjón, 11.1.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband